10.2.2007 | 10:02
Detti mér allar dauðar lýs úr höfði. Ég er að verða pólitísk.
Kæra Frú almætti.
Mig vantar smá skýringar á þessari snarbreyttu stefnu sem ég virðist vera að taka í lífinu. Ég er farin að röfla og rífast yfir þjóðfélagsmálum og samfélagsmálum eins og mér sé borgað fyrir. Nei. Ég er ekki á mála hjá neinum stórfiskum. Trúðu mér. Og örugglega ekki hjá arkitektum heldur sem tóku allt um borð í gamla vinsæla laginu í óskalögum sjúklinga hér í den..Litlir kassar og dinga linga ling. Allir búa þeir í litlum kössum..og veistu þeir eru flestir gráir og steynsteyptir og næra ekki augað. Ég man þá tíð þegar ég hét sjálfri mér að hætta að skipta mér af og einbeita mér bara að mér og mínu. Hætta að eyða orkunni í að röfla og vera reið yfir heimskunni og óréttlætinu. Ég hef nú bara staðið mig vel..finnst þér ekki? Ég meina..í röflbindindinu mínu? Þetta bara gerðist þegar ég kom hingað. Á Moggabloggið. Það eru ALLIR að tala um pólitík.
Og ég klíp mig í kinnina daglega og segi..Nei frú Katrín Snæhólm. Ekki þín deild og ekki blanda þér í þetta. Ég nefninlega þekki sjálfa mig. Gæti verið komin á framboð áður en ég vissi af og lagt fram stefnuskrár hægri vinstri og ég sem kann ekki einu sinni óskiljanlega stjórnmálatungumálið sem ruglar venjulegt fólk í ríminu. Yrði auðvitað að stofna minn eignn heimasmíðaða flokk. Nei eitthvað annað. Ég er nefninlega ekki með trú á flokkaskipulaginu og hallast helst að einhverju nýstárlegu. Verð að muna eftir að ná mér í bókina og fara að lesa mér betur til um Lýðræði án stjórnmálaflokka. Sú hugmynd hringir einhverjum bjöllum innra með mér. Mjög spennandi.
En kæra frú almætti. Óskin er sem sagt sú að þú hjálpir mér að muna að ég vil ekki vera pólitísk og röfla. Það væri alveg frábært ef þú gætir sýnt okkur hvernig maður gerir í stað þess að tala og tala og tala eða blogga og blogga og blogga. Það tala allir og tala en mér sýnist lítið breytast. Gætir þú kennt okkur að láta verkin tala? Við þurfum svo á því að halda að geta hrint góðum hlutum í framkvæmd hérna niðurfrá hratt og vel. Þú myndir ekki trúa hvað það tekur mikinn tíma að koma einföldustu breytingum í gegn. Jafnvel þó þær séu ofsalega mikilvægar og næstum allir séu sammála um að gera þær.
Takk mín kæra. Alltaf gott að eiga með þér morgunspjall. Sérstaklega á laugardögum.
Knúsaðu stjörnurnar frá mér og ég bið að heilsa öllum hjálpendunum þarna uppi. Hlýtur að vera bilað að gera hjá þeim miðað við ástandið og ruglið í okkur jarðarbúum.
Er með eitt lag á heilanum..."People say I am lazy..dreaming my life away". Gott að ég er ekki sú eina sem líður stundum svona. John var svona líka.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- September 2013
- Júní 2010
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Myndaalbúm
Bloggvinir
- gurrihar
- ibbasig
- zordis
- ipanama
- hugarfluga
- poppoli
- skessa
- vilborg-e
- gudnyanna
- vikingurkr
- sarcasticbastard
- landsveit
- asthildurcesil
- jenfo
- svalaj
- halkatla
- matthildurh
- jahernamig
- katlaa
- svavs
- kiddirokk
- ludvik
- heiddal
- jonaa
- arh
- palmig
- leifurl
- mediumlight
- bjarkitryggva
- 810
- haukurn
- amason
- heringi
- emmgje
- hk
- zoa
- steingerdur
- hronnsig
- holi
- steina
- alla
- malacai
- almaogfreyja
- kruttina
- arikuld
- arnaringvarsson
- agbjarn
- asgerdurjona
- gammon
- baldvinj
- barafridriksdottir
- bardurorn
- kaffi
- storyteller
- birgitta
- bjarnihardar
- lubbiklettaskald
- salkaforlag
- gattin
- skordalsbrynja
- tilfinningar
- brandarar
- diesel
- draumur
- einarborgari
- einari
- gustichef
- elinarnar
- zoti
- happy-dog
- evabenz
- utlit
- finni
- stjornarskrain
- lucas
- gudmundurhelgi
- gudnym
- glostrup
- zeriaph
- gullvagninn
- silfri
- gylfigisla
- handtoskuserian
- iador
- heidistrand
- latur
- hlf
- helgatho
- hehau
- drum
- himmalingur
- hinrikthor
- ringarinn
- ingahel
- ingasteinajoh
- jara
- astromix
- kreppan
- jensgud
- josira
- jogamagg
- jax
- islandsfengur
- jonsnae
- nonniblogg
- jonthorolafsson
- juliusvalsson
- kjartanis
- leifur
- kreppualki
- kreppukallinn
- kerla
- lauola
- larahanna
- liljabolla
- astroblog
- markusth
- manisvans
- methusalem
- misskilningur
- neo
- oktober
- olijon
- olofannajohanns
- svarthamar
- skari60
- ljosmyndarinn
- perlaoghvolparnir
- ragnar73
- ragjo
- salka
- pensillinn
- sjos
- meyjan
- amman
- sigrunsigur
- siggi-hrellir
- sigurgeirorri
- sylviam
- slembra
- athena
- must
- sunnadora
- svatli
- saethorhelgi
- tinnaeik
- nordurljos1
- kreppuvaktin
- valgerdurhalldorsdottir
- vertu
- eggmann
- what
- vigga
- perlan
- zeitgeistonair
- tsakalis
- steinibriem
- thorsteinnhelgi
- tothetop
- icekeiko
- thorsaari
Athugasemdir
Er það ekki samnefnari að orðin eru eins og vindurinn þangað til þeirra er gripið í verki!
Ég er með I feel like dancing með Scissor Sister á heilanum
"Sharing is Caring"
www.zordis.com, 10.2.2007 kl. 10:24
Ég er að hlusta á Massive Attack.. ekki séns að það sé hægt að hugsa um neitt leiðinlegt á meðan. Kemst í annarlegt ástand þegar ég hlusta á þennan disk... án lyfja og ávanabindandi efna
En ég er með smá hugmynd... Hvernig væri að taka sig nokkur saman og skrifa skrítna sögu? Einhver einn byrjar og skrifar.. og svo koll af kolli. Þýðir náttúrulega ekkert að byrja á svona fínum laugardegi... en byrja að hóa saman smátt og smátt kannski. Hvað finnst þér/ykkur???
Heiða B. Heiðars, 10.2.2007 kl. 10:46
Frú Katrín verður búin að markaðssetja og selja fyrsta upplag fyrir setningu bókarinnar.
www.zordis.com, 10.2.2007 kl. 10:51
Örugglega :) Og þá orðin mesti kapítalisti hérna megin Alpafjalla og komin á þing fyrir hönd Bloggaraflokksins
Heiða B. Heiðars, 10.2.2007 kl. 11:00
En hvað þetta er góð hugmynd. Núna hoppa allir litlu rithöfundarnir í möllunum á okkur og hrópa.."Við viljum bók, við viljum bók"!Talaði við útgefanda í rússlandi og Síberíu. Pantaði trilljón eintök og þeir eru spenntir í Ameríkunni. Tékki á leið í póstinum. Um hvað á svo sagan að vera?
Ætlum við að skrifa hana opinberlega og leyfa öllum að fylgjast með og þá hvar og hvernig?
Á blogginu'
Stofna sérblogg kannski?. Svona sögublogg. Og hvernig getum við raðað því upp hverjir skirfa og hvenær. Bara svona til að það séu kannski ekki 4 að skrifa næsta hlutann á sama tím.
Rosalega er þetta góður laugardagur. OG já. Góðan daginn.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 10.2.2007 kl. 11:10
Nei ekki sérblogg.. er það nokkuð? Passa bara að hausinn sé alltaf eins og bæta t.d 1,2 osfrv. Verða x margir sem skrifa og "deadline" og allt.
Hef ekki hugmynd um hvað.. Væri ekki bara best að sá sem byrjar skrifar bara frá eigin hjarta og svo koll af kolli... Held nefnilega að það borgi sig að hafa lágmark/hámark og að passa að hámarkið sé ekki það mikið að það dugi til að leggja línurnar... of stíft :)
Engin hætta á að það séu margir að skrifa á sama tíma. Ef þú myndir byrja skrifar þú nafnið sem haus og 1.... og hefðir x langan tíma til að skila. Ef ég væri næst.. skrifa ég sama haus og 2 og sú/sá sem veit að hann er nr 3 veit hvenær deadlinið mitt er og tekur þá við.. Eða hvað?
Heiða B. Heiðars, 10.2.2007 kl. 11:29
hux....
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 10.2.2007 kl. 13:19
Auðvitað á maður að vera rammpólitískur. Mitt vandamál er samt frekar vandræðalegt: Ég er á móti öllum
Ingi Geir Hreinsson, 10.2.2007 kl. 16:21
Velkominn í uppreisnargengið.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 10.2.2007 kl. 16:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.