Leita í fréttum mbl.is

Hmmmm rosalega er ég orðin þreytt á konum og körlum sem telja sig fórnarlömb...Jakk!!!

Enn og aftur kem ég mér út úr húsi. Gasp

Var að lesa bloggið hennar í grikklandi um þjóðverjann en verð bara að gleypa í mér tunguna núna. Og kafna. En .....common!!!! Einhversstaðar verða konur og líka karlar að standa upp og tala ef þeim mislíkar og eru undir.!!!! Það er enginn bjargvættur þarna úti sem kemur og segir..hey þetta á ekki að vera svona. Þú verður að standa upp og segja..hey..þetta er ekki að henta mér og er að fara illa með mig og ég neita að taka þátt lengur. Ekki bara röfla og kvarta og halda svo áfram vitleysunni.   Hjálp..ég verð grýtt af feministum eða kerlingum sem horfa illilega á mig fyrir þetta.

En í alvörunni....hvaða leikur er þetta eiginlega? Hver á að vinna og hvernig? Eins og mér finnst grikkjastelpan fyndin og frábær...þá er þetta ekki að skila neinu. Allir í rugli og frústrasjón yfir ólesnum hugsunum.  Ok...hendið í mig steinum..ekki grjóti..plís!!!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Við þurfum öll að hætta að vera fórnarlömb einhverra annarra....og vera bara við sjálf. Sama hvað! Jésús hvað maður getur orðið þreyttur á röfli sem allir eru að röfla í stað þess að segja hingað og ekki lengra. Ef enginn setur mörkin..hvar eiga hinir þá að stoppa? Ekki bara hella uppá kaffi og tala....gerið eitthvað sem sýnir hvað þið meinið.  Það sem ég er að reyna að segja er að það er ekki bara hægt að fela sig endalaust á bak við eitthvert orðaskak....maður verður að standa upp og sýna í verki hvað maður meinar ef manni er misboðið.

Svo sem ekkert meira um það að segja.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 28.2.2007 kl. 00:58

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Mér finnst þjóðverjasagan nú bara vera græskulaust grín og sjálfsháð. Fyrir mér er þetta raunar bara yndisleg ástarsaga um ást í meinum vegna aldursmunar. Ég held þau geti bæði ekki án hvors annars verið. Það er sjarmi yfir þessu.

Jón Steinar Ragnarsson, 28.2.2007 kl. 01:09

3 identicon

ætla hvorki að henda steinum né grjóti ... en vá hvað ég er sammála um að fólk eigi ekki að festa sig í fórnarlambshlutverkinu ... leiðindahlutverk

Kleópatra Mjöll Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 28.2.2007 kl. 01:13

4 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

 Jón Steinar er sjarmi yfir þessu???

Það væri það svo mikið ef enginn kvartaði....og öllum liði vel. En það sem ég les úr þessu er ekkert sjarmerandi. Og grikklandsbúanum líður ekkert vel. Hún er reið og sár yfir því sem henni finnst órettlæti og þvingun á hvernig hún þarf að gera fullt af hlutum sem hann ætti að hjálpa henni við vilji hann lifa og starfa. Hún sér um allt og það er ekkert rómansískt við það....nema fyrir þann sem Þarf ekkert að gera.

Þau hafa örugglega gaman af hvort öðru í auðninni og meðal asnanna....en rómantíkin við það nær ekki inn í það sem þarf að gerast til að lífið sjálft gangi. Hún er útkeyrð og hann latur eða ómeðvitaður. Og það er ekkert krúttlegt við það. Það er bara sama gamla sagan. Og hún á að standa upp og gera eða segja eitthvað ef þetta er að gera henni lífið erfitt. Vá núna er ég líka að vera ósammála bestu vinum mínum.

Kannski er þetta rómantísk ástarsaga..... hún er þá ekki að tja eitthvað sem við hin sjáum ekki. En erum við þá ekki komin að meininu að segja eitthvað allt annað en við meinum'

Og hvernig í ósköpunum getum við leyst vandamál þegar fólk segir bara eitthvað sem ekki stenst?

Vonandi er þetta falleg ástarsaga...en ef þetta á við líka í pólitíkinni..hvar erum við þá stödd?

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 28.2.2007 kl. 01:24

5 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Var að lesa inn á blogginu að kannski væri þetta bara rómantísk ástasaga...ef svo er í raun ...so be it. En....er ekki sannfærð.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 28.2.2007 kl. 01:51

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Bíddu...bíddu....bíddu! "bloggið hennar"? Hennar hverrar? Er svo ný í bloggheimum að ég hef ekki grænan grun um hvað málið snýst. Vinsamlegast fill me in.

Ég er feministi og á móti ofbeldi og kasta því hvorki steinum né grjóti. Chillaðu

Jenný Anna Baldursdóttir, 28.2.2007 kl. 10:33

7 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég held í hennar tilfelli að hún sé háð því að hafa einhvern til að pirra sig á. Þess vegna segir hún ekkert til að fæla hann ekki frá sér. Kannski er þetta jafnvel enn Freudískara. Það er staðreynd að sumir virðast háðir þessu ergelsi. Kannski ekki krúttlegt...en allavega kjánalegt.

Nú er útlit fyrir að hann sé að fara að tína snigla til að sjá fyrir heimilinu. Það var annars í raun ég sem ráðlagði henni að svelta hann. Matur stendur ótrúlega nærri hjartastað okkar karlamanna.

Annars er þetta svona týpískt kynslóðabil. Hann heldur að hún sé mamma sín en hún er aftur á móti smá skotin eða er að togast á milli með móðurástina og hina ástina. Kannski skiljanlegt að mín sé smá pirró. ....en hvað veit ég?

Jón Steinar Ragnarsson, 28.2.2007 kl. 10:36

8 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Annars tek ég algerlega undir þetta með fórnarlambsviðhorfin og fórnarlambavæðinguna. Fólk lætur eins og að gjörðir þess, hugsanir og ákvarðanir hafi engin áhrif á útkomu lífs þeirra.  Að það veri bara fyrir lífinu eins og það hafi orðið fyrir strætó. Ótrúlega grunnhyggið og kjánalegt.

Jón Steinar Ragnarsson, 28.2.2007 kl. 10:41

9 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Þetta var frískandi og skemmtilegt viðhorf. Ég er alveg sammála þér. Ótalmargir ganga í gegnum lífið með þá hugmynd í kollinum að lífið skuldi þeim eitthvað og bíða alla sína ævi eftir að þeim hlotnist sú vegsemd sem þeir telja sig eiga skilda en verða stöðugt birtrari þegar hún lætur á sér standa.

Steingerður Steinarsdóttir, 28.2.2007 kl. 11:07

10 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ég er alveg jafn græn og grunn og Jenný Anna og hef því ekki grænan grun um hvað allir eru að lesa.....

Ég er hins vegar að lesa Flugdrekahlauparann eftir Khaled Hosseini. Hún fangar mig gjörsamlega.

Hrönn Sigurðardóttir, 28.2.2007 kl. 11:57

11 Smámynd: gerður rósa gunnarsdóttir

Æ, hvað það er nú sætt að fólk nenni að pirra sig á mér. Ég setti inn nýja athugasemd eftir að ég sá þínar síðustu, Katrín, þar sem ég sá að þú varst orðin ansi pirruð á þessu tuði, mjög skiljanlega :) , til að reyna að útskýra málið.
Staðreyndin er sú að ég er voða léleg í fórnarlambshlutverkinu. Að fólk hagi sér svona og hinsegin gagnvart manni, reyni kannski að ganga eins langt og það geti, getur auðvitað komið fyrir. Og sá eini sem er ábyrgur fyrir að það sé látið viðgangast er maður sjálfur. Ég hef voða lítinn tolerans fyrir slíku. Og get pirrað mig yfir ólíklegustu hlutum. En að kippa slíku í liðinn er yfirleitt voða lítið mál. Bara spurning hvaða leið maður velur til þess.
Að ég sé eitthvað pínu skotin í þessum Þjóðverja, þrátt fyrir aldursmun, hef ég auðvitað þurft að taka til athugunar. Það gerði ég síðasta sumar þegar hann bjó hjá mér í mánuð. Og niðurstaðan er nei, það er ég svo sannarlega ekki. Hvort sú niðurstaða byggi á einhverri afneitun er auðvitað erfitt að sanna fyrir öðrum.
Að ég beri í brjósti móðurást til þessa stráks, veit ég nú bara ekki. Ég hef oft áður átt sambýlisfélaga, af báðum kynjum, (svona samleigjendur þið vitið) og hef þótt vænt um þau öll. Það er erfitt að finna ekki til einhverrar væntumþykju gagnvart fólki sem maður kynnist mjög vel. Oft hef ég lent í einhverju uppeldishlutverki. Og hef reyndar oft kallað þetta börnin mín þó ekki hafi aldursmunur verið ýkja mikill oft á tíðum.
Að ég geti ekki án hans verið er afar ólíklegt :) Ég er alveg hræðilega sjálfstæð.
Ég hef gaman af veru hans hér, en myndi einfaldlega vilja að hann væri duglegri. Að krefjast þess að hann geri það að eigin frumkvæði finnst mér flokkast undir frekju af minni hálfu. Það eru bara ekki allir haldnir frumkvæði. Jafnvel ég skil það. Að auki veit ég að ég get verið ansi ákveðin og yfirgangssöm, og skilst að minn stundum yfirþyrmandi karakter geti dregið mátt úr fólki og það verður passívara en það væri að öllu jöfnu gagnvart öðrum. Slík framkoma gagnvart mér getur því legið í mínum eigin karakter. Það verð ég að taka til greina líka þegar ég kvarta yfir frumkvæðisleysi annarra.

Það er bara svo voða erfitt að koma öllum hliðum að í einu í svona skrifum. Ég get ekki verið meira sammála þeim sem pirra sig yfir fólki sem festist í einhverju fórnarlambshlutverki. Og fólk sem vælir og vælir en gerir svo ekkert í málunum. Ég veit ekki hve oft ég hef kvartað yfir því sama. Slíkt er alveg óþolandi.
Þeir sem þekkja mig vita að þannig er ég ekki. Ég læt voða lítið vaða yfir mig. Ég tel mig algerlega hafa töglin og hagldirnar gagnvart eigin velferð. Og ég man bara ekki til þess að nokkur hafi nokkurntímann farið illa með mig. Það er kannski reynt, en slíkt læt ég ekki viðgangast. Að einhver komi lúalega fram við mig, skaðar mig ekki. Að einhver borgi ekki alveg fyrir sig sé ég einnig í aðeins víðara samhengi. Ég hef alveg örugglega ekki borgað fyrir mig einhverntímann. Ég tel að þetta jafnist allt út að lokum. Auk þess eru peningar ekki allt.

gerður rósa gunnarsdóttir, 28.2.2007 kl. 12:18

12 Smámynd: gerður rósa gunnarsdóttir

Og auk þess þá HEF ég talað við stráksa um þessi mál. En málið er að það er svo misjafnt hvernig tala þarf við fólk þannig að það virki. Einn skilur áður en skellur í tönnum, og án þess að til einhverrar beinnar konfrontasjón þurfi að koma, annar þarf að láta skera út í pappa fyrir sig. Ég hef kynnst alveg helling af fólki í lífinu, af ýmsum þjóðernum og með mjög misjafnan bakgrunn (að maður tali nú ekki um að fólk hefur alveg gífurlega misjafnan karakter hvort eð er). Ég reyni yfirleitt að fikra mig áfram og beita ekki harðari viðbrögðum en nauðsyn krefur til að fá mínu framgengt. Ekki til að missa einhvern vinsældarstig, því mér er ósárra að missa vinsældir en sjálfsvirðingu eða sjálfstæði eða ganga á bak prinsippa minna, heldur er ég að reyna að sýna smá tillitssemi. Stundum nenni ég því ekki og slengi bara hlutum framan í fólk. En ég er einmitt að reyna að æfa mig í að vera ekki alveg jafn miskunnarlaus og ég hef alltaf verið. Gengur ekki alveg smurt fyrir sig, en tel mig þó vera að mjakast í þá áttina.

gerður rósa gunnarsdóttir, 28.2.2007 kl. 12:30

13 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ahemm þar höfum við það.  'Eg var eins og hinar tvær hér að ofan hafði ekki grænan grun um hvað þið voruð að tala um.  En hér er skýringin sjálf komin. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.2.2007 kl. 12:40

14 Smámynd: gerður rósa gunnarsdóttir

PS Ég sé á viðbrögðunum að þú ert raunverulegur vinur vina þinna, Katrín, og berð velferð þeirra þér fyrir brjósti. Og þolir engan leikaraskap í mikilvægum málefnum. Það eru fáir þannig sem maður kynnist. Ég skal reyna að taka tillit til þess í framtíðinni.
Og AÐ S

gerður rósa gunnarsdóttir, 28.2.2007 kl. 12:54

15 Smámynd: gerður rósa gunnarsdóttir

JÁLFSÖGÐU ertu ekki búin að koma þér út úr húsi hjá mér.
Mér finnst þú ÆÐISLEG :) Takk fyrir þig :)

gerður rósa gunnarsdóttir, 28.2.2007 kl. 12:56

16 Smámynd: gerður rósa gunnarsdóttir

JÁLFSÖGÐU ertu ekki búin að koma þér út úr húsi hjá mér. Mér finnst þú ÆÐISLEG :) Takk fyrir þig :)

gerður rósa gunnarsdóttir, 28.2.2007 kl. 12:57

17 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hrönnsla Flugdrekahlauparinn er með betri bókum sem ég hef lesið undanfarin ár og les ég mikið?  Algjört "must read"

Jenný Anna Baldursdóttir, 28.2.2007 kl. 12:59

18 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

HVa það eru aldeilis viðbrögð þegar maður ergir sig. Minnir bara á þegar ég fékk einu sinni nóg af heimsku eins yfirmanna minna og varð svo reið að ég datt úr hælaskónum mínum og áður en ég vissi af stóð ég þarna á miðju gólfi með hælaskóna reidda yfir hausamótunum á honum og hélt þrusuræðu um hvernig maður ætti að koma vel fram við starfsfólkið sitt meðan ég sveiflaði honum í kringum mig haldandi í bindið hans..hehe. En þetta var auðvitað fyrir löngu þegar ég var stressuð dama í dragt en ekki afslappaðri hippi eins og ég er núna.

Gerður mín..ég vildi bara segja að það var ástæða fyrir því að ég væri að ergja mig á því hvernig þú gerir þína hluti. Vnalaega hef ég sko alveg nóg með að ala sjálfa mig upp og leyfa öðrum bara að vera eins og þeir vilja vera. En þetta vakti upp í mér minn eigin pirring gagnvart sjálfri mér þar sem mér hefur fundist ég vera að bregðast sjálfri mér. Og þá er náttla upplagt í stað þess að líta í eigin barm að ergja sig bara á einhverjum öðrum. Þetta týpíska "að sjá flísina í auga náungans en ekki bjálkann í sínu eigin". 

Notaði svo morguninn í að leiðrétta mína hluti og er aftur orðin sátt með sjálfa mig og gott að þú ert sátt með þig og að við erum sáttar með hvor aðra.

p.s og ég er alls staðar að heyra um Flugdrekahlauparann og ætla að verða mér úti um hana.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 28.2.2007 kl. 16:21

19 Smámynd: gerður rósa gunnarsdóttir

Mér fannst þetta nú bara voða krúttlegt ;) smúsk
Alveg argandi brjáluð Katrín yfir einhverju sjálfsvorkunnarkasti í ansakonu úti í bæ ;)
Ég lifi eftir þeirri reglu að þurfa aldrei að sjá eftir neinu sem ég geri. En jafnvel enn frekar að þurfa aldrei að sjá eftir að hafa EKKI gert eitthvað sem mér finnst ég verða að gera. Til að verða ekki beisk og bitur. Og það hefur mér tekist mjög vel held ég.
Vona að öðrum takist það líka. Þá finnst manni maður aldrei hafa brugðist sjálfum sér. Og ég er svo heppin að þekkja ekki þá tilfinningu :)

gerður rósa gunnarsdóttir, 28.2.2007 kl. 17:54

20 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Verð nú bara að sega að hér er líf og fjör! Alltaf tilhlökkun að kíkja inn á bloggið þitt Veit ekkert um hvað málið snýst en skiptir það nokkru máli? Hér er bara líf!!!

Já, semsagt: bloggið þitt fær mig til að brosa og hlægja hér við tölvuna. Takk fyrir það

Guðrún Þorleifs, 28.2.2007 kl. 19:12

21 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Nei Dúa mín,það var ekki nóg pláss fyrir okkur báðar á hennar bloggi svo ég kom mér bara heim eftir að hafa verið að æsa mig á annarra manna grikklandi...Takk Guðrún mín

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 28.2.2007 kl. 19:31

22 Smámynd: gerður rósa gunnarsdóttir

Hvað meinarðu eiginlega kona?! Ég veit ekki betur en að þú hafir verið meira en velkomin með athugasemdir á síðunni hjá mér! Ég þakkaði nú m.a.s. fyrir þær í bak og fyrir. Ekki gefa annað í skyn, það væri ósanngjarnt. Dankeschön.

gerður rósa gunnarsdóttir, 28.2.2007 kl. 20:23

23 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Lol..þetta fer nú bara að verða eins og sápuóperan hjá Gurrí!!! Æ átti bara að vera brandari...ohh klikkað að þurfa útskýra brandara..en hva...veit ekki einu sinni alveg hvernig brandari..hugsunin var líklega sú að við værum báðar skapmiklar og kjarnakvennsur sem tækjum okkur það pláss sem við þurfum egar við þirfum.....og ég hef aldrei fundið neitt annað en að vera einmitt hjartanelga velkomin hjá þér. Ef mér hefur eitthvað tekist að klúðra með lélegum brandara sem er reyndar alveg óskiljanlegur ef maður les hann...nú þá verð ég að biðjast afsökunar og geri það með gleði.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 28.2.2007 kl. 20:41

24 Smámynd: gerður rósa gunnarsdóttir

LOL ókídókí ;) Þarna sérðu; maður hefur eitt í hausnum en svo er kannski ekki alveg sama mynd sem birtist á prentinu.
Sjáumst :)

gerður rósa gunnarsdóttir, 28.2.2007 kl. 21:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Snæhólm Baldursdóttir
Katrín Snæhólm Baldursdóttir

 Maddama kerling fröken frú Katrín Snæhólm. Hef áhuga á öllu milli himins og jarðar og telst þá hvoru tveggja með. Himinn og jörð.

 

kbaldursdottir@gmail.com

 

 

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 311441

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...xoqlinc
  • ...x-o-
  • ...katrin_mynd
  • ...peru_3
  • ...peru_2
  • ...peru_786202
  • ...peru
  • ...usturv_llur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband