Leita í fréttum mbl.is

Blekkingar og ímyndir

baðað í ljósi

Þegar maður verður örævæntingarfullur og vonlaus er það vegna þess að maður sér ekki ljósið í öðrum.

Nokkrar bækur sem mér finnast góðar.

"The amazing power of deliberate intendt" living the art of allowing eftir Esther and Jerry Hicks.

"The path of least resistance" Eftir Robert Fritz

"God without religion" Questioning centuries of accepted truth eftir Sankara Saranam

"The power of your subconscious mind" eftir Dr Joseph Murphy.

 Og einn gimsteinn er bókin "Ímyndir" eftir Richard Back. The adventure of a reluctant Messiah sem er eins og ævintýri en er fyrir mér á einhvern hátt raunveruleiki.

Bækur eru ljós og það eru líka ljóð.

Að frelsa heiminn er eins og að standa uppi á stól

í stóru veitingahúsi og kalla út í salinn.

Hér inni er stúlka í alltof þröngum kjól

Og öllum er ljóst að þessi maður er galinn.

Það er sama þótt þú sért góður maður og gegn

og gangir í hlé eins og drengur, saklaus og feiminn.

Þú ræðst samt alltaf á það, sem þér er um megn

og þess vegna tekst þér aldrei að frelsa heiminn.

Steinn Steinarr

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svava frá Strandbergi

þetta er alveg rétt hjá þér með að maður verði örvæntingarfullur ef maður sér ekki ljósið í öðrum.
Ég ætla að fá mér þessar bækur á bókasafninu sem þú nefndir. Ég er í dauðaleit að ljósinu í öðrum og sjálfri mér reyndar líka.

Svava frá Strandbergi , 13.2.2007 kl. 02:22

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Conversations with God eftir Neale Donald Walch eru líka góðar og svo bókin eftir Esther og Jerry Hicks, sem ég sýni á bloggsíðunni minni: Ask and it is Given. Það er fyrsta bókin þeirra og sú sem allar þessar bækur þeirra draga sig frá. Hún er líka ein höfuðkveikjan að heimildamyndinni: The Secret.

Jón Steinar Ragnarsson, 13.2.2007 kl. 03:20

3 Smámynd: Guðrún Eggertsdóttir

Steinn Steinnarr góður eins og endranær.

Guðrún Eggertsdóttir, 13.2.2007 kl. 08:26

4 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Ég ætla að bæta við þessari eftir Dr Wayne W. Dyer sem er mjög góð og auðlesin. The power of intention. Change the way you look at things and the things will change.

The latest ground breaking book by visionary author Wayne Syer. For years Dyer has been researching the power og intention, the energy that surrounds all of us.

Í bókinni ímyndir er sagan um Bláu fjöðrina en þar er einmitt verið að tala um þennan sköpunarkraft og hvernig maður notar hann. Ég gerði einu sinni merkilega tilraun þegar ég var að lesa þá bók í eitthvert skiptið. Þar kemur fram að maður eigi að sjá fyrir sér hvað maður vill, setja sjálfan sig í myndina með "hlutinn" og setja svo gullorku í kringum sig og finna, magna upp þar til hún fer að víbra af öllu afli og sleppa svo vitandi að það sem maður sá fyrir sér er á hraðri leið til manns. Fram að þesssu hafði ég altaf lesið þetta sem skemmtileg ævintýri en einhvernveginn akkúrat á þessu augnabliki sem ég var að lesa um bláu fjöðrina bara visssi ég að þetta væari raunveruleiki og raunverulega hægt. Lagði frá mér bókina og ákvað að sjá mig sjálfa fyrir mér með visa kort. He he já ekkert mjög háandleg sýn en akkúrat það sem mig bra´ðvantaði og hafði ekki haft erindi sem erfiði við að fá bankann minn til að láta mig hafa eitt. Ég þurfti það mjög nauðsynlega til að hrinda í framkvæmd byrjun á einum af draumum mínum. Allavega þá setti ég sjálfa mig í rammann af þessari gullorku haldandi á visakorti og fann hvernig tíðnin jókst stöðugt þar til hún víbraði mjög sterkt og þá sleppti ég myndinni. Á sama augnabliki, nei sama sekúndubrotinu hringdi síminn. Ég var ekkert ánægð með það þar sem ég var rétt að klára tilraunina og vildi ekkert sem truflaði mig. Ísímanum var kunningjakona sem ég hafði ekki heyrt í nokkuð lengi sem sagði..."Heyrðu Katrín mín..ég var hérna heima hjá mér að skúra og þá fékk ég allt í einu þessa flugu í kollinn að lána þér visakortið mitt svo þú getir notað það til að gera þetta sem þig langar að gera. Þu mátt bara nota það því ég þarf það ekki. og ég ákvað bara að hringja strax og athuga hvort það hentaði þér???

Þetta var fyrir svona  10 árum og síðan þá hef ég verið að kynna mér svona skemmtileg orkuævintýri og núna er auðvitað bara hátíð þegar allar þessar bækur eru að koma út um efnið. Held að við séum að komast á mjög merkilega tíma og byrja að skilja margt sem okkur var áður hulið. What the bleep do we know og The secret eru myndir sem kenna þetta á skemmtilegan hátt, og bloggvinir mínir Jón Steinar, Vilborg Gurrí, Guðný og fleiri hafa verið að mæla með. Líkir sækja líka heim. 

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 13.2.2007 kl. 08:38

5 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Jón Steinar vissir þú að það er verið að gera myndina eftir bókinni Conversations with God?

Hún ætti að koma út fljótlega.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 13.2.2007 kl. 08:43

6 Smámynd: Júlíus  Garðar Júlíusson

Myrkur

Það var myrkur
Myrkur í hjarta mínu , huga mínum og allt um kring
Myrkrið var líka úti og inni.
Myrkrið grúfði yfir og undir líka
Það var svo mikið myrkur…þetta var vonlaust
Ég bað um að ljósið kæmi
Ég bað heitt og innilega um að ljósið kæmi
Ég fann lítið ljós koma, það kom í hjartað
Ég uppgötvaði að ef ljós er í hjartanu
Þá er ljósið allstaðar
Gættu að ljósinu þínu
Láttu alltaf loga ljós í hjartanu
Þá mun myrkrið aldrei ná völdum.

Júl Júl

Júlíus Garðar Júlíusson, 13.2.2007 kl. 09:01

7 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Takk fyrir þetta fallega ljóð Júlíus. Veistu að mér finnst einmitt vera ljós á blogginu þínu. Það er örugglega bara þú sjálfur að skína í gegnum skrifin þín.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 13.2.2007 kl. 09:06

8 Smámynd: Júlíus  Garðar Júlíusson

Þakka falleg orð Líkur sækir líkan heim.

Júlíus Garðar Júlíusson, 13.2.2007 kl. 09:29

9 Smámynd: Guðrún Eggertsdóttir

Það er mjög öflugt að myndgera drauma sína, setja inn hreyfingu, hljóð, liti og lykt líka, laga hana til þar til þér finnst hún fullkomin og ímynda sér þá sjálfa(n) sig ganga inn í myndina.  Þetta er í anda NLP.

Guðrún Eggertsdóttir, 13.2.2007 kl. 15:33

10 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Einmitt Guðrún!! NLP er líka ein leiðin. Man að ég fór einu sinni til Kára Eyþórs og við gerðum svona NLP. Þess vegna er ég hér í englalandi að láta drauma mína rætast. Af því að árið 1998 bjó ég til myndina af því og setti ártalið 2000 við þá mynd og hingað komum við það ár. Eins og það var fjarlægt og algerlega óhugsandi í huga mínum áður. Þá tók eitthvert afl við og skapaði möguleika og leiðir. Magnað.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 13.2.2007 kl. 16:46

11 Smámynd: Guðrún Eggertsdóttir

Virkar alltaf!

Guðrún Eggertsdóttir, 15.2.2007 kl. 15:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Snæhólm Baldursdóttir
Katrín Snæhólm Baldursdóttir

 Maddama kerling fröken frú Katrín Snæhólm. Hef áhuga á öllu milli himins og jarðar og telst þá hvoru tveggja með. Himinn og jörð.

 

kbaldursdottir@gmail.com

 

 

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 311442

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...xoqlinc
  • ...x-o-
  • ...katrin_mynd
  • ...peru_3
  • ...peru_2
  • ...peru_786202
  • ...peru
  • ...usturv_llur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband