Leita í fréttum mbl.is

Gott að eiga góða að.....allsstaðar!

Um daginn þegar við skruppum til London mundum við auðvitað eftir að læsa húsinu okkar vel og vandlega. Eyddum þar deginum og komum ekki heim fyrr en síðla kvölds til að uppgötva að við höfðum skilið allt eftir uppljómað og pott með pulsuvatni í á logandi gashellu!!!!

Hvað er eiginlega hægt að vera mikið utan við sig???? Og ég sem er alltaf með gleraugun á mér og hef því enga afsökun fyrir að hafa ekki séð þetta.  Vatnið var auðvitað allt gufað upp og potturinn algerlega kolsvartur og ónýtur enda logaði glatt undir og búið að gera allan daginn og fram á kvöld. En það furðulega var að það var enginn reykur og ekki einu sinni reykjarlykt í húsinu.Shocking

Ég er sannfærð um að verndarengillinn okkar er rosalega myndarlegur og fallegur fyrrverandi burnaliðsmaður sem bara passaði uppá þetta fyrir okkur. Haldiði það ekki? Ef þetta hefði verið brunaslökkviliðskonuengill hefði hún auðvitað bara slökkt á gashellunni strax...en maður getur ekki fengið allt og ég er mjög þakklát brunaliðsenglinum að bjarga húsinu okkar.

slökkviliðsmaðurHeartHeartHeartHeartHeartHeartHeart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Katrín mín, ef einhver á sér verndarengla þá ert það þú. Ég mun aldrei gleyma bílastæðisenglinum okkar í GB hér um árið! Mikið er ég glöð að heyra að allt var í lagi, dúllan mín! Ríkisbubbinn minn!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 28.2.2007 kl. 17:14

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Katrín mín held ég held að verndarengillinn þinn sé alhliða iðnaðarmaður með víðtæka hæfileika! Smútsj

Ég sé engin merki þess að þú hafir kíkt inn á bloggið mitt kæra vinkona. Mannstu? Your wish is my command

Jenný Anna Baldursdóttir, 28.2.2007 kl. 17:32

3 Smámynd: www.zordis.com

Lán í óláni!  Ekki hægt að segja annað en að verndar englar sem vættir hafi verið að vinna sitt á meðan sú ríka og fagra eyddi deginum í borg tískunnar!  Gott að allt fór vel ......

www.zordis.com, 28.2.2007 kl. 18:05

4 identicon

þú ert umkringd fallegum verndarenglum ekki spurning

Kleópatra Mjöll Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 28.2.2007 kl. 19:06

5 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Ég verð nú að viðurkenna að það fór aðeins um mig þegar ég kom heim og gerði mér grein fyrir hvað hefði getða gerst.

En já...góðar vættir og verndarenglar eru ekkert að sofa á vaktinni..enda orðnir mér vanir greyin og vita alveg að það þarf að hafa auga með mér svona oftast

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 28.2.2007 kl. 19:23

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ertu viss um að þetta hafi ekki bara verið búálfurinn, og nú grætur hann vegna þess að hann er ekki nógu flottur fyrir þig, skömminðín. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.2.2007 kl. 21:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Snæhólm Baldursdóttir
Katrín Snæhólm Baldursdóttir

 Maddama kerling fröken frú Katrín Snæhólm. Hef áhuga á öllu milli himins og jarðar og telst þá hvoru tveggja með. Himinn og jörð.

 

kbaldursdottir@gmail.com

 

 

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 311441

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...xoqlinc
  • ...x-o-
  • ...katrin_mynd
  • ...peru_3
  • ...peru_2
  • ...peru_786202
  • ...peru
  • ...usturv_llur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband