Leita í fréttum mbl.is

Má bjóða þér kaffitár Miss Bloggína? Mr Bloggman er velkominn líka.

coffe

Það er svo notalegt svona í amstri dagsins að setjast niður og fá sér rjúkandi heitt kaffi með góðum vinum og spjalla um lífið og tilveruna. Deila sögum úr daglega lífinu, leita ráða og fá stuðning eða vera öxl sem má gráta við. Hlægja saman af öllu því sem gleður og kætir, því sem gengur vel og vona það besta saman. Allt í kringum heitan kaffibolla. Þess vegna býð ég þér í kaffi. Til að spjalla...eða þegja saman af þannig liggur á okkur. Það er líka gott.  Svo þegar við höfum ekki fleiri þagnir að deila, fleiri sögur að segja getum við farið með ljóð fyrir hvert annað eða sungið. Skildu þitt innlegg í kaffispjallið eftir í athugasemdum. hvað sem þér liggur á hjarta eða vilt gefa okkur hinum hlutdeild í. Hlakka til að hitta þig.

VIР  

 Ljóð eftir Aðalstein Ingólfsson.

 

Sumir

ganga ávallt

hratt, á

flótta undan

myrkri.

 

Ég

geng hægt

 til að

styggja ekki

ljósið


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Eggertsdóttir

Takk fyrir kaffið - og spjallið

Guðrún Eggertsdóttir, 19.2.2007 kl. 16:14

2 Smámynd: Elín Björk

Alltaf svo gott að setjast niður með góðum vinum og kaffibolla

Elín Björk, 19.2.2007 kl. 18:10

3 Smámynd: www.zordis.com

Mig er farið að langa í gott kaffi núna, tala um litina og orkuna sem þeir geisla.  Hver er betri til þess en einmitt þú kæra bloggvinkona!  Takk fyrir sopann, hann var ljúfur

www.zordis.com, 19.2.2007 kl. 18:12

4 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Tíu dropa í viðbót? Liggur þér nokkuð á...?

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 19.2.2007 kl. 18:47

5 Smámynd: Hugarfluga

Ég ætla að "þegja saman" en þigg kaffitárið 

Hugarfluga, 19.2.2007 kl. 19:41

6 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Mig langar í kaffi ... og spjall!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 19.2.2007 kl. 21:09

7 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Dagurinn var bara fínn hjá mér í dag. Er að vinna að spennandi verkefni og vona að það komi eitthvað út úr því. Er að horfa á þátt í sjónvarpinu svona með öðru auganu um tvíburasystur sem deila líkama. Einn líkami og tvö höfuð sem hugsa á sinn eigin hátt. Eru að halda upp á 16 ára afmælið sitt. Ástin farin að banka og þær að taka bílprófið sitt. Fengu sitt hvort ökuskírteinið. Er ekki lífið merkilegt?Þær geta báðar stjórnað líkamanum. Ákveða bara hvor á að keyra. Sá líka bókaumfjöllun um bók sem var að koma út sem heitir "The sisters" sem fjallar um systur með einn líkama og ástarsamband. Þarf að lesa hana við tækifæri.  Meira kaffi?

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 19.2.2007 kl. 21:34

8 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Já takk, tíu. Ætli sé til netsíða sem segir af þeim 16 ára systrum, sem hafa einn líkama til umráða saman? Þetta er stórmerkilegt, bæði frá líffræðilegu og sálrænu sjónarmiði, svo maður tali nú ekki um heimspekilegu....Ætla að kíkja eftir þessu og láta þig vita ef ég geri einhverja uppgötvun... Takk fyrir mig, skýst núna, en kem síðar!

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 19.2.2007 kl. 22:17

9 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Þær systurnar nota sinn helminginn hvor af þessum merkilega líkama. Geta skrifað sinn hvorn hlutinn og sín hvora hugsunina með sitt hvorri hendinni. Smá vandamál þegar þær fara að versla sér föt. Hafa ekki alveg sama smekk. Eru með saumakonu sem sérsaumar fötin. Þegar þær tala í símann við vinkonur sína skiptast þær á og eru hreint ekkert alltaf sammála. Ef við værum svona samtvinnuð við náunga okkar hvernig væri þá þessi veröld?

 Þegar við áttuðum okkur á við við getum ekki flúið hvert annað? Að við erum í raun einstakar einingar af því sama?

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 19.2.2007 kl. 22:23

10 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Bloggið þitt er alveg til að njóta í botn með góðu kaffi  

Guðrún Þorleifs, 19.2.2007 kl. 23:26

11 Smámynd: gerður rósa gunnarsdóttir

Já, merkilegt með þessar systur. Takk fyrir kaffið, það var indælt.

gerður rósa gunnarsdóttir, 20.2.2007 kl. 11:08

12 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Voðalega er skemmtilegt að halda svona kaffiboð og fá svona sérdeilis fína gesti. Er eithvað sérstakt á dagskrá í dag hjá ykkur sem við hinar getum sent góðar og glaðar hugsanir í? Ég er að vinna að hugmynd sem krefst þess að ég læri eitthvað nýtt í hverju skrefi. Af því að ég hef aldrei gert þetta áður en er rosalega ákveðin í að gera þetta samt. Hef fengið góð ráð og leiðbeiningar sem ég er að bögglast við að framkæma hér. Svo þið megið alveg senda mér kjark og þor svo ég komi þessu á koppinn. Segiði bara hvað þið þurfið eða vantar..maður verður nefninlega að segja það upphátt til að aðrir viti hvað maður vill..ekki satt?

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 20.2.2007 kl. 11:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Snæhólm Baldursdóttir
Katrín Snæhólm Baldursdóttir

 Maddama kerling fröken frú Katrín Snæhólm. Hef áhuga á öllu milli himins og jarðar og telst þá hvoru tveggja með. Himinn og jörð.

 

kbaldursdottir@gmail.com

 

 

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 311442

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...xoqlinc
  • ...x-o-
  • ...katrin_mynd
  • ...peru_3
  • ...peru_2
  • ...peru_786202
  • ...peru
  • ...usturv_llur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband