8.2.2007 | 11:05
Skringilega kerlan er mætt en segir ekki orð!!!
Jæja. Þá er ég sest við ritstörf. Ég hélt einhvernveginn að ef maður væri mjög duglegur að blogga og eyddi jafnvel svona 4 tímum á sólarhring við þá iðju fengi maður bloggbætur. Pening til að næra sig og klæða sem starfandi bloggari. En mér skilst að það sé ekki svo og að allir sem hér blogga vinni líka úti. Rosalega eruð þið dugleg öll. Þannig að nú þarf ég að snúa mér að alvöru ritstörfum og búa til metsölubók sem þið öll kaupið og verður svo þýdd á 13 tungumálum svo ég geti haldið í mér tórunni.
Muniði eftir skringilegu kerlunni sem ég var að segja ykkur frá um daginn? Sem vill að ég skrifi um hana?
Hún er mætt og situr hérna við borðið með mér. Við erum að byrja að kynnast og skoða hvernig við ætlum að hafa þetta. Vandamálið er bara það að hún segir ekki orð. Horfir bara rannsakandi á mig eins og hún sé að velta fyrir sér hvort ég sé hæf til starfans. Kannski ég noti bara tímann og stari vel á hana og skrifi útlitslýsingu. Það þarf alltaf að vera með. Hvernig fólk lítur út. Ætli hún eigi gæludýr ?. Spyr hana að því þegar hún byrjar að tala. Kannski er hún með svan í garðinum hjá sér? Rosalega er þetta spennandi.
Jæja. Verð því miður að yfirgefa svæðið og fara að vinna. Bless.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- September 2013
- Júní 2010
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Myndaalbúm
Bloggvinir
- gurrihar
- ibbasig
- zordis
- ipanama
- hugarfluga
- poppoli
- skessa
- vilborg-e
- gudnyanna
- vikingurkr
- sarcasticbastard
- landsveit
- asthildurcesil
- jenfo
- svalaj
- halkatla
- matthildurh
- jahernamig
- katlaa
- svavs
- kiddirokk
- ludvik
- heiddal
- jonaa
- arh
- palmig
- leifurl
- mediumlight
- bjarkitryggva
- 810
- haukurn
- amason
- heringi
- emmgje
- hk
- zoa
- steingerdur
- hronnsig
- holi
- steina
- alla
- malacai
- almaogfreyja
- kruttina
- arikuld
- arnaringvarsson
- agbjarn
- asgerdurjona
- gammon
- baldvinj
- barafridriksdottir
- bardurorn
- kaffi
- storyteller
- birgitta
- bjarnihardar
- lubbiklettaskald
- salkaforlag
- gattin
- skordalsbrynja
- tilfinningar
- brandarar
- diesel
- draumur
- einarborgari
- einari
- gustichef
- elinarnar
- zoti
- happy-dog
- evabenz
- utlit
- finni
- stjornarskrain
- lucas
- gudmundurhelgi
- gudnym
- glostrup
- zeriaph
- gullvagninn
- silfri
- gylfigisla
- handtoskuserian
- iador
- heidistrand
- latur
- hlf
- helgatho
- hehau
- drum
- himmalingur
- hinrikthor
- ringarinn
- ingahel
- ingasteinajoh
- jara
- astromix
- kreppan
- jensgud
- josira
- jogamagg
- jax
- islandsfengur
- jonsnae
- nonniblogg
- jonthorolafsson
- juliusvalsson
- kjartanis
- leifur
- kreppualki
- kreppukallinn
- kerla
- lauola
- larahanna
- liljabolla
- astroblog
- markusth
- manisvans
- methusalem
- misskilningur
- neo
- oktober
- olijon
- olofannajohanns
- svarthamar
- skari60
- ljosmyndarinn
- perlaoghvolparnir
- ragnar73
- ragjo
- salka
- pensillinn
- sjos
- meyjan
- amman
- sigrunsigur
- siggi-hrellir
- sigurgeirorri
- sylviam
- slembra
- athena
- must
- sunnadora
- svatli
- saethorhelgi
- tinnaeik
- nordurljos1
- kreppuvaktin
- valgerdurhalldorsdottir
- vertu
- eggmann
- what
- vigga
- perlan
- zeitgeistonair
- tsakalis
- steinibriem
- thorsteinnhelgi
- tothetop
- icekeiko
- thorsaari
Athugasemdir
Guðmundur minn. Þú ert hér með ráðinn sem sérlegur ritráðgjafi. Ég er komin með eina blaðsíðu núna. En sit sviett við að rissa upp alls konar hugmyndir sem spretta fram og vilja komast á blaðið. Þarf að finna út úr því hvernig ég skirfa bók. Sumir teikna hana upp og rissa á blöð út um allt. Einn rithöfundur sem ég þekki er rosalega skipulagður og gerir mikla og nákvæma undirbúningsvinnu. Eitt af því sem ég er að uppgötva og læra er hver minn vinnustíll er. Er með lila bok með mér hvert sem ég fer og skrifa nýjar hugmyndir í hana um leið og þær verða til. Verst að ég fæ flestar þeirra þegar ég er í baði því vatn er einstakt fyrir flæði.
Jæja. Best að halda áfram. Smjúts.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 8.2.2007 kl. 14:00
Ég kaupi bókina um leið og hún kemur í bókabúðir hér.
Ég vildi að ég væri svona vel ritfær eins og þú því ég er búin að ganga með það í maganum að skrifa bók um litla álfa sem eiga heima á helgasta stað landsins okkar. En er bara búin með einn kafla og hann er ekki nógu góður. Líklega verð ég að halda mig við ljóðin.
Svava frá Strandbergi , 8.2.2007 kl. 14:16
Gangi þér vel, spennandi ... vinnuaðferðir eru mismunandi og margar! Ég er yfirleitt með rissbók á mér, ef ekki þá notast ég við hvað sem er! Ég fór til miðils um daginn sem sagði við mig "næst þegar þér líður ílla, MÁLAÐU" Nú er ég einmitt að reyna ....... skrítið!
Knús til þín og ég sendi þér "mucha inspiración" Nú ertu komin með 2 kaupendur, tala nú ekki um alla hina!
www.zordis.com, 8.2.2007 kl. 14:17
Sko mig. Ef þetta er ekki markaðssetning sem segir sex þá veit ég ekki hvað. Er farin að selja óskrifaða bók. Ég er steinhætt við að verða rithöfundur. Ég ætla að verða markaðsfræðingur því ég hef greinilega mikla hæfileika á því sviði finnst ykkur ekki? Ég er reyndar búin að skrfa eina barnabók og það er verið að klára að myndskreyta hana. Ganga ekki allir með allavega eina bók í maganum? Mér telst svo til að ég sé með svona 7 í kollinum eins og er og þarf heldur betur að fara að herða mig ef ég ætla að ná þessu áður en ég verð elliær. Fór einu sinni til lófalesara i Santa Fe í New Mexico sem sagði mér að ef ég skrifaði ekki þá myndi ég deyja. Ekki það að ég haldi að ég detti niður steindauð einn daginn´...heldur að eitthvað mikilvægt innra með mér myndi veslast upp og deyja drottni sínum. Og ég elska að skrifa. Einhverstaðar verða allar þessar hugmydnir að vera þvi það er ekki lengur pláss fyrir þær í hausnum á mér.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 8.2.2007 kl. 15:33
Æðislegt!!!
Einu sinni var ég í baði og datt heil bók eða saga í kollinn á mér.Rann bara fyrir augum mér eins og kvikmynd. Eina sem ég þarf að gera er að skrifa hana. Richard Back segir einmitt að þannig hafi Jónatan Livingston mávur komið til hans. Bara tilbúinn og hann þurfti bara að skrifa söguna. Er þetta ekki magnað? Baðsagan mín hefur vinnuheitið "Dúfnaskítur á reglugerðunum" og á svo síðar að verða falleg kvikmynd tekin í litlu þorpi rétt utan við Prag. Í svart hvítu og einstaka litramma.
Og svo mun ég skrifa sögu um góðu bloggvini mína.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 8.2.2007 kl. 16:18
Já mér datt í hug að það væri sniðugt fyrir mig að setja á mig gífurlega pressu svo ég láti nú verða af hlutnum. Annrs ætla ég ekkert að skrifa á morgun. Þarf að fara í bæinn og eyða öllum þessum peningum sem ég fæ fyrir bækurnar mínar í framtíðinni. Eins gott að amma sjái þetta ekki. Hún segir að ég sé Himnabulla.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 8.2.2007 kl. 18:02
Þú verður að fara að taka þér bloggpásu!! Ég get barasta ekki með neinu móti meðtekið allar þessar færslur þínar!!!
Ég var einu sinni svo heppin að sitja fund með 3 kínverjum. Minn tilgangur var að sannfæra þá um að ferðam.ráð þeirra sýslu í Kína væri betur sett ef það kynnti ferðir til Íslands sem vænlegan kost. Þetta var 19..hundruð og súrkál, löngu áður en kínverjar byrjuðu að flykkjast til landsins. Ég, sem þekki landið mitt og kosti þess betur en margir, byrjaði að sjálfsögðu á því að útlista hvað "við" erum frábær. Gullfoss fallegur, Þórsmörk ævintýraleg og ble ble ble.......
Einn þeirra horfði stíft í augun á mér og ég hugsaði "oh shit, á nú að daðra". En um það bil sem augun á mér voru að stútfyllast af tárum eftir starið sagði hann á bjagaðri ensku "hættu að tala til þess að ég heyri í þér og talaðu svo ég sjái þig". Mig langaði að stökkva á hann og knúsa hann í klessu. Mér leið eins og hann hefði gefið mér lykilinn að leyndardómi lífsins..... og stökk á hann og knúsaði hann í klessu. Enn þann dag í dag er þessi speki leiðarvísirinn minn í lífinu.
Bíddu bara róleg eftir því að kerlíngin tali til þín á þann hátt að þú sjáir hana frekar en að þú heyrir í henni. Við heyrum svo mörg orð í belg og biðu.. og þau eru eitthvað svo tómleg. En þegar við horfum þá sjáum við kjarna sem er engu líkur.
Og hana nú! Ég er víst "hörkutól"
Heiða B. Heiðars, 9.2.2007 kl. 01:13
Og er ég ekki bara líka komin með kínverskan ráðgjafa sem talar í gegnum þig til mín hreina speki. Alveg er þetta magnað allt saman. Takk takk. Þú ert aðal.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 9.2.2007 kl. 01:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.