Leita í fréttum mbl.is

Ég vil ganga minn veg.. þú vilt ganga þinn veg..Oh je baby!

57042184brokkoli

Ég er alltaf að reyna að rata hinn gullna meðalveg. Las það einhversstaðar að það væri gott fyrir mann að ganga þann veg. Einar vinur minn söng hér um árið..Ég vil ganga minn veg, þú vilt ganga þinn veg..einhverntímann mætumst við á miðri leið...oh je baby! En minn vegur á ekki að vera úr gulli heldur grænmeti. Það er einhverveginn lífrænna og ef allt verður að gulli sem maður snertir þá er þetta líf búið. Farið. Má ég þá frekar biðja um brakandi ferskt brokkoli og gulrætur.Komið af jörðunni og mildi moldarinnar, vaxið í kærleika sólarinnar og vökvað af vinveittu regni. Og um þetta verðum við að hugsa áður en við förum að ganga endalausa álvegi og glepjast að því að gullið sé hið eina sem geti bjargað okkur. Muniði ekki söguna um kónginn sem fékk eina ósk og vildi að allt breyttist í gull og var ekkert  glaður þegar einkadóttirin varð að gullstyttu og hann grét gulltárum yfir heimsku sinni. Svona getur maður lært af dæmisögum.

Læt hér fylgja uppskrift af gæðagrænmetissúpu sem er hér alltaf á borðum þegar kalt er og dimmt. Hún lýsir upp hugann og hlýjar hjartanu og svo er hún bara svo obboslega gómsæt og holl.

Kartöflur, gulrætur, brokkoli, paprikkur, laukar..bæði hvítlaukur og rauðlaukur.þetta er allt saxað niður og sett í pott.Fullt af vatni og krafti, chilli og krydd sem manni líkar. Gaman að prófa sig áfram með bragðið. Mér finnst æðislegt að nota green lentils, niðursoðna tómata með garlic og herbs út í til að fá rauða litinn og gefa henni flott texture. Það skiptir nefninlega máli hvernig matur lítur út. Svo má auðvitað bara nota allt sem til er í í ísskápnum..afganga af nautakjötsbita..smá kjukling eða bara hvað sem manni dettur í hug. Það á flest allt heima í grænmetissúpu Katrínar. Með súpunni borðum við nýbökuð smábrauð og salat og eigum notalegar samræður saman fjölskyldan. Mikilvægt að hafa kertaljós á borðinu og brosa fallega. Maður er algerlega endurnærður á sál og  líkama eftir svona dýrðarmáltíð.súpan

Verði ykkur að góðu lesendur bloggsins Maddama kerling fröken frú og megið þið eiga góðan sunnudag. Ég þarf að skreppa og heimsækja dýrðina litlu Alice Þórhildi til London og foreldra hennar og get því ekki bloggað neitt meira fyrr en í kvöld. Smjúts,Heart

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: www.zordis.com

Súpur eins og tengdamamma gerir! Ég elska tengdó ekki bara vegna eldabuskuhæfileikanna.  Girnileg!  Væri til í léttsoðið brokkoli með balsamediki, virgin olifu olíu og salti.  jummý!

www.zordis.com, 11.2.2007 kl. 11:30

2 Smámynd: Hugarfluga

Nammi namm!! Munnvatnskirtlarnir fengu góða örvun þarna! Ég hef iðulega reynt að ganga minn veg, en lendi mjög gjarnan í leðju upp að hnjám. Spurning hvort ég eigi að láta af þessu sjálfstæði og elta fjöldann. Ætli vegurinn sé ekki traðkaðri og öruggari? En kannski ekki eins spennandi.

Hugarfluga, 11.2.2007 kl. 13:00

3 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Já Mídas konungur fékk sína lexíu. Eins gott að við lærum af henni líka og látum ekki glepjast af gulli og áli eins og þú segir.
Takk fyrir þessa frábæru uppskrift, en hvað er green lentils?

Svava frá Strandbergi , 11.2.2007 kl. 18:46

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég er nú dýrbítur en ekki grasbítur, þótt mér þyki grænmeti afar gott. Ég virðist bara ekki fá nóga orku út úr þessu. Kannski geri ég bara eitthvað rangt eða þá að við erum bara eitthvað misjafnlega saman sett hvað varðar fæðuval.

Einusinni þegar við vorum að gera kvikmyndina Svo á Jörðu sem á Himni, þá fékk Kristín Jó leikstjóri þá prýðishugmynd að láta okkur nærast á grasi einvörðungu. Hún var jú mjög andlega sinnuð og valdi til dæmis í störf eftir stjörnumerkjum.  Eftir viku var leikmyndadeildin orðin örmagna og úr varð uppreisn og vinnustöðvun.  Þá var tekið upp lýðræðislegra fæðuval og allit tóku gleði sína á ný.

Einar kallinn, þessi öðlingur, hefur alltaf gengið sinn veg...úr votlendi bakkusarmýra að Krossinum og nú í flugeldana.  Hans vegur liggur því til himna, þar sem enginn verður svangur yfirleitt. 

Jón Steinar Ragnarsson, 11.2.2007 kl. 18:51

5 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Ég held að green lentils séu einfaldlega grænar linsubaunir?

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 11.2.2007 kl. 18:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Snæhólm Baldursdóttir
Katrín Snæhólm Baldursdóttir

 Maddama kerling fröken frú Katrín Snæhólm. Hef áhuga á öllu milli himins og jarðar og telst þá hvoru tveggja með. Himinn og jörð.

 

kbaldursdottir@gmail.com

 

 

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...xoqlinc
  • ...x-o-
  • ...katrin_mynd
  • ...peru_3
  • ...peru_2
  • ...peru_786202
  • ...peru
  • ...usturv_llur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband