Leita í fréttum mbl.is

Kalt og einmanalegt á topp hundrað!!!! Metnaðargrindin að drepa mig?

Ansi er kalt á toppnum. Hefði ekki trúað því að óreyndu hversu næðingsamt og erfitt er að blanda sér í toppbaráttuna og hversu einmana maður verður. Treystir engum og fær hvergi frið. Allir að góna  á bloggið manns. Og mér sem hefur alltaf þótt svo vænt um hana Gurrí í Himnaríki er nú farin að sjá hana sem andstæðing sem ég verð að sigra. Hún er einhverjum sætum ofar á þessum topp lista og mér er ekki skemmt. En ég hlæ að ykkur hinum sem eruð þarna einhversstaðar lengst fyrir neðan að berjast við að komast á toppinn með okkur hinum.

Almáttugur Pétur og Páll. Hvað er eiginlega að gerast með mig? Metnaðargrindin mín bara komin á fleygiferð og ég sem er ekki einu sinni svona í hjarta mínu. Það bara gerðist eitthvað innra með mér þegar ég sá að ég var komin í 99. sætið og ég bara vissi að hér eftir yrði ekki aftur snúið. Bloggið er djöfullegt. Kallar fram í mér kenndir sem ég var löngu búin að bæla og berja niður. Náð og miskunn. Út með þig EGÓ!!!!!maður með dýrahaus

 Hjúkket.

Ég er aftur orðin ég. Komin í náttsloppinn með rjúkandi kaffibolla og elska vini mína. Það er samt eins og einhver þokukennd minning sveimi þó  í hausnum á mér um vinsældir og sæti 99.

Já ég man það núna. 99.sætið sem ég lenti í í fegurðarsamkeppninni í den sem bar titilinn Táningstöff á Trékyllisvík.

 

Ahh hvað lífið er yndælt og gott. Meira kaffi og kíkja svo kannski aðeins a bloggvini mína.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Ég argaði úr hlátri þegar ég las þetta ... ekki margir sem fá mig til að hlæja upphátt þegar ég les.

Anna vinkona er búin að blogga í nokkra daga, komin með fjórar færslur eða eitthvað og gestir hennar í dag eru nokkur hundruð! Hún skrifar um stjórnmál ... reyndar ansi skemmtilega, eins og hennar er von og vísa! Held að við verðum bara að sætta okkur við að vera í topp 100, mér líður ansi vel þar. Við fáum ekki haturs-meil á meðan, eins og ég fékk á gamla blogginu mínu þegar umferð hafði aukist þar. Mjög reið kona skammaði mig fyrir að blogga um svona aumkunarverða hluti og strætóferðir ... að ég ætti mér ekkert líf og svona. Af hverju las hún þá bullið í mér ... og af hverju "hatar" fólk annað fólk sem það þekkir ekki? Mannfólkið! En ég elska þig, Katrín, og skal reyna að verða ekki spæld þegar þú ferð fram úr mér. Fyrirsagnir gætu orðið meira krassandi, kannski ósjálfrátt ... hehehhehe! Kveðjur til ykkar allra ...

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 7.2.2007 kl. 12:46

2 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Ég skellihló þegar ég las um egóið þitt, ein sem er bara númer 139 á listanum.

Svava frá Strandbergi , 7.2.2007 kl. 14:47

3 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Eins arfavitlaus og þessi egó okkar eru og hallærisleg er alltaf jafnfyndið að sjá hversu mikið þau stjórna lífi flestra. Enda eru Egó ótrúlega kæn og sniðug í að tala mann til og taka öllu mjög persónulega. Ég berst hetjulegri baráttu hvern dag við mitt Egó og hef lært nokkur töfrabrögð til að leyfa því ekki að ráða. Eitt er að hlægja að sjálfri mér og með mér. Þegar það byjar að röfla í mér og reyna að telja mér trú um að ég hafi fjölda galla og sé hreint ekki nógu þetta eða hitt....segi ég bara jajajajaja.Og syng svo sjálfri mér ljóð sem endar svona.."Guð í alheimsgeimi, Guð í sjálfri mér"

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 7.2.2007 kl. 15:05

4 Smámynd: www.zordis.com

Ego tripp eins og Bubbi söng um, eða söng hann ekki um það!  Algjört möst að kíla egóið í topp en vissulega gott að snerta jörðina eftir flug!  Þú ert flottust! 

www.zordis.com, 7.2.2007 kl. 17:56

5 Smámynd: gerður rósa gunnarsdóttir

Ég var alveg húkkd á þessum lista fyrstu vikuna sem ég bloggaði. Ægilegt keppnisskap maður og reyndi að vera taktísk með tímasetningar og annað; og var svo alltaf að kíkja á listann til að sjá hvort ég hafði hækkað. Var svo alveg að fara yfirum þegar ég hækkaði svo um rúmlega hundrað sæti á 3. eða 4. degi og var að lokum komin upp í 20. sæti eða svo. Svo hætti ég að nenna að pæla í þessu. Veit ekki einusinni hvernig maður skoðar vinsældarlistann núna. Ekki segja mér það samt; ég er ekkert fullkomlega laus við þessa vinsældarveiru ;)

gerður rósa gunnarsdóttir, 7.2.2007 kl. 21:22

6 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Ég er bara nýbúin að uppgötva hvernig maður skoðar hann.....það er fullt af fólki þarna hátt uppi sem gerir ekkert nema linka á moggaféttir. Svo það er ekki eftir neinu að sækjast í sjálfu sér.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 7.2.2007 kl. 21:25

7 Smámynd: gerður rósa gunnarsdóttir

Einmitt. Það er samt ágætlega fróðlegt að sjá hvernig fólk ríspondar mismunandi við mismunandi fyrirsögnum. Mér fannst t.d. áhugavert að sjá hvað rosalega margir höfðu áhuga að lesa þegar þeir héldu að ég væri fallinn dópisti að opna sig. Svo hef ég séð rosa áhugaverð blogg með næstum engri lesningu. Þá ákvað ég að margir væru bara að sækjast eftir æsifréttum. Og greinilega flokkast þá pólitískar umræður þar undir ;)

gerður rósa gunnarsdóttir, 7.2.2007 kl. 21:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Snæhólm Baldursdóttir
Katrín Snæhólm Baldursdóttir

 Maddama kerling fröken frú Katrín Snæhólm. Hef áhuga á öllu milli himins og jarðar og telst þá hvoru tveggja með. Himinn og jörð.

 

kbaldursdottir@gmail.com

 

 

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • ...xoqlinc
  • ...x-o-
  • ...katrin_mynd
  • ...peru_3
  • ...peru_2
  • ...peru_786202
  • ...peru
  • ...usturv_llur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband