Leita í fréttum mbl.is

Nýtt bað og frábæri vinur minn Alladín!

 Sko þetta byrjaði þannig að ég var að leita mér að draumahúsinu muniði til að flytja í. Var búin að framkalla myndina í huganum og setja upp helsta óskalistann sem samanstóð af marrandi trégólfum, kopar arinstæðum, krúttlegu eldhúsi, bílskúr, þvottahúsi og stúdíói og vinnuherbergi. Auðvitað fann ég það hús...í æðislega krúttlegu litlu þorpi þar sem Bangsímon og vinir hans búa . Stóra eikin og brúin og meira að segja sætt dúkkuhús í garðinum. Ég bara trúði ekki mínum eigin augum og hjartað í mér tók kipp. Hinsvegar var smá pappírsvesen sem þurfti að leysa og ég gat ekki skrifað undir að leigja húsið vegna tafa sem voru hjá  ljótu lögfræðingum sem voru ekki að vinna vinnuna sína og lugu bara um hvað þeir væru duglegir. Of langt mál til að fara útí..en að því kom að leigusalinn gat ekki beðið lengur og ég varð að láta drauminn gufa upp beint fyrir framan nefið á mér. Daginn eftir að það var leigt öðrum var ég frjáls til að skrifa undir.  Já svona getur þetta líf stundum verið og ég verð bara pirruð þegar það leikur svona á mig. 

 Anyway. Fann svo annað hús sem er alveg ágætt. Ekkert eins og hitt en dugar alveg næstu mánuði.  Eitt var samt alveg hrikalega agalega ósmekklegt og það var baðherbergið. Blátt klósett, vaskur og bað svona 40 ára gamalt og lúin teppi á gólfinu og flagnandi veggfóður. Hverjum öðrum en bretum dettur í hug að teppaleggja og veggfóðra baðherbergi???

Ég sagði auðvitað Alladín að ég vildi fá betra baðherbergi því þó ég sé óttalegur hippi er hluti af mér drottning og vill bara hafa baðherbergið æðislegt enda er það staðurinn sem maður eyðir mestum tíma lífs síns á.  Í ilmolíubaði að fá hugmyndir. Augljóst.(Alladín er sko ósýnilegur vinur minn sem getur látið alls konar hluti gerast)

alladin

 Svo í dag þegar við fórum á leigumiðlunina til að athuga hvort við mættum ekki bara flytja um helgina þá kom Frú Marion sem lítur út nákvæmlega eins og konan með stigann upp í eyrað í pistlinum hérna fyrir neðan...Marion er leigumiðlarinn... og sagði að eigandinn hefði ákveðið að setja nýtt hvítt baðherbergi með flísum og alles og vegna þess að það yrði smá rask á meðan, fáum við fínan afslátt af leigunni og svo gaf hún okkur líka afslátt af leigugjaldinu.  Ég myndi sko knúsa Alladín ef ég næði í hann..en eins og ég sagði áðan er hann ósýnilegur og ósnertanlegur en alveg rosalega duglegur að framkalla nýtt baðherbergi fyrir mig svo ég er alsæl. Það var eiginlega bara það sem ég ætlaði að blogga um. Að ég væri alsæl í dag og spennt að flytja og fara svo í bað!

gullbað


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

mig langar í svona vin...

Kleópatra Mjöll Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 26.2.2007 kl. 17:51

2 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

 pissttt...Smá leyndó fyrir þig Kleó...Hann er í myndinni The Secret.

www.thesecret.tv 

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 26.2.2007 kl. 18:04

3 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Ég verð að sjá þessa mynd!!! Og til hamingju með að óskir þínar hafi ræst þótt það hafi verið á annan hátt. Þú ert algjör galdrakerling, stelpa!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 26.2.2007 kl. 18:17

4 Smámynd: Ibba Sig.

Jiii, þú verður sko eins og prinsessa í þessu fína baði. Verst að fartölvur þola illa vatn svo þú getur ekki bloggað á meðan þú marinerar gyðjulíkamann í ilmolíum. 

Ibba Sig., 26.2.2007 kl. 18:57

5 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Þvílíkt fjör í gangi Verður gaman þegar þú getur notið æfintýrisins eftir fluttingana

Guðrún Þorleifs, 26.2.2007 kl. 19:35

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Til lukku með allt þetta Katrín prinsessa.  Það er algjört æði að eiga svona vin.  Ég á reyndar tvo steina, karl og kven sem eru algjört æði og maður talar við þá og þeir gera svona góða hluti eins og Aladdín. hehehe

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.2.2007 kl. 19:51

7 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Sko ef það er hægt að búa til Ipod sem má fara í sund, þeytara og suðu án þess að skemmast þá örvænti ég ekkert að vatnsheldar fartölvur verði ekki fljótlega á markaðinum. Á að segja markaðnum eða markaðinum? Anyway..hugsið ykkur mig í bubble með fartölvuna. Hvers konar pistlar geta ekki orðið til við þannig dýrðaraðstæður?

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 26.2.2007 kl. 20:11

8 identicon

takk fyrir skúbbið katrín

Kleópatra Mjöll Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 26.2.2007 kl. 20:19

9 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Æ elsku Dúa mín dásamlega. Og ég sem get ekkert skrifað nema blogga...ansans vesen. Og þú lest ekki leimað blogg?

Hvernig snúum við okkur í þessu? 

Ef þú hefðir ekki sagt hippalufsa og reykelsismær hefði ég örugglega ekkert fattað..hehe. Vitandi hvernig ég er og finn aldrei gömul e mail..getur þú þá ekki sent mér mail og þannig komist í samband..kbaldursdottir@gmail.com

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 26.2.2007 kl. 22:07

11 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Sé að þú ert inni núna. Værir þú til í að heimsækja bloggið mitt darling?

Jenný Anna Baldursdóttir, 26.2.2007 kl. 22:10

12 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Þvílíkt & annaðeins. Ég stefni að því að eignast svona bað.

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 26.2.2007 kl. 22:34

13 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Það er toppurinn að fara freyðibað með slakandi olíu út í, hafa fína múskik á ljósið slökkt og kveikt á nokkrum kertum. Til hamingju með að óskin þín rættist.

Svava frá Strandbergi , 26.2.2007 kl. 22:55

14 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Já þetta er voða fallegt bað. Sjáiði svo bríkina þarna í kring. Maður getur bara hangið framúr baðinu og bloggað og haft kampavínið hinu megin og látið þjóninn sinn bara sitja og bíða með teppi. Svo ef manni leiðist getur maður bara staðið upp öðru hverju og speglað sig. Bara Guðdómlegt.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 26.2.2007 kl. 22:56

15 Smámynd: Gerða Kristjáns

Til lukku með þetta

Gerða Kristjáns, 26.2.2007 kl. 23:07

16 Smámynd: halkatla

ég elska það þegar fólk talar um the secret

halkatla, 26.2.2007 kl. 23:07

17 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Lol...Guðmundur minn. Eins og þú sérð er sko nóg pláss. Þú getur setið þarna á bekknum við hliðina á þjóninum. Hann kann að nudda og getur nuddað á þér tærnar meðan þú skrifar heimsbókmenntirnar sem streyma óhindrað upp úr froðubaðinu og froðusnakknum mér..hehe.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 26.2.2007 kl. 23:24

18 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Færð þér bara sætan og stæltan einkaritara sem pikkar fyrir þig á meðan bloggandinn svífur yfir þig í baðkarinu!! Veit um nýklipptan þjóðverja sem þú gætir ábyggilega fengið.... haltu honum bara frá opnum eldi. Fellur víst í trans og situr við hann dögum saman

Dúa dásamlega minnir mig svo á einhverja eyju sem ég hef séð

Heiða B. Heiðars, 26.2.2007 kl. 23:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Snæhólm Baldursdóttir
Katrín Snæhólm Baldursdóttir

 Maddama kerling fröken frú Katrín Snæhólm. Hef áhuga á öllu milli himins og jarðar og telst þá hvoru tveggja með. Himinn og jörð.

 

kbaldursdottir@gmail.com

 

 

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 311441

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...xoqlinc
  • ...x-o-
  • ...katrin_mynd
  • ...peru_3
  • ...peru_2
  • ...peru_786202
  • ...peru
  • ...usturv_llur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband