3.3.2007 | 08:25
Bláa Fjöðrin, gullgaldrar og visakort
Athugasemdir

Tek undir með Örnu, það væri alls ekki leiðinlegt að framkvæma hlutina með hugsunina eina að vopni
Gerða Kristjáns, 3.3.2007 kl. 10:19

Þetta eru ekki lengur svona hugarórar eða óskir..vísindin eru farin að geta sýnt fram á akkúrat þetta..að við raunverulega sköpum, framköllum og löðum að okkur með hugarorkunni. Allt er orka og við þurfum bara að opna hugann og byrja að skilja og læra hvernig þetta virkar allt saman. Auðvitað tekst þetta ekkert endilega í fyrstu tilraun..það eru fleiri samverkandi þættir sem þurfa að vera til staðar. T.d trú á getuna traust og innri sterk jákvæð tilfinning. Ég hins vegar gat ekki skilið hvernig þetta gerðist..en núna eru að koma fram upplýsingar sem skýra svo margt. Bara mjög spennandi tímar sem við erum að lifa.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 3.3.2007 kl. 10:26

Takk fyrir af hafa sent mér myndina the Secret. Við horfðum á hana í gær. Nú hefur maður enga afsökun lengur. Nú myndgeri ég vilja minn.
Jenný Anna Baldursdóttir, 3.3.2007 kl. 10:48

Frábært Jenný. Þú skilur alveg um hvað ég er að tala núna..ekki satt?
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 3.3.2007 kl. 11:01

Ég sé að mér er ekkert að vanbúnaði að fara á bókasafnið og sækja bókina sem Anna var að benda mér á.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.3.2007 kl. 11:13

Áttu ekki við myndina..What the bleep do we know? Hún er bara yndisleg
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 3.3.2007 kl. 11:16

Ætli það ekki. Þá er það bara Hamraborgin mín há og fögur. Vídeoleigan.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.3.2007 kl. 12:23

Ég á bæði The Secret og What the bleep í sjóræningjaútgáfu en má að sjálfsögðu ekki dreifa slíku. Meillinn minn er nú samt þarna á blogginu mínu ef einhver hefur spuuurniiiingaaaar.
Fyrir mér eru þetta engar kenningar heldur staðreyndir en það er þó vandasamt að yfirstíga egóið sitt og ná árangri. Maður þarf nefnilega að vilja bót á högum sínum í því markmiði að það verði öðrum til framdráttar líka. Það er þessi óeigingjarna eigingirni, sem ég nefni stundum.
Það eru mjög misjafnar bókmenntir til um þetta efni og margir hverjir eru að gera sér þetta að féþúfu. Ég get þó mælt með bókunum á síðunni minni auk fleiri rita, sem auðga andann og setja okkur í samband við hið stóra samhengi...
Jón Steinar Ragnarsson, 3.3.2007 kl. 12:26

Jón Steinar ég myndi að sjálfsögðu ALDREIGI hvetja til ólöglegrar dreyfingar á myndefni. Nóg að hafa einn krimma í myndadeildinni. En það er alltaf gott að eiga meil hjá fólki. Við gætum þurft að ræða alvarlega saman
Sniðug tilviljun að þú skulir eiga "what the bleep" og að ég sé ákveðin í að sjá hana, hehe
Jenný Anna Baldursdóttir, 3.3.2007 kl. 13:41

Já ég segi sama. Það er meira að segja nóg að skrifa bara kúluhúsið Ísafirði utaná pakka hehehe.... hann kemst til skila.
Ég á dvd disk sem ég gæti sent til baka.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.3.2007 kl. 14:38

Já en það skemmtilega er að núna eru svo margir að verða meira meðvitaðir um hvað það er í raun að vera mannvera og allir þeir óendanlegu möguleikar sem því fylgja. Ekki bara eitthvað lið sem eru fyrrverandi hippar og nýaldrakusk..heldur alvöru vísindamenn og konur. Mannkyn er að vakna Big time!!!
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 3.3.2007 kl. 17:38

Ég deili svo þessum hugsunum þínum, Katrín, og ykkar sem hafið áhuga á þessu. Hef séð myndina "What the bleep do we know" og get mælt með henni. Mikið er hins vegar públíserað af algeru bulli um skylda hluti - og því er gott að fá vitneskju um gimsteinana innanum grjótið í málaflokknum.
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 3.3.2007 kl. 22:06
Bæta við athugasemd
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.5.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- September 2013
- Júní 2010
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Myndaalbúm
Bloggvinir
-
gurrihar
-
ibbasig
-
zordis
-
ipanama
-
hugarfluga
-
poppoli
-
skessa
-
vilborg-e
-
gudnyanna
-
vikingurkr
-
sarcasticbastard
-
landsveit
-
asthildurcesil
-
jenfo
-
svalaj
-
halkatla
-
matthildurh
-
jahernamig
-
katlaa
-
svavs
-
kiddirokk
-
ludvik
-
heiddal
-
jonaa
-
arh
-
palmig
-
leifurl
-
mediumlight
-
bjarkitryggva
-
810
-
haukurn
-
amason
-
heringi
-
emmgje
-
hk
-
zoa
-
steingerdur
-
hronnsig
-
holi
-
steina
-
alla
-
malacai
-
almaogfreyja
-
kruttina
-
arikuld
-
arnaringvarsson
-
agbjarn
-
asgerdurjona
-
gammon
-
baldvinj
-
barafridriksdottir
-
bardurorn
-
kaffi
-
storyteller
-
birgitta
-
bjarnihardar
-
lubbiklettaskald
-
salkaforlag
-
gattin
-
skordalsbrynja
-
tilfinningar
-
brandarar
-
diesel
-
draumur
-
einarborgari
-
einari
-
gustichef
-
elinarnar
-
zoti
-
happy-dog
-
evabenz
-
utlit
-
finni
-
stjornarskrain
-
lucas
-
gudmundurhelgi
-
gudnym
-
glostrup
-
zeriaph
-
gullvagninn
-
silfri
-
gylfigisla
-
handtoskuserian
-
iador
-
heidistrand
-
latur
-
hlf
-
helgatho
-
hehau
-
drum
-
himmalingur
-
hinrikthor
-
ringarinn
-
ingahel
-
ingasteinajoh
-
jara
-
astromix
-
kreppan
-
jensgud
-
josira
-
jogamagg
-
jax
-
islandsfengur
-
jonsnae
-
nonniblogg
-
jonthorolafsson
-
juliusvalsson
-
kjartanis
-
leifur
-
kreppualki
-
kreppukallinn
-
kerla
-
lauola
-
larahanna
-
liljabolla
-
astroblog
-
markusth
-
manisvans
-
methusalem
-
misskilningur
-
neo
-
oktober
-
olijon
-
olofannajohanns
-
svarthamar
-
skari60
-
ljosmyndarinn
-
perlaoghvolparnir
-
ragnar73
-
ragjo
-
salka
-
pensillinn
-
sjos
-
meyjan
-
amman
-
sigrunsigur
-
siggi-hrellir
-
sigurgeirorri
-
sylviam
-
slembra
-
athena
-
must
-
sunnadora
-
svatli
-
saethorhelgi
-
tinnaeik
-
nordurljos1
-
kreppuvaktin
-
valgerdurhalldorsdottir
-
vertu
-
eggmann
-
what
-
vigga
-
perlan
-
zeitgeistonair
-
tsakalis
-
steinibriem
-
thorsteinnhelgi
-
tothetop
-
icekeiko
-
thorsaari
Í bókinni ímyndir eftir Richard Back er sagan um Bláu fjöðrina en þar er einmitt verið að tala um sköpunarkraft og hvernig maður notar hann.
í þessari skemmtilegu sögu sitja vinirnir dag einn undir tré og eru að ræða málin. Annar þeirra er orðinn forvitinn um hvernig vinur hans virðist geta framkallað allt sem hann vantar til sín fyrirhafnarlaust. Sá segir honum að hugsa um eitthvað sem hann vilji framkalla og vinurinn velur sér bláa fjöður sem viðfangsefni. "Settu nú ímyndina af bláu fjöðrinni inn í gull, svona orkuramma úr gulli sem víbrar og auktu víbringinn þar til hann er orðinn svo sterkur að þú verður að sleppa honum. Þá fer þessi ímynd af stað út í alheiminn sem sendir þér svo blá fjöður til baka á milljón kílómetra hraða"Hinn gerir það en ekkert gerist. Þeir fara svo niður í þorp til að fá sér að borða og á borðinu er mjólkurferna með mynd af blárri fjöður á.."Vá frábært..hérna er bláa fjöðrin mín komin" segir sá sem var að gera tilraunina alsæll með árangurinn.
"Já en þetta er bara mynd af fjöður..ekki alvöru og raunveruleg. Þú verður að muna að setja sjálfan þig inn í myndina af þú vilt að hluturinn eða það sem þú ert að laða að þér komi til þín í raun" segir þá vinur hans.
Lá einu sinni í sófanum heima hjá mér fyrir mörgum árum og var að lesa bókina eina ferðina enn. Á einhvern hátt fannst mér hún heillandi og spennandi. Fram að þessu hafði ég altaf lesið þetta sem skemmtileg ævintýri en einhvernveginn akkúrat á þessu augnabliki sem ég var að lesa um bláu fjöðrina bara vissi ég að þetta væri raunveruleiki og raunverulega hægt. Lagði frá mér bókina og ákvað að sjá mig sjálfa fyrir mér með visa kort. He he.... já ekkert mjög háandleg sýn en akkúrat það sem mig bráðvantaði og hafði ekki haft erindi sem erfiði við að fá bankann minn til að láta mig hafa eitt. Ég þurfti það mjög nauðsynlega til að hrinda í framkvæmd byrjun á einum af draumum mínum.
Allavega þá setti ég sjálfa mig í rammann af þessari gullorku haldandi á visakorti og fann hvernig tíðnin jókst stöðugt þar til hún víbraði mjög sterkt og þá sleppti ég myndinni. Á sama augnabliki, nei sama sekúndubrotinu hringdi síminn. Ég var ekkert ánægð með það þar sem ég var rétt að klára tilraunina og vildi ekkert sem truflaði mig. Í símanum var kunningjakona sem ég hafði ekki heyrt í nokkuð lengi sem sagði..."Heyrðu Katrín mín..ég var hérna heima hjá mér að skúra og þá fékk ég allt í einu þessa flugu í kollinn að lána þér visakortið mitt svo þú getir notað það til að gera þetta sem þig langar að gera. Þu mátt bara nota það því ég þarf það ekki. og ég ákvað bara að hringja strax og athuga hvort það hentaði þér???
Þetta var fyrir svona 10 árum og síðan þá hef ég verið að kynna mér svona skemmtileg orkuævintýri og núna er auðvitað bara hátíð þegar allar þessar bækur eru að koma út um efnið. Held að við séum að komast á mjög merkilega tíma og byrja að skilja margt sem okkur var áður hulið. What the bleep do we know og The secret eru myndir sem kenna þetta á skemmtilegan hátt, og bloggvinir mínir Jón Steinar, Vilborg Gurrí, Guðný og fleiri hafa verið að mæla með. Líkir sækja líka heim.
Ég ætla að bæta við þessari eftir Dr Wayne W. Dyer sem er mjög góð og auðlesin. The power of intention. Change the way you look at things and the things will change.
The latest ground breaking book by visionary author Wayne Syer. For years Dyer has been researching the power og intention, the energy that surrounds all of us
Allar svona skemmtilegar sköpunarsögur eða furðuleg ævintýri sem hafa hent ykkur væri gaman að heyra um í athugasemdum. Alltaf gaman að deila lífinu og öllu því ótrúlega sem það ber með sér.