Leita í fréttum mbl.is

Þegar maður loksins þorir og opnar...

....þá gerast ævintýrin. Undanfarið er eitthvað voðalega mikilvægt búið að vera að brjótast um í mér. Hef setið hérna handan við hafið og horft heim og kynnst fullt af merkilegu og góðu fólki í gegnum bloggið mitt. Ég hef líka verið að horfa á þjóðina og skoða og skilgreina með sjálfri mér mannlífið og þjóðlífið. Og spurt mig margra spurninga. Ég sé þjóð sem er að vakna. Vakna upp við vondan draum um allt sem var grafið og næstum gleymt um sorgir og vanlíðan meðbræðra. Um að við gleymum stundum í darraðardansinum hvað skiptir okkur raunverulega máli. Mestu máli. Við sjálf og fólkið okkar. Allt fólkið okkar. Þjóð með stórt og opið hjarta þegar á reynir.Sem á minningu um samhug og samkennd. Að við getum þetta ekki án hvors annars. Hugumstór en í einhversskonar hugarfjötrum þessa stundina. Að það sé allt hálfvonlaust. Að við getum ekki bætt og breytt svo þetta litla samfélag verði fyrir okkur öll. Svo rík og öflug þjóð en samt svo fátæk og aum á sumum sviðum. Fullt af áleitnum spurningum. Hvernig gátum við verið svona blind og ekki séð? Erum við enn blind og ekki að sjá? Hver á að gera hvað? Hvar liggur þessi ábyrgð sem engin vill kannast við? Mér finnst hún liggja hjá mér og hjá þér. Samfélag er bara  þegnarnir sem það byggja. Og það skiptir máli hvað hver og einn gerir og segir og hvernig við bregðumst við. Kannski núna sé tíminn sem við erum tilbúin að horfast svellköld í augu við hvar við erum og hvað við þurfum að laga. Víkjum okkur ekkert undan þó það sé helvíti vont og sárt að horfast í augu við sjálfan sig stundum. En þaðan má allt laga og þaðan má öllu breyta. Þegar maður sér meinið og veit um hvað það er. Svo við erum á góðum og mikilvægum stað. En ég ætlaði ekkert að skrifa um þetta núna. Bara kom. Það sem ég ætlaði að skrifa um og fagna með sjálfri mér og vinum mínum er að í morgun fæddist mikilvæg hugmynd sem ég er byrjuð að vinna að og verður kannski örlítill vatnsdropi á myllu þessarar fallegu þjóðar minnar.

Þar sem barnið er nýfætt og enn mjög viðkvæmt verða ekki leyfðar heimsóknir í bili en þegar unginn fer að braggast og hefur öðlast meiri styrk fær hann að koma fram í dagsljósið.

Til hamingu Ísland með að standa saman.

maður og blómálfur


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Ég veit þú hugsar vel um ungan þinn

Svava frá Strandbergi , 15.2.2007 kl. 15:41

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Guð blessi ykkur. 

Þetta með þjóðina og ábyrgðina....Kannski náum við fyrst tökum á tilveru okkar, þegur við hættum að leita sökudólga og annara ábyrgra á því sem miður fer.  Það er auðvitað rétt að ábyrgðin liggur hjá okkur sjálfum. Við erum ekki fórnarlömb lífsins heldur er lífið þversumman af gjörðum okkar og hugsunum.

Við gerum of lítið af því að draga lærdóm af því sem þegar er farið miður og of mikið af því að velta okkur upp úr skaðanum og leita sökudólga.   

Jón Steinar Ragnarsson, 15.2.2007 kl. 17:58

3 Smámynd: www.zordis.com

Segi hið sama, til hamingju og gangi þér vel með litla beibý - ið.  Spennandi tímar framundan .....

www.zordis.com, 15.2.2007 kl. 19:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Snæhólm Baldursdóttir
Katrín Snæhólm Baldursdóttir

 Maddama kerling fröken frú Katrín Snæhólm. Hef áhuga á öllu milli himins og jarðar og telst þá hvoru tveggja með. Himinn og jörð.

 

kbaldursdottir@gmail.com

 

 

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 311442

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...xoqlinc
  • ...x-o-
  • ...katrin_mynd
  • ...peru_3
  • ...peru_2
  • ...peru_786202
  • ...peru
  • ...usturv_llur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband