8.2.2007 | 18:26
Þessi heimur er handa þér...tralalala!
Þetta er ein síða úr skruddunni minni sem ég hef með mér hvert sem ég fer. Stundum þegar ég sit á kaffihúsinu mínu leik ég mér að skrifa og skapa allt sem ég vil hafa í lífinu . Ég trúi því nefninlega einlæglega að maður dragi allt að sér með huganum og hjartanu. Og ef maður er glaður og góður kemur gleði og gott inn í líf manns. Ef maður er óttafullur og fullur af vantrausti og tilfinningu um að allt sé ómögulegt þá...verður það líklega svoleiðis. Ég veit, frekar fúlt en það góða er að ef maður æfir sig og er svolítið vakandi um hvað fram fer innra með manni er maður enga stund að ná þessu. Og svo er þetta líka bara svo skemmtilegt og spennandi.
Ég man eftir mikilvægu augnabliki í lífi mínu fyrir langa löngu. Líf mitt var eins og endalaus martröð og mér fannst þessi heimur sko ekki handa mér. Var stöðugt með puttann á lofti að benda á alla sökudólgana í lífi mínu. Og þeir voru ófáir. Svo emjaði ég og kvartaði og kveinaði í öllum sem heyra vildu og naut þess að engjast eins og ormur á öngli. Og allt varð flóknara, erfiðara og vonlausara með hverjum deginum, vikunni, mánuðinum og árunum sem liðu. Já ég hélt þessa geðveiku hegðun út í mörg ár. Einn morguninn gerðist svo undrið. Var bara eins og fjarlæg minning á sveimi einhverstaðar innra með mér og vakti gruninn. Gruninn um að kannski hefði allt sem var að gerast í lífi mínu bara eitthvað með sjálfa mig að gera. Hvernig ég hugsaði og talaði og hvernig mér leið. Að allt þetta neikvæða útssýni úr höfðinu á mér væri heimatilbúið. Og að ég hefði leyfi til að skríða af önglinum hætta vera ormur og fara að haga mér og lifa eins og upprétt manneskja með sköpunarkraft og trú og traust á því góða í lífinu. Og trú á sjálfri mér. Og sko. Hér er ég. Miklu betri og allt breytt. Héðan er útsýnið bara dásamlegt
Verð alltaf þakklát fyrir gruninn sem komst að hjá mér þarna fyrir öllum þessum árum. Held að góður engill hafi plantað honum í hugann á mér.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- September 2013
- Júní 2010
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Myndaalbúm
Bloggvinir
- gurrihar
- ibbasig
- zordis
- ipanama
- hugarfluga
- poppoli
- skessa
- vilborg-e
- gudnyanna
- vikingurkr
- sarcasticbastard
- landsveit
- asthildurcesil
- jenfo
- svalaj
- halkatla
- matthildurh
- jahernamig
- katlaa
- svavs
- kiddirokk
- ludvik
- heiddal
- jonaa
- arh
- palmig
- leifurl
- mediumlight
- bjarkitryggva
- 810
- haukurn
- amason
- heringi
- emmgje
- hk
- zoa
- steingerdur
- hronnsig
- holi
- steina
- alla
- malacai
- almaogfreyja
- kruttina
- arikuld
- arnaringvarsson
- agbjarn
- asgerdurjona
- gammon
- baldvinj
- barafridriksdottir
- bardurorn
- kaffi
- storyteller
- birgitta
- bjarnihardar
- lubbiklettaskald
- salkaforlag
- gattin
- skordalsbrynja
- tilfinningar
- brandarar
- diesel
- draumur
- einarborgari
- einari
- gustichef
- elinarnar
- zoti
- happy-dog
- evabenz
- utlit
- finni
- stjornarskrain
- lucas
- gudmundurhelgi
- gudnym
- glostrup
- zeriaph
- gullvagninn
- silfri
- gylfigisla
- handtoskuserian
- iador
- heidistrand
- latur
- hlf
- helgatho
- hehau
- drum
- himmalingur
- hinrikthor
- ringarinn
- ingahel
- ingasteinajoh
- jara
- astromix
- kreppan
- jensgud
- josira
- jogamagg
- jax
- islandsfengur
- jonsnae
- nonniblogg
- jonthorolafsson
- juliusvalsson
- kjartanis
- leifur
- kreppualki
- kreppukallinn
- kerla
- lauola
- larahanna
- liljabolla
- astroblog
- markusth
- manisvans
- methusalem
- misskilningur
- neo
- oktober
- olijon
- olofannajohanns
- svarthamar
- skari60
- ljosmyndarinn
- perlaoghvolparnir
- ragnar73
- ragjo
- salka
- pensillinn
- sjos
- meyjan
- amman
- sigrunsigur
- siggi-hrellir
- sigurgeirorri
- sylviam
- slembra
- athena
- must
- sunnadora
- svatli
- saethorhelgi
- tinnaeik
- nordurljos1
- kreppuvaktin
- valgerdurhalldorsdottir
- vertu
- eggmann
- what
- vigga
- perlan
- zeitgeistonair
- tsakalis
- steinibriem
- thorsteinnhelgi
- tothetop
- icekeiko
- thorsaari
Athugasemdir
Var að skrifa eitt stykki englasögu um þig á blogginu mínu ... eða hún flaug með öllu hinu ... tengist bílastæðaenglum
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 8.2.2007 kl. 19:18
Já ég veit, var að koma þaðan
Ég var líka að skrifa drekaflugusögu um þig á BLOGGINU ÞÍNU
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 8.2.2007 kl. 19:36
Vá ég skrifaði langa og fróma athugasemd hér, svo gufaði hún upp! Hvernig gat það gerst? Jæja ef ég rifja hana upp var hún eitthvað á þá leið að bloggfærslan hér fyrir ofan hafi næstum verið um mína eigin upplifun og að það væri ekki spurning að hugarfarið skipti gríðarlegu máli. Svo vitnaði ég í spakmæli (eða makspæli) sem ég las einhverntíma: "Þú getur ekki alltaf ráðið því sem gerist í kringum þig en það ert þú sem ræður því hvað gerist innra með þér."
Drekaflugusagan á blogginu hjá Gurrí fannst mér skemmtileg og myndræn.
Guðrún Eggertsdóttir, 8.2.2007 kl. 20:24
Ef við viljum vera dramatískar þá gætu svona sögur heitið.."Vaknað til vitundar" Mjög virðulegt og er eiginlega það sem gerðist hjá mér.
Takk fyrir að vera bloggvinkona
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 8.2.2007 kl. 20:31
Mikið rétt, maður ræður ekki alltaf aðstæðum en ræður þó hvernig maður velur að bregðast við aðstæðunum :)
Lífið er dásamlega skemmtilegt ef hugarfarið er jákvætt :)
Ég var að skoða myndirnar þínar, var búin að sjá trén áður og var að koma aftur til að skoða þau, mér finnst þú gera einstaklega fallegar og dreymandi myndir.
Til hamingju svo með ömmubarnið og nafngiftina!
Bestu kveðjur frá Spáni :)
Elín Björk, 8.2.2007 kl. 20:34
Fallega mælt og fékk mig til að hugsa. (Ekki það að það gerist ekki nokkuð reglulega, en þú skilur hvað ég meina)
Hugarfluga, 8.2.2007 kl. 22:52
Frábært! Það að komast upp á rétta hugarfarið getir tekið tíma. Þegar maður er kominn þangað þá vill maður ekki sleppa! Lífssýn hefur allt með vellíðan og árangur að gera! Göldrum gleði og hamingju.
www.zordis.com, 8.2.2007 kl. 23:24
Já reyndar tekur alltaf tíma að temja sér nýtt. Það tekur samt engan tíma að taka ákvörðunina um að byrja að temja sér hollari hugsanir og heitara hjarta. Alveg eins og þú Zordís. Galdraðir inn í líf þitt yndislega Fjallið. Talandi um að ef Múhameð kemst ekki til fjallsins kemur það bara til hans...
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 8.2.2007 kl. 23:32
Vá! Ef ég hefði ekki lesið á einhverjum óræðum stað að það væru óræðislegur urmull af fólki sem bloggaði hér og læsi bloggin hér..... þá ætti ég svona "vakna til meðvitunar sögu" til að setja hér....
Hún segir bara of mikið um mig og minn sprungum setta persónuleika til þess að koma fyrir hunds-og kattarsjónir
Heiða B. Heiðars, 9.2.2007 kl. 01:27
"Vaknað til vitundar" það líst mér vel á. Er það ekki gott nafn á eina af bókunum 7 sem eru í undirbúningi hjá þér?
Takk sömuleiðis fyrir að vera bloggvinkona.
Guðrún Eggertsdóttir, 9.2.2007 kl. 08:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.