Leita í fréttum mbl.is

Hverjum hrósaðir þú í dag?

Á hverri mínútu deyr eitthvað mikilvægt vegna SKORTS á hrósi.

engill

Bloggurum og öðrum velunnurum hins góða í veröldinni er velkomið að hrósa hverju sem þeim dettur í hug í "HRÓS" athugasemdum þessa pistils, og leggja þar með sitt af mörkum til að halda mikilvægum hlutum á lífi.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég var einmitt í jarðaför vinar og vinnufélaga í dag. Hann var góður drengur og glaðvær og fór langt um aldur fram. 'I líkræðunni var hann hlaðinn lofi, sem hann átti svo snannarlega skilið en metur hefði þó mátt vera ef við hefðum sagt honum þennan hug okkar dags daglega. Mér fannst þetta heldur seint að gera það.

Allir þurfa hrós og hvatningu því enginn er alveg viss á hvort þeir eru umhverfi sínu samboðnir.  Sé góðum eiginleikum hrósað, þá festast þeir í sessi og allir bera hag af því.

Þú til dæmis Katrín mín ert hjartahlý, fordómalaus og gefandi manneskja.  Þú ert skapandi og þenkjandi, listræn og kærleiksrík. Það sé ég milli línanna í öllu sem þú skrifar, þótt ég hafi aldrei hitt þig.

Guð blessi þig vina og haltu áfram að skrifa það er okkur hinum líka til vaxtar.

Jón Steinar Ragnarsson, 7.2.2007 kl. 19:06

2 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Þú ert yndisleg! Hef þekkt þig í fjöldamörg ár og get alveg sagt öllum bloggvinunum okkar að þú ert "one of a kind". Ég er heppin með vini! Líka bloggvini!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 7.2.2007 kl. 19:12

3 Smámynd: www.zordis.com

Hrósyrði eru svooo nauðsynleg.  Ég hef það fyrir venju að reyna að gera gott úr slæmu og finn til með ef svo er ekki!  Ég lét suma vini mína vita af því hvað þeir eru æðislegir og góðir!  Þú færð hrós fyrir að leggja þitt af mörkum, lætur mörgum ókunnugum líða vel með skrifum þínum!  Haltu áfram að vera þú því það er ekkert yndislegra en það 

www.zordis.com, 7.2.2007 kl. 19:20

4 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Hann er fallegur engillinn sem liggur þarna á sófanum. Þetta hlýtur að vera þú.
Þú ert skemmtileg og góður stílisti og alltaf gaman að lesa bloggið þitt því þú kemur mér alltaf í gott skap. Þú ert líka góður myndlistarmaður og örugglega mjög góð amma.

Svava frá Strandbergi , 7.2.2007 kl. 22:04

5 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Þetta er fallegt og inspírerandi. Svona boðskapur bætir heiminn. Ég er pro-hrós-jákvæðni-pepp og svoleiðis. Sumir kalla það væmni, en ég vísa öllu væmnishjali og tilfinningahræðslugjammi á bug. Íslendingar ætla aldrei að komast yfir hörkuna sem þurfti til að lifa af í þúsund ár. Nú er öldin önnur, allavega að sumu leyti!

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 7.2.2007 kl. 22:59

6 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Takk fyrir falleg og uppörvandi orð. Það er svo mikilvægt að vera séður fyrir það sem maður er. Eða finnst maður vera. Óendanlega oft efast maður. Þá er svo gott að fá lánuð augu og hjörtu annara til að hjálpa manni áfram með það sem maður trúir að sé rétt og satt. Gefur mér mjög mikið að lesa það sem þið hafið öll skrifað hér. Takk

Tek næstu skref öruggari en áður. Vitandi að ég er kannski bara ok.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 7.2.2007 kl. 23:19

7 Smámynd: Guðrún Eggertsdóttir

Þú ert frábær Katrín Snæhólm!

Það mættu fleiri vera svona jákvæðir og gefandi.  Takk fyrir bloggið þitt!

Innilega til hamingju með barnabarnið og fallega nafnið á henni

Guðrún Eggertsdóttir, 8.2.2007 kl. 16:22

8 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Mín kæra! Yfirleitt byrja ég ekki að kommenta hjá neinum án þess að vita soldið fyrirfram hvað mig langar að segja. Núna hef ég ekki hugmynd... m.ö.o. er að taka sénsinn á því að vera væmin..... 

Við höfum "þekkst" lengi í tölvuheiminum... þannig að þú veist eflaust hvað ég meina þegar ég segi að þú ert allt það sem ég hef forðast. Ég er týpan sem fel mig á bak við "hörkutólssyndrómið". Ef einhver væri með þumalskrúfur fastar á mínum þumlum og neyddi mig til að nefna eina manneskju, sem er ekki í mínum nánasta hring, sem skrapar ofan af mér hörkutólsskelina..... kæmir þú fyrst upp í hugann. 

Hvort ég ætla að þakka þér eða áfellast þig... á eftir að koma í ljós. Fer allt eftir því hvort mér tekst að sætta mig við "hina" mig... en það verður samt þú sem kemur fyrst upp í hugann

Heiða B. Heiðars, 9.2.2007 kl. 01:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Snæhólm Baldursdóttir
Katrín Snæhólm Baldursdóttir

 Maddama kerling fröken frú Katrín Snæhólm. Hef áhuga á öllu milli himins og jarðar og telst þá hvoru tveggja með. Himinn og jörð.

 

kbaldursdottir@gmail.com

 

 

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...xoqlinc
  • ...x-o-
  • ...katrin_mynd
  • ...peru_3
  • ...peru_2
  • ...peru_786202
  • ...peru
  • ...usturv_llur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband