Leita í fréttum mbl.is

7 ferðatöskur, gullleigubíll og góður endir

ferðatöskur

Ég er svolítið sérvitur. Og fastheldin þrátt fyrir að ég kjósi að sjá mig sem mjög flæðandi og opinn persónuleika þá er ég samt líka hitt. Enda tvíburi og get bæði.

Þegar stelpurnar mínar stóru voru að leggja í langferð og fara að heiman í Háskóla í Manchester þufrtum við að finna fyrir þær íbúð til að leigja meðan þær væru þarna í námi. Eftir mörg símtöl og mikið vesen hafðist að fá íbúð sem okkur var sagt að væri alveg fín stúdentaíbúð og yrði hún tilbúin þegar við kæmum uppeftir með allt dótið þeirra daginn áður en skólarnir áttu að byrja. Ég margspurði leigusalann út í ástand íbúðarinnar og hvort staðsetningin væri góð því þetta var eina sem við gátum fengið enda orðnar seina og að renna út á tíma og ekki vildum við koma uppeftir og hafa svo ekki íbúðarhæft húsnæði. Við lögðum af stað mæðgurnar með 7 töskur og komum til að taka við íbúðinnni seinnipart dags í borg sem við þekktum ekkert til í. Ungur maður í jakkafötum með alltof sterkan rakspíra tók á móti okkur til að sýna okkur rottuholuna. Þetta var agalegt. Íbúð á jarðhæð í vondu hverfi. Þegar inn var komið sáum við að málningin var að flagna af veggjunum..stofan sem átti að vera var sófi í ógeðslegu eldhúsi og gluggatjöldin hálfhengu fyrir gluggunum ef þau lágu ekki á gólfinu. Teppin voru skítakleprur einar og lyktin eftir því og þetta áttu stelpurnar að borga næstum 80.000 krónur fyrir. Sem sagt ekkert var eins og um hafði verið talað. Ég strundaði út á götu og sagði unga vellyktandi manninum að það kæmi ekki til greina að við tækjum þessa íbúð. Hann hló og sagði að við hefðum ekkert val. Allar almennilegar íbúðir væru útleigðar þar sem skólarnir væru að byrja og við myndum ekki fá neitt annað. Klukkan var að verða fjögur og við í ókunnri borg áttavilltar og með fullt af farangri. Ég leit á manninn og sagði..."Við setjum ekki peningana okkar í skíthæla sem er sama um fólk og finnum örugglega eitthvað annað" Stelpurnar mínar bara störðu á mig. Mamma við verðum bara að mála eða eitthvað við getum ekkert farið sögðu þær. Við verðum að fá íbúð núna. Ég labbaði af stað til að finna leigubíl. Það voru engir. Fann pósthús og gat beðið um að láta hringja fyrir okkur á bíl. Eftir langa bið kom kall skröltandi á bíldruslu og var verulega pirraður þegar hann sá allar töslurnar sem við vorum með. Opnaði skottið en sagði að ég yrði að setja töskurnar þangað, hann myndi ekki gera það. Komum 4 þar og ætluðum svo að setja hinar í aftursætið. Þá sagði hann að ég yrði að borga 2 pund auka fyrir hverja tösku. Stóð þarna fúllyndur og frekur og heimtaði aukapeninga fyrir að vera latur og skítssama. Við vorum að renna út á tíma..ætluðum að reyna að fara í miðborgina og finna einhverjar skrifstofur sem hugsanlega hefðu eitthvað húsnæði fyrir okkur. Ég tók töskurnar úr aftursætinu og setti þær á gangstéttina og bað hann að opna skottið. Tók allar töskurnar okkar úr því og sagði honum að ég vildi ekki að hann keyrðii okkur. "Þú færð ekki annan leigubíl hér hreytti hann út úr sér...Þú kemst ekkert" Fínt" sagði ég..ég vil líka frekar labba með allar töskurnar en að borga þér fyrir svona leiðindaframkomu. Stelpur komiði. Greyin héldu að ég væri orðin gaga...en ég var alveg sannfærð um að það biði okkar eitthvað betra. Við verðum bara að treysta því að allt sé gott og það rætist úr öllu. Maður á heldur ekki að láta peningana sína sem eru ákveðið orkuform í hendurnar á þeim sem framkalla neikvæða orku í því sem þeir gera..nema maður vilji í raun meira af slíku. Og ég hafði engan áhuga á því. Við fáum bara annan bíl og bílstjóra sem getur vonandi hjálpað okkur og góða íbúð fyrir klukkan fimm sagði ég og labbaði af stað. Innra með með mér var ég kannski ekki alveg örugg um að þetta myndi fara svona,en allt í mér var í uppreisn að láta bjóða okkur svona ömurlegheit . Við vorum dauðþreyttar, svangar pirraðar og hálfvonlausar þegar við löbbuðum af stað í einhverja átt því við höfðum ekki hugmynd um hvað við vorum staddar eða hvert við vorum að fara. Til að gera langa sögu stutta og að því ævintýri sem hún svo varð var þetta það sem gerðist. Tveimur mínútum eftir að við lögðum af stað kom breskur leigubíll fyrir hornið. Hann var ekki svartur eins og þeir eru vanalega heldur gulllitaður. Bílstjórinn var vinalegur og hjálsamur karl sem keyrði okkur beinustu leið á húsamiðlun í miðborginni eftir að hann hafði settt allar töskurnar í bílinn fyrir okkur. Hann óskaði okkur alls hins besta brosandi og góður. Á leigumiðluninni voru þau svartsýn og sögðu allt húsnæði farið en létum mig fá lista sem ég gæti hringt eftir. Klukkan hálfsjö sátum við mæðgur alsælar í pínulítilli risíbúð rétt hjá báðum skólunum sem stelpurnar ætluðu að fara í. Nýuppgerð og fallega máluð, hrein og fín og töluvert ódýrari en rottuholan í vonda hverfinu. Með fallegum þakgluggum og mikilli birtu. Landlordarnir voru líka afskaplega almennilegir og hjálplegir og vildu allt fyrir okkur gera þegar þeir heyrðu af vandræðum okkar. Hentumst svo út að kaupa potta og pönnur og ýmislegt..stóðum úti á plani fyrir utan ikea hlaðnar pinklum og pökkum þegar eldri maður bauðst til að keyra okkur heim með allt dótið. Við vorum alsælar en örþeyttar þegar við lögðumst til hvíldar 3 í einu rúmi en komnar örugglega á áfangastað eftir langan og ævintýralegan dag. Ég gleymi þessu aldrei og hef reynt af fremsta megni að setja peningana mína og eiga eingöngu viðskipti við þá  sem ég veit að munu gera gott og vel í því sem þeir eru að gera og vinna í orku sem einkennist af góðum vilja, þjónustu og velvild. Hinir geta bara átt sig. Maður á heldur ekki að leyfa neinum að svína á sér. Það er bara móðgun við sjálfsvirðingu sína.Það er nefninlega heilmikið vald falið í því hvernig ákvarðanir maður tekur og hvað maður kýs að styðja. Svo er eitt auðvitað kýrskýrt. Þessi veröld er svo frábærlega hönnuð að hún sér manni fyrir því sem maður þarf þegar maður þarf. Bara spurning um traust og trú og það muni upp lokið verða bara ef maður bankar.

opin hurð

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Vá, þetta er frábær saga! Flott hjá þér að láta ekki bjóða þér þetta, bæði með íbúðina og leigubílinn! Englarnir þínir biðu greinilega hinum megin við hornið!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 11.2.2007 kl. 21:34

2 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Skil ekki alveg þetta með peninga og orku og ...eitthvað!

En ég skil eitt!! Maður lætur bara einfaldlega ekki taka sig í rass(díngdong) 

Heiða B. Heiðars, 11.2.2007 kl. 21:56

3 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

þetta er svona mitt persónulega efnahagskerfi og eigin hagstjórnunog hugmynd um að það bíði alltaf eitthvað gott fyrir rest ef maður bara leyfir sér að komast þangað og man eftir að biðja um það.

Annars á..má...fólk bara lesa það úr sögum sem það vill.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 11.2.2007 kl. 23:11

4 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Frábær saga! Þesar myndir sem þú hefur sett inn eru tær og einskær snilld. Takk fyrir þetta allt og góða nótt!

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 11.2.2007 kl. 23:38

5 identicon

frábær saga ... er að skilja nákvæmlega hvað þú meinar

Kleópatra Mjöll Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 11.2.2007 kl. 23:54

6 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Skemmtileg saga! Alltaf gaman að lesa bloggið þitt og ég skil algjörlega hvað þú meinar.

Svava frá Strandbergi , 12.2.2007 kl. 00:27

7 Smámynd: Guðrún Eggertsdóttir

Gott að vita............

Guðrún Eggertsdóttir, 12.2.2007 kl. 12:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Snæhólm Baldursdóttir
Katrín Snæhólm Baldursdóttir

 Maddama kerling fröken frú Katrín Snæhólm. Hef áhuga á öllu milli himins og jarðar og telst þá hvoru tveggja með. Himinn og jörð.

 

kbaldursdottir@gmail.com

 

 

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...xoqlinc
  • ...x-o-
  • ...katrin_mynd
  • ...peru_3
  • ...peru_2
  • ...peru_786202
  • ...peru
  • ...usturv_llur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband