15.2.2007 | 09:11
Eitthvað svo undarlega létt á mér...
Skrítið að vakna í morgun. Ég var eitthvað svo undarleg létt í mér og á mér. Fannst eins og ég gæti svifið eða flogið. Dreymdi að ég var í garðinum hjá ömmu og afa þar sem maður sér yfir höfnina í hafnarfirði. Hálf girðingin var hulin gaddavír en hinn helmingurinn hulinn grænum frískum laufum. Og mér fannst ég vera laufmegin og þar kom til mín einvher. Ég veit ekki alveg hver en man bara eftir blárri skyrtu eða kufli og viðkomandi sagði að hann ætlaði að kenna mér að fljúga. Sýndi mér og sagði hvernig maður tekur upp orku og setur í gegnum orkustöðvarnar..frá einni í aðra og hverni orkan umbreytist og geri þig léttari og efnisminni. Svo fórum við að æfa flugið. Í fyrstu var þetta erfitt og skringilegt og ég var alltaf að pompa niður og skildi ekkert hvað þessi bláklæddi maður var að meina. En eftir nokkrar æfingar og prufur þá fór þetta að ganga og ég að lyftast meir og meir. Og eftir því sem hugrekkið varð meira og tilraunirnar fleiri fór mér að takast þetta ágætlega og á endanum flaug ég yfir Hafnarfjörðinn og svo yfir landið og svo heiminn. Bara eins og súperwoman. Þetta var mögnuð tilfinning og ég gat alveg stjórnað þessu bara með huganum. Frelsistilfinningin yfirgnæfandi og skemmtileg.
Skemmtilegur draumur. En samt. Núna er ég eiginlega sannfærð um að ég geti í raun alveg flogið. Ég man alveg hvernig maður gerir. Og í þokkabót finn ég þennan léttleika innra með mér og finnst ég í raun bara vera fjöður sem trúir að hún sé þung. Hvað ef ég myndi bara prófa smá..bara rétt til að athuga hvort....nei. Auðvitað get ég ekkert flogið. Það væri líka bara erfitt fyrir nágranna mína að sjá mig fljúga um hverfið eins og hvítu dúfurnar í skóginum. Og fjölskylduna mína. Þau labbandi og ég fljúgandi. Er hrædd um að krakkarnir myndu suða um far. Enda var þetta bara asnalegur draumur. Ég get ekkert flogið. En ég er samt eitthvað voða létt á mér.....í dag!
Kannski maður prófi einhverntímann þegar enginn sér til. Læt ykkur vita ef eitthvað spennandi gerist.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 311442
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- September 2013
- Júní 2010
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Myndaalbúm
Bloggvinir
- gurrihar
- ibbasig
- zordis
- ipanama
- hugarfluga
- poppoli
- skessa
- vilborg-e
- gudnyanna
- vikingurkr
- sarcasticbastard
- landsveit
- asthildurcesil
- jenfo
- svalaj
- halkatla
- matthildurh
- jahernamig
- katlaa
- svavs
- kiddirokk
- ludvik
- heiddal
- jonaa
- arh
- palmig
- leifurl
- mediumlight
- bjarkitryggva
- 810
- haukurn
- amason
- heringi
- emmgje
- hk
- zoa
- steingerdur
- hronnsig
- holi
- steina
- alla
- malacai
- almaogfreyja
- kruttina
- arikuld
- arnaringvarsson
- agbjarn
- asgerdurjona
- gammon
- baldvinj
- barafridriksdottir
- bardurorn
- kaffi
- storyteller
- birgitta
- bjarnihardar
- lubbiklettaskald
- salkaforlag
- gattin
- skordalsbrynja
- tilfinningar
- brandarar
- diesel
- draumur
- einarborgari
- einari
- gustichef
- elinarnar
- zoti
- happy-dog
- evabenz
- utlit
- finni
- stjornarskrain
- lucas
- gudmundurhelgi
- gudnym
- glostrup
- zeriaph
- gullvagninn
- silfri
- gylfigisla
- handtoskuserian
- iador
- heidistrand
- latur
- hlf
- helgatho
- hehau
- drum
- himmalingur
- hinrikthor
- ringarinn
- ingahel
- ingasteinajoh
- jara
- astromix
- kreppan
- jensgud
- josira
- jogamagg
- jax
- islandsfengur
- jonsnae
- nonniblogg
- jonthorolafsson
- juliusvalsson
- kjartanis
- leifur
- kreppualki
- kreppukallinn
- kerla
- lauola
- larahanna
- liljabolla
- astroblog
- markusth
- manisvans
- methusalem
- misskilningur
- neo
- oktober
- olijon
- olofannajohanns
- svarthamar
- skari60
- ljosmyndarinn
- perlaoghvolparnir
- ragnar73
- ragjo
- salka
- pensillinn
- sjos
- meyjan
- amman
- sigrunsigur
- siggi-hrellir
- sigurgeirorri
- sylviam
- slembra
- athena
- must
- sunnadora
- svatli
- saethorhelgi
- tinnaeik
- nordurljos1
- kreppuvaktin
- valgerdurhalldorsdottir
- vertu
- eggmann
- what
- vigga
- perlan
- zeitgeistonair
- tsakalis
- steinibriem
- thorsteinnhelgi
- tothetop
- icekeiko
- thorsaari
Athugasemdir
Æ hvað það væri nú samt einfalt eð geta flogið t.d út á kaffihús. Þurfa ekkert að setja í mælinn fyrir bílinn. Eina sem maður þarf að muna er að vera ekki í pilsi.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 15.2.2007 kl. 10:08
SKemmtilegur draumur og svo líkur þér einhvernveginn. En svona er maður eitt furðuverk og svo miklu meira en maður heldur sjálfur eða skynjar. Eins og til dæmis þegar maður fer eitthvað akandi og á einhvern hátt setur sjálfstýringuna á. Þetta gerist þegar maður fer leið sem maður gjörþekkir. Og allt í einu er maður komin á leiðarenda en man ekkert eftir ferðinni sjálfri. Og þá hugsa ég stundum hvað ef einhver hefði orðið á vegi mínum. Hefði sjálfstýringinn hrokkið úr gangi ? Já örugglega. En samt það er gaman að spá í þessa hluti.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.2.2007 kl. 10:14
Ég þekki þessa tilfinningu en það er samt langt síðan ég hef flogið. Og það fylgdi henni þessi léttleiki sem gaf mér þá tilfinningu að ég væri ósnertanleg.
Hulda Elma Guðmundsdóttir, 15.2.2007 kl. 11:51
Ég hef flogið svona og oft verið sannfærður um að það hafi gerst, svona svipað og Jónína segir. Maður er léttur eins og í vatni og spyrnir sér fyrirhafnarlaust frá jörðu og svífur bara. Stundum eru aðrir andar með í för en ég get ekki hlutgert þá. Þeir eru bara eitthvað gott og mikilúðlegt allt um kring en samt mér við hlið. Ég er viss um að flestir geta sagt svipaða sögu.
Jón Steinar Ragnarsson, 15.2.2007 kl. 12:30
Æfingin skapar meistarann, víst getur þú flogið frú Katrín .... ekki vafi í mínu . Þú ert frjáls og getur allt! Frábær draumur!
www.zordis.com, 15.2.2007 kl. 13:22
Það er nefnilega svo æðislegt að í þykistulandinu Draumaheimur getum við allt ...
Sjálf get ég upplifað magnaða hluti vakandi ef ég leyfir því að gerast.. eins og þegar ég hlusta á góða tónlist þá fer ég bara í ferðarlag. Get séð tónlistina sem er magnað, þetta er innra með okkur öllum þurfum bara að leyfa því að koma.
Kleópatra Mjöll Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 15.2.2007 kl. 13:49
Frábær draumur og er örugglega fyrir góðu!!!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 15.2.2007 kl. 18:04
Það var ferlega erfitt að komast "á fætur" í morgun eins og þið getið væntanlega ímyndað ykkur af myndinni af mér að dæma.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 15.2.2007 kl. 18:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.