26.2.2007 | 23:55
Trúin flytur ekkert fjöll!!!
Ég er svoleiðis búin að reyna. Hef trúað því lengi að ég geti látið Esjuna hverfa. Kíkiði bara næst þegar þið keyrið sæbrautina. Hún er þarna enn. Kannski eins gott fyrir brjálæðingana sem hlaupa á Esjuna daglega. Ég hef einu sinni gengið á Esjuna..fékk óttakast í klettunum efst, með þurran munn og hjartslátt dauðans og hugmyndir um að ég væri fífl að láta einhvern telja mér trú um að þetta væri útivist. Þetta var hrein helvítisvist. Heimtaði að vera sótt með þyrlu og skutlað heim þegar ég komst á toppinn. Núna er ég reyndar bara roggin með mig þegar ég bendi á fjallið og segi.."Sjáiði tindinn þarna fór ég" En áfram með trúnna og fjöllin. Ég las nefninlega í einni bók að það væri hægt að leysa upp efnið með hugarorkunni. Að allt sé orka og þetta sé bara orka að mæta orku. Ég er búin að vera að æfa mig og æfa mig. Get ekki einu sinni beygt skeiðar. Samt er verið að selja svona skeiðasett og fullt af fólki sem er að beygja skeiðar út um allan heim.
En ég get látið ský hverfa. Eitt kvöldið sat ég úti í garði og var að horfa á himininn. Hann var þykkskýjaður. Massívur af skýi. Einu stóru sem var eins og bómullarhnoðri og hvergi glufa upp í geim. Nema á einum stað var agnarlítið gat. Ég ímyndaði mér að Guð væri að kíkja á mig og athuga hvort ég væri ekki örugglega hætt að reykja eða eitthvað. Svo fékk ég hugdettu. Að prófa þetta með að láta ský leysast upp og hverfa.
Setti puttann útí loftið og hann passaði akkúrat í himnagatið. Og byrjaði að sjá fyrir mér að skýið myndi bara leysast upp og það yrði heiðskýrt og ég gæti séð tunglið mitt. Og var á því momenti einhvern veginn alveg sure á því að þetta væri ekkert mál. Litla skýjagatið fór allt í einu að stækka og varð bara frekar stórt á stuttum tíma. Og ég get svo svarið eins og ég sit hérna og hamra á tölvuna mína að innan tveggja mínútna var himinn heiður og ekki til skýjalufsa á öllu sjáanlegu himinhvolfi. Whoah.....Þetta var alveg meiriháttar. Og ég vatt mér beint í að reyna að færa fjöll. En þau bara haggast ekki. Held það hafi eitthvað með hugarblekkingu í sjálfri mér að gera. Að ég trúi einhvernveginn meira á efnið í fjalli en skýi. Og nái ekki utan um að fjall er líka bara orka rétt eins og ský. Jammm.. Þarf að þjálfa hugann aðeins betur um þetta allt saman. En ef þið keyrið Sæbrautina í fyrramálið og Esjan horfin þá vitið þið allavega hvernig hún hvarf og getið sent mér hamingjuóskir í athugasemdir.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 311441
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- September 2013
- Júní 2010
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Myndaalbúm
Bloggvinir
- gurrihar
- ibbasig
- zordis
- ipanama
- hugarfluga
- poppoli
- skessa
- vilborg-e
- gudnyanna
- vikingurkr
- sarcasticbastard
- landsveit
- asthildurcesil
- jenfo
- svalaj
- halkatla
- matthildurh
- jahernamig
- katlaa
- svavs
- kiddirokk
- ludvik
- heiddal
- jonaa
- arh
- palmig
- leifurl
- mediumlight
- bjarkitryggva
- 810
- haukurn
- amason
- heringi
- emmgje
- hk
- zoa
- steingerdur
- hronnsig
- holi
- steina
- alla
- malacai
- almaogfreyja
- kruttina
- arikuld
- arnaringvarsson
- agbjarn
- asgerdurjona
- gammon
- baldvinj
- barafridriksdottir
- bardurorn
- kaffi
- storyteller
- birgitta
- bjarnihardar
- lubbiklettaskald
- salkaforlag
- gattin
- skordalsbrynja
- tilfinningar
- brandarar
- diesel
- draumur
- einarborgari
- einari
- gustichef
- elinarnar
- zoti
- happy-dog
- evabenz
- utlit
- finni
- stjornarskrain
- lucas
- gudmundurhelgi
- gudnym
- glostrup
- zeriaph
- gullvagninn
- silfri
- gylfigisla
- handtoskuserian
- iador
- heidistrand
- latur
- hlf
- helgatho
- hehau
- drum
- himmalingur
- hinrikthor
- ringarinn
- ingahel
- ingasteinajoh
- jara
- astromix
- kreppan
- jensgud
- josira
- jogamagg
- jax
- islandsfengur
- jonsnae
- nonniblogg
- jonthorolafsson
- juliusvalsson
- kjartanis
- leifur
- kreppualki
- kreppukallinn
- kerla
- lauola
- larahanna
- liljabolla
- astroblog
- markusth
- manisvans
- methusalem
- misskilningur
- neo
- oktober
- olijon
- olofannajohanns
- svarthamar
- skari60
- ljosmyndarinn
- perlaoghvolparnir
- ragnar73
- ragjo
- salka
- pensillinn
- sjos
- meyjan
- amman
- sigrunsigur
- siggi-hrellir
- sigurgeirorri
- sylviam
- slembra
- athena
- must
- sunnadora
- svatli
- saethorhelgi
- tinnaeik
- nordurljos1
- kreppuvaktin
- valgerdurhalldorsdottir
- vertu
- eggmann
- what
- vigga
- perlan
- zeitgeistonair
- tsakalis
- steinibriem
- thorsteinnhelgi
- tothetop
- icekeiko
- thorsaari
Athugasemdir
Ekkert mál að láta skýin hverfa. Maður bara einfaldlega syngur bara sól sól skín á mig, ský ský burt með þig gott er í sólinni að verma sig... sól sól skín á mig. Og skýin bara hörfa med det samme hehehe
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.2.2007 kl. 00:25
Sendibílastöðin flytur heldur ekki ALLT annað eins og sagði í aulýsingunni forðum. Þú ert nú í mínum augum að tala um raunveruleg vísindi. Það er sannað að hugurinn hefur áhrif á efnið.
Við erum stundum kvíðin fyrir hinu verst og þegar það virðist svo verða raunin þá segjum við..."Alveg fann ég þetta á mér. 'Eg vissi að þetta myndi fara illa" og þykjumst svo vera orðin skyggn og með forspárhæfileika. Staðreyndin er hins vegar sú að ef þú hefur neikvæð viðhorf, þá kemurðu neikvæðu til leiðar. Ástæðan fyrir að eitthvað fer á vesta veg er sú að þú hugsaðir að það færi á versta veg.
Ergo: Það sem við hugsum, hendir okkur. Við erum það sem við hugsum og fáum það sem við höldum okkur eiga að fá.
Ef þér tókst ekki að flytja Esjuna, þá er það líklegast vegna þess að innst inni viltu hafa hana þarna og meintir ekkert með því.
Við verðun nefnilega að TRÚA til að geta flutt fjöll.
Annars er Esjan bara fín þar sem hún er.
Jón Steinar Ragnarsson, 27.2.2007 kl. 00:27
Það er ekkert mál að láta fjöllin hverfa, þú lokar bara augunum og opnar þau ekki aftur fyrr en allt er orðið dimmt.
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir, 27.2.2007 kl. 00:31
Alveg rétt Jón Steinar...innst inni vil ég alls ekki missa Esjuna. Hvernig ætti ég þá að geta roggin bent á eina tindinn sem ég hef klifið?
Sól sól skín á mig
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 27.2.2007 kl. 00:45
mér finnst þú æðisleg ... ætla að reyna að láta skýin víkja næst þegar ég ligg í grasinu að horfa á himininn ekki spurning
Kleópatra Mjöll Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 27.2.2007 kl. 02:20
..... ég get líka látið sólina skína.... dansa mikinn indíánadans og swúpp..... sólin skín.
En ég er líka indíánahöfðingi
Hrönn Sigurðardóttir, 27.2.2007 kl. 08:38
En getur hún ekki flutt allt annað?
Hulda Elma Guðmundsdóttir, 27.2.2007 kl. 09:01
Jú auðvitað er ég að tala um vísindi hérna. Set pælingar mínar bara í söguform og blanda þar eigin reynslu og uppgötvunum með.
Hugarorkan er mjög raunverulegt skapandi afl sem við höfum yfir að ráða. Við erum alltaf og stöðugt að skapa líf okkar með hugsunum og tilfinningum og ætlunum. Við erum samt enn að reyna að læra og uppgötva hvernig þetta virkar. Ég er búin að lesa fjöldan allan af bókum og fara á ráðstefnur og kynna mér þessi mál..en verð alltaf að vita sjálf hvernig þetta fúnkerar í raun. Og er búin að gera fjöldamargar tilraunir og uppgötvanir í leiðinni...sem hafa bara styrkt mig í því sem ég þó alltaf vissi einhversstaðar innra með mér..að við erum skaparar eigin tilveru og lífs. Og vá hvað ég ætla ekki að æfa mig og læra og uppgötva meira um þesssi mál...því ég hef ákveðna sýn um hvernig þessi veröld getur verið og ætla að gera allt sem ég get til að leggja mitt af mörkum. Jú auðvitað getur trúin flutt fjöll. Og við getum allt. Vantrúin getur hinsvegar líka staðið í vegi fyrir ÖLLU!
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 27.2.2007 kl. 09:40
Ég trúi því vel að hægt sé að færa Esjuna með hugarorku eða láta hana hverfa. Yuri Geller gat að vísu bara beygt skeiðar og gaffla með hugarorku sinni en hann hefði örugglega getað þróað hana til þess að flytja fjöll. Svo hvers vegna ekki líka þú? Segi ég. En plííís! Ef þú lætur Esjuna hverfa viltu þá skila henni aftur.
Svava frá Strandbergi , 27.2.2007 kl. 12:35
Já ég endurskoða þetta með Esjuna. Held að Raggi Bjarna yrði voða leiður ef hún hyrfi bara si svona. Hvernig ætti hann þá að syngja fína lagið..."Svífur yfir Esjunni vorgolan hlý"
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 27.2.2007 kl. 14:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.