Leita í fréttum mbl.is

Ekkert sérstakt svo sem...og þó.

einn á steini

Sumir mála sig út í horn og aðrir standa á steinum úti í sjó. Já svoleiðis er lífið stundum.

Man einu sinni þegar ég var að ganga vestur í bæ með dætur mínar þegar þær voru litlar og ég ung. Framhjá mér keyrði kona á trabant og þegar hún sá mig stoppaði hún bílinn sinn og skrúfaði niður rúðuna. Þetta var Vigdis Gríms en hún hafði kennt mér íslensku mörgum árum áður í Flensborg. Eina sem hún sagði eftir að hafa heilsað mér var..Ertu hamingjusöm? Og svo keyrði hún í burtu.

Svolítið sérstakt og situr eftir. Eina spurningin sem skiptir máli kannski?

Ertu hamingjusöm?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: www.zordis.com

Já ... svo lánsöm að geta svarað játandi með öllu því sem heitir ups and downs.  Það eru ekkert tilviljanir, ekkert sem fer úrskeiðis aðeins sigrar og aðlögun að hamingjunni.

Ég hef staðið upp á steyptum vegstólpa og hort til vegar á einni löpp, keyrt um á Trabant með malandi ljón á mælaborðinu!

Lífið er of stutt til að vera ekki hamingjusamur ... huglægt dásamlegt ástand

www.zordis.com, 16.2.2007 kl. 13:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Snæhólm Baldursdóttir
Katrín Snæhólm Baldursdóttir

 Maddama kerling fröken frú Katrín Snæhólm. Hef áhuga á öllu milli himins og jarðar og telst þá hvoru tveggja með. Himinn og jörð.

 

kbaldursdottir@gmail.com

 

 

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 311442

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...xoqlinc
  • ...x-o-
  • ...katrin_mynd
  • ...peru_3
  • ...peru_2
  • ...peru_786202
  • ...peru
  • ...usturv_llur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband