Leita í fréttum mbl.is

Bölvun tvíburakonu

 tvíburakonan

Ég get ekkert verið ég því ég hef ekki hugmynd um hvor ég er. Meikar þetta ekki sens? Þetta er örugglega bölvunin að vera tvíburi. Miklu betra að vera t.d vatnsberi. Þá veit maður þegar maður vaknar á morgnana að maður þarf að bera vatn. Einfalt. Eða hrútur. Vaknar og stangar einhvern og jarmar svo.

En tvíburi. Guð minn góður. Sætta tvær hliðar sem eru svo ólíkar og úr takt hvor við aðra að þær eru eins og Japan og jónsmessa. Skarpheiður og Katrín.

Núna t.d er ég bara að chilla. Kallinn og krakkarnir fóru að sækja kjúlla og bráðfyndna mynd og ég brokka um á blogginu á náttsloppnum með gamlan maskara. Og fíla þetta í tætlur. "Þú getur ekkert sagt "fílað í tætlur " Þú ert enginn táningur. Maður segir.... "Mér líkar þetta virkilega vel". Svo ættir þú að koma þér á lappir og þrífa þig í framan og gera kannski Laugardagshreingerningu eins og allt venjulegt fólk með ábyrgðartilfinningu gerir á laugardögum. Drusla ertu . Hún hnussar  gegnum nefið og augnaráðið drepur ekki bara listakonuna í mér og "my free spirit" heldur líka gerir það útaf við heilu hersveitirnar hvar sem er í heiminum. Svo hneyksluð er hún á mér. Djöfull er hún leiðinleg. Og alvarleg. Þetta er hún "hin ég". Það er hún sem er að rembast að skrifa hér á bloggið okkar einhverja háfleyga mannbætandi pistla og stjórnmál.  Ég er bara slök og leik mér og hef gaman af lífinu. Og er ekkert að taka mér eða öðrum neitt of alvarlega. Það er víst alveg meinhollt að vera slakur..ha? Og til að fyrirbyggja allan misskilning þá er það hún sem vill heita Skarpheiður. Passar sko alveg við hana. Ég myndi velja nafn eins og Belladonna Angel. Við erum svo ólíkar og svo verðum við að búa í sama líkamanum. Getiði ímyndað ykkur hvernig mér gengur að klæða mig á morgnana? Verður oft ansi skrautleg samsetningin þegar tvíburarnir fá vilja sínum framgengt.

Ég verð að fara núna. Hin vill komast í tölvuna. Get nú ekki annað en brosað. Hún er að bilast úr áhyggjum yfir því sem  ég er að skrifa. Telur þetta merki um geðklofa eða eitthvað. Fliss!!! Hún hefur svo miklar áhyggjur af sjálfsmyndinni og segir alltaf...."hvað heldurðu að fólk segði ef það vissi að þú...ble ble ble"?  Veit hún sendir örugglega Guðný geðlækni fyrirspurn um hvort það sé eitthvað hægt að bjarga mér. Sú verður hissa þegar hún fattar að geðverndarinn er einn af bloggvinum mínum.   Já segiði svo að það sé ekki erfitt að vera tvíburakona. Og það ofan á að vera  kona.

Pizzzt....Ég er þessi rauða á myndinni fyrir ofan. Í guðanna bænum ekki segja Skarpheiði að ég hafi sett mynd af okkur á brjóstunum á netið. Hún deyr. Bæ.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sjálfsvirðing mín er mikil ... en ég skal hundur heita ef ég ætla að fara að þrífa á laugardegi ... :-)

Annars tek ég undir viðbrögð þín hjá mér varðandi það að X-Factor skuli ekki vera sýnt á netinu. Á meðan er RÚV með Eurovision alveg á hreinu.

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 10.2.2007 kl. 18:26

2 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Ég ELSKA X Factor hérna í bretlandi og má aldrei missa af þætti. Leona sem vann núna er bara mögnuð!!!!!!Þegar hún söng Somewhere over the rainbow þá fékk ég gæsahúð, tár og kökk. En ég verð oftast að stelast til að horfa á svona lágmenningarþætti. Skarpheiði líkar þeir ekki.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 10.2.2007 kl. 18:49

3 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Þú ert nú meiri snilldin, stelpa! Vonandi bætið þið Skarpheiður hvor aðra upp, er það ekki oft sagt um hjón sem eru ólík? Annað rólegt, ábyrgt ... og hitt eins og fjörugt fiðrildi. 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 10.2.2007 kl. 20:31

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Kæra Katrín. Ég er vatnsberi og karlamður í ofanálag en er langt frá því eins rásfastur og þú vilt vera láta með það hlutskipti. Eiginlega þvert á móti. Ég á tvö systkyni, sem bæði eru tvíburar og þau eru bæaði með höfuðin neðan skýjanna, praktísk, öguð í traustum og góðum stöðum og vel gift. Nokkuð sem þau hafa alveg hirt úr genapollinum, svo ekkert var eftir fyrir mig, rótlausann sveimhugann, sem aldrei sér hinn ískalda veruleika fyrir skýjahulu draumóranna.

Ég held þú sért bara ágætlega sett með kjúllana, kallinn og krakkana. að vera í svoleiðis föruneyti auk þess að vera hugarflugfreyja er fullkomið jafnvægi, þótt stundum virki það eins og línudans án öryggisnets. 

Jón Steinar Ragnarsson, 10.2.2007 kl. 21:42

5 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Þú ert skondi snillandis (nýyrði fengið að láni frá vini mínum) frábær á kommentakerfi Zigmarrss (eða hvað hann nú heitir)....takk, Katrín, þú rúlar..!

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 10.2.2007 kl. 22:14

6 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Ég er tvíburi með rísandi steingeit. Það segja mér stjörnuspekingar miklir að sé blanda sem sé mjög sjaldgæf. Og láta það flakka með í framhjáhlaupi að það geti verið erfið sambúð..hehe. Guðný mín..Gott að þú fékkst skilaboðin frá Skarpheiði og ert komin til að greina mig.Ég er alveg skítslök yfir því með svona fínan vatnsbera og ljónynju mér við hlið, er mér óhætt.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 10.2.2007 kl. 22:28

7 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Ég get sagt þér að þér er óhætt. Vona að þú misvirðir ekki við mig að ég var svo hrifin af færslu þinni með uppáhaldssetningu minni í íslendu máli, að ég kóperaði hana og birti hjá mér. Ég hágræt af fögnuði og fegurð yfir þessari setningu - og reyndar öllu sem á eftir fylgir í viðkomandi bók. Takk, Katrín.

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 10.2.2007 kl. 23:00

8 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Guðný Svava Strandberg heitir bloggvinkona mín sem á heiðurinn af þessari fegurð sem snerti svona við Guðnýju Önnu.. Þið getið linkað á hana hérna til hliðar ipanama

Þða hefur bara orðið smá misskilningur á öllu þessi flakki okkar um netið.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 10.2.2007 kl. 23:38

9 Smámynd: www.zordis.com

Uppáhaldsmyndin mín!  Þessi mynd er meiriháttar af þér og Skarpheiði!   

Skörp og litrík! 

www.zordis.com, 11.2.2007 kl. 08:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Snæhólm Baldursdóttir
Katrín Snæhólm Baldursdóttir

 Maddama kerling fröken frú Katrín Snæhólm. Hef áhuga á öllu milli himins og jarðar og telst þá hvoru tveggja með. Himinn og jörð.

 

kbaldursdottir@gmail.com

 

 

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...xoqlinc
  • ...x-o-
  • ...katrin_mynd
  • ...peru_3
  • ...peru_2
  • ...peru_786202
  • ...peru
  • ...usturv_llur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband