18.2.2007 | 20:47
Að elska sinn næturstað....
Gott að skríða í ból eftir langan dag og láta hugann reika.
Ég er ástfangin af rúminu mínu. Þetta er besta rúm sem ég hef átt. Stórt og rúm gott..rúm geta náttla ekki verið góð nema vera RÚMgóð er það? Mjúka og góða sæng á ég og tvo kodda. Hlýja ábreiðu til að breiða yfir ef kalt er og dökk gluggatjöld til að halda veröldinni fyrir utan þegar ég hvílist. Þak yfir höfuðið og mjólk fyrir morguninn. Og ég tilheyri hínum ríku. Þessu eina prósenti sem getur allt og má allt. Kúri mig undir sæng og velti fyrir mér hvað ég vil gera á morgun. Og hvort ég vilji kaffið með kleinuhring eða kleinu. Stundum svo erfitt að vera til. Hvort?
Æ ég hugsa um það síðar. Skiptir ekki öllu núna eins og hjá hinum 99 prósentunum. Hvernig sefur þetta fólk? Ætli það geti sofið? Úff það heldur fyrir mér vöku ef ég fer að hugsa eitthvað leiðinlegt og vonlaust. Best að kveikja á sjónvarpinu. 104 stöðvar til að eyða hugsuninni sem þvælist stundum fyrir mér. Er þetta ekki dásamlegur heimur? Góða nótt þið öll sem eigið góðan hvílustað.
Fór allt í einu að velta fyrir mér hvað ég er heppin að eiga svona gott rúm. Þakka fyrir á hverju kvöldi að geta skriðið í hlýtt ból. Man eftir fréttum af kúrdum sem voru að frjósa í hel í fjöllunum með börnin sín og sendi barnasængina okkar til þeirra í svörtum plastpoka ásamt íslensku ullarteppi. Vona að það hafi gert gagn.
Gott að muna eftir því góða sem maður hefur. Góðan næturstað og mjólkurdropa fyrir morguninn. Góða nótt.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 311442
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- September 2013
- Júní 2010
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Myndaalbúm
Bloggvinir
- gurrihar
- ibbasig
- zordis
- ipanama
- hugarfluga
- poppoli
- skessa
- vilborg-e
- gudnyanna
- vikingurkr
- sarcasticbastard
- landsveit
- asthildurcesil
- jenfo
- svalaj
- halkatla
- matthildurh
- jahernamig
- katlaa
- svavs
- kiddirokk
- ludvik
- heiddal
- jonaa
- arh
- palmig
- leifurl
- mediumlight
- bjarkitryggva
- 810
- haukurn
- amason
- heringi
- emmgje
- hk
- zoa
- steingerdur
- hronnsig
- holi
- steina
- alla
- malacai
- almaogfreyja
- kruttina
- arikuld
- arnaringvarsson
- agbjarn
- asgerdurjona
- gammon
- baldvinj
- barafridriksdottir
- bardurorn
- kaffi
- storyteller
- birgitta
- bjarnihardar
- lubbiklettaskald
- salkaforlag
- gattin
- skordalsbrynja
- tilfinningar
- brandarar
- diesel
- draumur
- einarborgari
- einari
- gustichef
- elinarnar
- zoti
- happy-dog
- evabenz
- utlit
- finni
- stjornarskrain
- lucas
- gudmundurhelgi
- gudnym
- glostrup
- zeriaph
- gullvagninn
- silfri
- gylfigisla
- handtoskuserian
- iador
- heidistrand
- latur
- hlf
- helgatho
- hehau
- drum
- himmalingur
- hinrikthor
- ringarinn
- ingahel
- ingasteinajoh
- jara
- astromix
- kreppan
- jensgud
- josira
- jogamagg
- jax
- islandsfengur
- jonsnae
- nonniblogg
- jonthorolafsson
- juliusvalsson
- kjartanis
- leifur
- kreppualki
- kreppukallinn
- kerla
- lauola
- larahanna
- liljabolla
- astroblog
- markusth
- manisvans
- methusalem
- misskilningur
- neo
- oktober
- olijon
- olofannajohanns
- svarthamar
- skari60
- ljosmyndarinn
- perlaoghvolparnir
- ragnar73
- ragjo
- salka
- pensillinn
- sjos
- meyjan
- amman
- sigrunsigur
- siggi-hrellir
- sigurgeirorri
- sylviam
- slembra
- athena
- must
- sunnadora
- svatli
- saethorhelgi
- tinnaeik
- nordurljos1
- kreppuvaktin
- valgerdurhalldorsdottir
- vertu
- eggmann
- what
- vigga
- perlan
- zeitgeistonair
- tsakalis
- steinibriem
- thorsteinnhelgi
- tothetop
- icekeiko
- thorsaari
Athugasemdir
Jemundur minn. Þetta eru akkúrat pælingarnar mínar í töluðum orðum! Finnst ég über-lánsöm! Gúnatt min skat.
Hugarfluga, 18.2.2007 kl. 20:57
Börnin mín gáfu okkur hjónunum nýja dínu í rúmið núna á jólunum. Sú gamla var orðin lasin. Þvílíkur munur og gott að skríða upp í. Við eyðum mestum hluta ævinnar í rúminu .............. held ég
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.2.2007 kl. 21:13
Einkennilegt en þegar ég las pistilinn þinn um góða rúmið þitt datt skyndilega inn í hausinn á mér texti við gamalt lag.
Oft er hermanns hvíld í dimmum skóg
honum nóg.
Harður steinninn höfðalagið er
hvílunautur sverðið sem hann ber.
Já það er satt hjá þér, við megum þakka fyrir, þau okkar sem eiga gott rúm.
Svava frá Strandbergi , 18.2.2007 kl. 21:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.