Leita í fréttum mbl.is

Hryllingsmynd eða Da Vinci?

 

Andlegt ævintýri. Olía á striga.Andlegt ævintýri

Þessari mynd fylgir skemmtileg saga sem ég segi ykkur kannski síðar. Er búin að sitja hér og skrifa og skrifa þá sögu í allt kvöld og fram á nótt . Hún bara hvarf allt í einu og ég nenni ekki að skrifa hana aftur. Fjallaði um að ég málaði þessa mynd handa brúðhjónum sl sumar og konan var svo skíthrædd við myndina að hún skilaði henni. Við köllum hana "hryllingsmyndina" hérna heima. Ég varð glöð að fá hana aftur og konan fékk bara að velja sér nýja mynd úr safninu. Henni nefninlega líkar myndirnar mínar. Bara ekki þessi sem ég málaði sérstaklega fyrir hana. Og sagan var sem sagt um þetta allt saman og meira til. Vel skrifuð og hnyttin áður en hún fuðraði upp og hvarf. Æ þið getið bara ímyndað ykkur rest.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Mér finnst hún nefninlega líka svo falleg og hún er fyrir mér sál að leggja af stað til jarðar undir þessari n´vist eða verund sem hún veit að verður með henni alla leið. Alltaf.

Systir konunnar elskaði myndina og sagði áð brúðurin væri bara að hræðast eitthvað í sjálfri sér sem endurspeglaðist í myndinni. En fyrir mig sem listakonu var þetta góð reynsla. Ég meina þegar einhver kemur og skilar myndinni sem maður málaði. Það er eins og að segja..hey. Mér finnst barnið þitt ljótt. Lærði þ.að um sjálfa mig að ég stend sko með mínum börnum. Og takk Guðmundur fyrir þitt álit.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 7.2.2007 kl. 00:53

2 identicon

Mér finnst hún falleg, væri alveg til í að þessi mynd væri það síðasta sem ég sæi á kvöldin áður en ég loka augunum og það fyrsta á morgnana þegar ég opna þau aftur. Ég er viss um að hún mundi segja mér nýja sögu í hvert skipti.

 Takk fyrir skemmtilegt blogg

Hrönn

Hrönn Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 7.2.2007 kl. 09:10

3 Smámynd: gerður rósa gunnarsdóttir

Mér finnst hún rosa flott. Svona mynd sem hægt er að horfa á endalaust, þær finnst mér bestar.

gerður rósa gunnarsdóttir, 7.2.2007 kl. 21:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Snæhólm Baldursdóttir
Katrín Snæhólm Baldursdóttir

 Maddama kerling fröken frú Katrín Snæhólm. Hef áhuga á öllu milli himins og jarðar og telst þá hvoru tveggja með. Himinn og jörð.

 

kbaldursdottir@gmail.com

 

 

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...xoqlinc
  • ...x-o-
  • ...katrin_mynd
  • ...peru_3
  • ...peru_2
  • ...peru_786202
  • ...peru
  • ...usturv_llur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband