2.3.2007 | 15:24
Blessað brauðið!
Núna þessa dagana þegar allir vakandi og vinnandi menn og konur standa vörð um verðlagið langar mig að segja ykkur sögu af því þegar ég lenti í verðkönnun í gegnum símann fyrir mörgum árum. Reyndar á ég að vera að pakka og þrífa en viljinn er veikari en nýbökuð rúnnstykki og því sit ég hér og blogga um brauð!
Síminn...Ring ring
Ég..Já halló
Maður að gera verðkönnun...Já góðan dag..hvað kostar fransbrauðið í dag?
Ég...ja ég veit það nú ekki alveg..er það ekki eitthvað í kringum 70 kallinn?
Maður að gera verðkönnun...Veistu það ekki?
Ég....Ekki alveg nákvæmlega nei..en það er örugglega samt nálægt 70 krónum ef mig minnir rétt.
Maður að gera verðkönnun...Er einhver þarna sem veit það?
Ég...Ha ha ha... nei ætli ég sé ekki sú sem ætti að vita það best hér..get ekki ímyndað mér að hinir séu neitt að spá í það (ég þekkjandi mitt heimafólk)
Maður að gera verðkönnun...Mér finnst nú lágmark að það sé einhver þarna sem veit hvað fransbrauð kostar.
Ég.....Já ég er nú alveg sammála.....maður á auðvitað að fylgjast betur með og ekki að leyfa sér svona leti.
Þarna var maður að gera verðkönnun farinn að verða frekar hávær og ókurteis við mig.
Maður að gera verðkönnun....En heilhveitibrauðið. Veistu hvað það kostar?
Ég...Fyrirgefðu nei ekki heldur..en er það ekki alltaf eitthvað ódýrara en franskbrauðið? Eða var það franskbrauðið sem er ódýrara? Æ ég man þetta aldrei. Allavega annað hvort er ódýrara en hitt.
Hér var ég farin að verða svolítið óstyrk og farnar að renna á mig tvær grímur með þessa frekjulegu verðkönnun. Maður getur nú ekki munað allt!!!
Maður að gera verðkönnun...Ég hef bara aldrei vitað annað eins..það er nú lágmark að fólkið sem vinnur í bakaríunum viti verðið á því sem það er að selja.
Ég..Ha já. Ég er nú alveg sammála því..ehhh ertu ekki annars að gera verðkönnun?.
Maður að gera verðkönnun hváir..Ha hver ég?....nei ég ætlaði að hringja í Björnsbakarí. Er þetta ekki Björnsbakarí???
Ég..ekki lengur þátttakandi í verðkönnun heldur húsmóðir í vesturbænum með lélegt verðskyn..Ha nei vinur minn ..þetta er á Seljavegi 29 í heimahúsi.
Ég og maðurinn sem var ekki að gera verðkönnun hlógum mikið og innilega þegar við uppgötvuðum misskilninginn. Og ég var glöð að vera ekki að vinna í bakaríi með ekki betra verðskyn á brauði en þetta.
Og að lokum kínverskt spakmæli.
Ef þú átt bara tvo peninga keyptu þá brauð fyrir annan þeirra svo þú getir lifað og blóm fyrir hinn svo lífið sé þess virði að lifa því.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- September 2013
- Júní 2010
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Myndaalbúm
Bloggvinir
- gurrihar
- ibbasig
- zordis
- ipanama
- hugarfluga
- poppoli
- skessa
- vilborg-e
- gudnyanna
- vikingurkr
- sarcasticbastard
- landsveit
- asthildurcesil
- jenfo
- svalaj
- halkatla
- matthildurh
- jahernamig
- katlaa
- svavs
- kiddirokk
- ludvik
- heiddal
- jonaa
- arh
- palmig
- leifurl
- mediumlight
- bjarkitryggva
- 810
- haukurn
- amason
- heringi
- emmgje
- hk
- zoa
- steingerdur
- hronnsig
- holi
- steina
- alla
- malacai
- almaogfreyja
- kruttina
- arikuld
- arnaringvarsson
- agbjarn
- asgerdurjona
- gammon
- baldvinj
- barafridriksdottir
- bardurorn
- kaffi
- storyteller
- birgitta
- bjarnihardar
- lubbiklettaskald
- salkaforlag
- gattin
- skordalsbrynja
- tilfinningar
- brandarar
- diesel
- draumur
- einarborgari
- einari
- gustichef
- elinarnar
- zoti
- happy-dog
- evabenz
- utlit
- finni
- stjornarskrain
- lucas
- gudmundurhelgi
- gudnym
- glostrup
- zeriaph
- gullvagninn
- silfri
- gylfigisla
- handtoskuserian
- iador
- heidistrand
- latur
- hlf
- helgatho
- hehau
- drum
- himmalingur
- hinrikthor
- ringarinn
- ingahel
- ingasteinajoh
- jara
- astromix
- kreppan
- jensgud
- josira
- jogamagg
- jax
- islandsfengur
- jonsnae
- nonniblogg
- jonthorolafsson
- juliusvalsson
- kjartanis
- leifur
- kreppualki
- kreppukallinn
- kerla
- lauola
- larahanna
- liljabolla
- astroblog
- markusth
- manisvans
- methusalem
- misskilningur
- neo
- oktober
- olijon
- olofannajohanns
- svarthamar
- skari60
- ljosmyndarinn
- perlaoghvolparnir
- ragnar73
- ragjo
- salka
- pensillinn
- sjos
- meyjan
- amman
- sigrunsigur
- siggi-hrellir
- sigurgeirorri
- sylviam
- slembra
- athena
- must
- sunnadora
- svatli
- saethorhelgi
- tinnaeik
- nordurljos1
- kreppuvaktin
- valgerdurhalldorsdottir
- vertu
- eggmann
- what
- vigga
- perlan
- zeitgeistonair
- tsakalis
- steinibriem
- thorsteinnhelgi
- tothetop
- icekeiko
- thorsaari
Athugasemdir
ROFL
Jenný Anna Baldursdóttir, 2.3.2007 kl. 15:28
Það hefur farið smá kjánahrollur um ykkur þarna.
Jón Steinar Ragnarsson, 2.3.2007 kl. 15:31
rúlla á hlæjandi gólfi
Hrönn Sigurðardóttir, 2.3.2007 kl. 15:36
Frábær lýsing hehehe.... Takk fyrir að deila þessu með okkur.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.3.2007 kl. 16:27
Hahahaha ... fyndið :)
gerður rósa gunnarsdóttir, 2.3.2007 kl. 17:30
Hahahhaha, það er svo gaman að svona misskilningi, sérstaklega eftir á. Frábær saga!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 2.3.2007 kl. 19:43
Alltaf gaman af skemmtilegum sögum, þessi var frábær
Björg K. Sigurðardóttir, 2.3.2007 kl. 20:14
hahahaha, mikið hefði viljað heyra þetta símtal.
Kv. SigfúsSig.
Sigfús Sigurþórsson., 2.3.2007 kl. 21:04
Góóóð! Yndislegar myndir á síðunni þinni, fyrir utan allt annað. Takk, kæra kvinna, ég finn samhljóm hjá þér!
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 2.3.2007 kl. 23:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.