14.2.2007 | 11:36
Draumur um Ítalska fegurð og góða álfkonu
Ég þarf að komast til Ítalíu. Núna! Vaknaði í morgun og vissi það að ég þyrfti að næra andann og sálina. Það gerir maður á Ítalíu. Ítalir gera allt svo flott. Byggja fallegar byggingar, gera guðdómlegan mat og hafa tíma til að borða og tala hátt og faðmast fast. Skilja hvað listin er mikilvæg og þú finnur alltaf eitthvað fallegt til að horfa á og njóta meðan þú drekkur unaðslegt rauðvínið og stingur uppí þig olívunni. Einhver sagði mér frá eyju við hafið. Bara klettar og syllur svo þröngar að ekki er hægt að keyra í gegnum klettaþorpið. Bara ganga. Húsin eru byggð á syllunum og ná alla leið til himna þar sem hvert herbergi kemur ofan á hitt. Sé fyrir mér að ég nenni að vera þar að semja ljóð og sortera tilveruna. Þegar ég hef verið á Ítalíu..þá munar bara hársbreidd að ég kunni ítölskuna. Næstum eins og ég geti bara á næstum mínútum blandað mér í hávært spjallið og talað reipbrennandi við þessa ástríðufullu ítali.
Ég ætla að kíkja á Michael Angelo vin minn. Dvaldi einu sinni í heila viku í köldum ítölskum kjalllara í Flórens við að rissa upp höggmyndirnar hans um elementin. Hvað er ég að gera hér? Ég hefði átt að vera listakona á Ítalíu um fimmtánhundruð og vera með svona alvöru köppum eins og Michael Angelo, Rafael og Da Vinci. Ég er tímaskekkja og hef alltaf vitað það. Já. Panta far eftir fimmta mars. Og finn þessa eyju. Sendi ykkur svo póstkort með mér sitjandi hátt uppi í himnahúsi á klettasyllu við hafið með gómsætan ítalskan mat og gæðavín. Kæra góða álfkona. Viltu vera svo væn að uppfylla þessa ósk mína? Ertu nokkuð orðin of gömul til að sveifla töfrastafnum?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 311442
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- September 2013
- Júní 2010
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Myndaalbúm
Bloggvinir
- gurrihar
- ibbasig
- zordis
- ipanama
- hugarfluga
- poppoli
- skessa
- vilborg-e
- gudnyanna
- vikingurkr
- sarcasticbastard
- landsveit
- asthildurcesil
- jenfo
- svalaj
- halkatla
- matthildurh
- jahernamig
- katlaa
- svavs
- kiddirokk
- ludvik
- heiddal
- jonaa
- arh
- palmig
- leifurl
- mediumlight
- bjarkitryggva
- 810
- haukurn
- amason
- heringi
- emmgje
- hk
- zoa
- steingerdur
- hronnsig
- holi
- steina
- alla
- malacai
- almaogfreyja
- kruttina
- arikuld
- arnaringvarsson
- agbjarn
- asgerdurjona
- gammon
- baldvinj
- barafridriksdottir
- bardurorn
- kaffi
- storyteller
- birgitta
- bjarnihardar
- lubbiklettaskald
- salkaforlag
- gattin
- skordalsbrynja
- tilfinningar
- brandarar
- diesel
- draumur
- einarborgari
- einari
- gustichef
- elinarnar
- zoti
- happy-dog
- evabenz
- utlit
- finni
- stjornarskrain
- lucas
- gudmundurhelgi
- gudnym
- glostrup
- zeriaph
- gullvagninn
- silfri
- gylfigisla
- handtoskuserian
- iador
- heidistrand
- latur
- hlf
- helgatho
- hehau
- drum
- himmalingur
- hinrikthor
- ringarinn
- ingahel
- ingasteinajoh
- jara
- astromix
- kreppan
- jensgud
- josira
- jogamagg
- jax
- islandsfengur
- jonsnae
- nonniblogg
- jonthorolafsson
- juliusvalsson
- kjartanis
- leifur
- kreppualki
- kreppukallinn
- kerla
- lauola
- larahanna
- liljabolla
- astroblog
- markusth
- manisvans
- methusalem
- misskilningur
- neo
- oktober
- olijon
- olofannajohanns
- svarthamar
- skari60
- ljosmyndarinn
- perlaoghvolparnir
- ragnar73
- ragjo
- salka
- pensillinn
- sjos
- meyjan
- amman
- sigrunsigur
- siggi-hrellir
- sigurgeirorri
- sylviam
- slembra
- athena
- must
- sunnadora
- svatli
- saethorhelgi
- tinnaeik
- nordurljos1
- kreppuvaktin
- valgerdurhalldorsdottir
- vertu
- eggmann
- what
- vigga
- perlan
- zeitgeistonair
- tsakalis
- steinibriem
- thorsteinnhelgi
- tothetop
- icekeiko
- thorsaari
Athugasemdir
Ég kem með þér í anda til Ítalíu og bið að heilsa hinum guðdómlega Michel Angelo
Svava frá Strandbergi , 14.2.2007 kl. 11:53
Já, það hefði sannarlega verið gaman að vera í Flórens þegar allir þessir stórkostlegu listamenn voru þar, og Medici-ættin. Ég fylgdist grannt með þáttunum um þá ætt, sem sýndir voru í sjónvarpinu á sínum tíma, var það ekki árið 2004? Svona stuðningur við listina hefur ekki verið endurtekinn í veraldarsögunni..................
Ítalíu er vel lýst í blogg-færslunni þinni, ég er þér hjartanlega sammála.
Guðrún Eggertsdóttir, 14.2.2007 kl. 11:59
ef álfakonan lýtur við hjá þér máttu athuga hvort hún gæti kíkt við hjá mér .. veitti ekki af smá töfrasprotakraftaverkum :)
Kleópatra Mjöll Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 14.2.2007 kl. 12:02
Kleopatra, ég er vissum að hún kemur við hjá þér líka. Hún á svo fína strigaskó að hún kemst hvert sem hún vill. Mundu bara að vera nákvæm með hvað hún á að galdra fyrir þig...ég var einmitt að spá að þetta með hafið og himnahúsið gæti orðið til að hún töfraði mig heim til Gurríar í Himnaríki með útsýni yfir langasandinn í stað þess að senda mig til Ítalíu..hehe.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 14.2.2007 kl. 12:33
Þegar ég las þessa færslu þá varð mér hugsað til: Velkomin til Hollands
Gunnar Helgi Eysteinsson, 14.2.2007 kl. 12:42
Mæli með Chinque Terra á vesturströndinni. Enginn evróputúrismi að ráði. Fimm þorp, sem hanga utan í klettum með stuttu millibili. Töfraheimur, afstæður tími og hafgola. Lítil fiskiþorp með krókóttum götum. Þetta er eins og leikmynd í Fellinimynd. Mat og vín þarf ekki að nefna.
Jón Steinar Ragnarsson, 14.2.2007 kl. 13:14
Jón Steinar þetta er það!!!! Nákvæmlega svona. Leikmynd í Fellinimynd. Man líka eftir litlu fiskibátunum og þorpinu við hafið og klettana í Il Postino eða bréfberanum. Ég grét svo mikið eftir þá mynd að ég varð að fara aðeins niður á ægissíðu og horfa á tunglið áður en ég gat farið heim. Já ég ætla að fara til ítalíu. Takk fyrir þetta.
Og Guðrún..já gott væri að hafa svona bakhjarla til að styðja sig á listabrautinni. Kannski Dorrit bjóði mér bara í te til London næst þegar hún kemur..
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 14.2.2007 kl. 13:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.