Leita í fréttum mbl.is

Trúðatár og vinalegir vitringar

trúður2

Það er böl þegar maður fer að taka sjálfum sér of alvarlega og þessu lífi. Gleymir stóru myndinni og sér ekkert nema naflakrúttið á sjálfum sér. Ef maður leitar vel og leyfir sér að kíkja í kringum sig fer þó aldrei svo að það leynist ekki eitthvað skondið og skemmtilegt í skúmaskotum tilverunnar. Í morgun þegar ég vaknaði fannst mér dagurinn grár og dapur, rok og rigning og ég ekkert sérlega hress. Lægðirnar setjast einhversstaðar í mig. Svo hringdi síminn. Það var einn af vitringunum vinum mínum. Það hefur einhvernveginn æxlast þannig að ég á nokkra vitringa fyrir vini. Gamlir karlar sem hafa grúskað mikið í gegnum tíðina og eru mjög sérstakir og merkilegir að mörgu leyti. Einhverra hluta vegna hafa leiðir okkar legið saman og með okkur tekist vinskapur sem felst í því að hittast yfir kaffisopa og spjalli um allt milli hiins og jarðar. Sumir þeirrra eru vísindamenn, aðrir kennarar eða listamenn og rithöfundar. Einn þeirra er gamall verkalýðsforingi en er núna heillaður af hugmyndum um manninn, orkuformin og Quantum Physics. Hringdi áðan til að kría út kaffispjall og deila með mér upplýsingum sem hann var að fá í hendur. Fjallar eitthvað um "Power of intention creates the DNA"eða lauslega þýtt..kraftur ætlunarinnar skapar DNA. Mjög spennandi og skemmtilegt. Ég er heppin að eiga svona flotta vini og ég hlakka til að drekka kaffi með þessum karli sem er mér svo kær því hann hefur kennt mér svo margt og hjálpað mér að sjá hlutina í nýju ljósi.. Og einhversstaðar innra með mér skælbrosi ég og veit að veröldin er tóm án vina sem tengjast í gegnum huga sinn og hjarta á einhverju óræðu sviði. Og það er gaman að vera til. Alveg hreint rosalega skemmtilegt.

trúður1


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Víkingur / Víxill

það verður að segjast að bloggið þitt er eins og fínasta sjálfshjálparbók. ekkert nema gott að byrja daginn á að sjá hvað þú hefur að segja manni. eigðu góðan og gleðiríkan dag!

Víkingur / Víxill, 12.2.2007 kl. 11:20

2 identicon

finnst svo æðislegt hvernig þú huxar ... þarf að vera duglegri að hafa trú á jákvæðum orkustöðvum

Kleópatra Mjöll Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 12.2.2007 kl. 11:23

3 Smámynd: Vilborg Eggertsdóttir

Já, við erum að endurvirkja okkar 12 þráða DNA. Eiginlega nokkurskonar aukning á ljósmagni og ljósið ber með sér upplýsingar, þ.e. gefur okkur tækifæri til að muna aftur hver við erum í raun og veru. Það er Multidimensional beings. Einnig breytingar á okkar blueprint, sem er forriti frumanna.

Í bókinni Seth Speaks er sál okkar lýst þannig:

" The Soul can be described as a multidimensional, infinite act, each minute probability being brought somewhere into actuality and existence; an infinite creative act that creates for itself infinite dimensions in which fulfillment is possible" -- Myndin - What the Bleep Do We Know - er líka alveg meiri háttar varðandi Quantum Physics

Vilborg Eggertsdóttir, 12.2.2007 kl. 13:48

4 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Það er frábært að eiga trausta vini og sálufélaga til að spjalla við um spennandi hluti yfir góðum kaffibolla.

Svava frá Strandbergi , 12.2.2007 kl. 22:28

5 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Þegar ég var að taka masterinn í Oxford hafði ég mjög merkilega konu fyrir tutor. Hún sagði alltaf..við erum ekki hér til að troða neinu í ykkur heldur til að ná því út sem býr innra með ykkur. Og við studeruðum þessar viddir þar sem hugmyndir verða til og hvað þarf til að þær nái til okkar...hvernig vitundin vinur og með hverju og hvenær. Að veröldin þarfnaðist þess að við horfðum lengra inn i allt en með rökunum..að við leyfðum hinu óendnalega að vera með. Þessu sem stormennin unnu með og vissu hvað var. Þetta var merkilegur timi og sérréttindi að fá að læra hjá svona merkilegri konu sem hefur með verkum sinum breytt svo mörgu. Allt öðruvisi en flest allir kennarar en ég hef hitt en sú allra sannasta.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 13.2.2007 kl. 00:16

6 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Vala Dröfn. Ég hringdi í gamla vin minn og spurði nánar um þetta og hann benti mér á bók til að lesa eftir þennan prófessor áður en við myndum hittast svo ég hefði einhverja meiri innsýn í þetta málefni. set hérna inn upplýsingar sem þú getur þá kíkt á. Hef töluvert farið á fyrirlestra hjá vísindamönnum og prófessorum um quantum physics og get ekki annað séð en að það sé margt sem er að verða okkur ljóst og skiljanlegt sem okkur hefði áður þótt óhugsandi og að heimurinn líti í raun allt öðruvísi út en við héldum.

Dr. Bruce Lipton
cellular biologist and acclaimed speaker




Bruce H. Lipton, scientist and lecturer, received his Ph.D. at the University of Virginia in Charlottesville (1971). He served as an Associate Professor of Anatomy at the University of Wisconsin's School of Medicine. Lipton's research on mechanisms controlling cell behavior employed cloned human muscle cells. In addition, he lectured in Cell Biology, Histology and Embryology. Bruce resigned his tenured position to pursue independent research integrating quantum physics with cell biology.


His breakthrough studies on the cell membrane, the "skin" of the cell, revealed that the behavior and health of the cell was controlled by the environment, findings that were in direct contrast with prevailing dogma that life is controlled by genes. Lipton returned to academia as a Research Fellow at Stanford University's School of Medicine to test his hypotheses (1987-1992). His ideas concerning environmental control were substantiated in two major scientific publications. The new research reveals the biochemical pathways connecting the mind and body and provides insight into the molecular basis of consciousness and the future of human evolution.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 13.2.2007 kl. 12:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Snæhólm Baldursdóttir
Katrín Snæhólm Baldursdóttir

 Maddama kerling fröken frú Katrín Snæhólm. Hef áhuga á öllu milli himins og jarðar og telst þá hvoru tveggja með. Himinn og jörð.

 

kbaldursdottir@gmail.com

 

 

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...xoqlinc
  • ...x-o-
  • ...katrin_mynd
  • ...peru_3
  • ...peru_2
  • ...peru_786202
  • ...peru
  • ...usturv_llur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband