Leita í fréttum mbl.is

Smá þoka....svo skín sólin skært á alla.

í þokunni

Skrifa ekkert sérstakt núna...vona bara að þokunni létti og ég sjái skýrt þegar þokunni léttir....ekkert smá erfitt að flytja og færa sig um set á öllum vígstöðum.

Líf vertu gott. Maður gerir sitt besta og sér svo til hvað gerist svo.  Blóm og blíða, sumar og sól. Loksins eru páskaliljurnar um öll tún hérna og trén blómstra meir með hverjum deginum...svo fallegt.

I am little and alone

lost in the world

does not know where to go

please lead me my father

 to the light so brigt

  and then never leave me alone

sólblómið

Hvað kallar þetta ljóð fram hjá ykkur?

Eigið góða helgi kæru vinir.! Verð bloggfrí næstu daga þar til ég kemst í samband á ný. Kannski...kannski get ég stolist smá á morgun...en ef ekki....þá verð ég bara að lifa án ykkar þar til einhverntímann í næstu viku.

Smjúts.Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Skrif þín snerta alltaf ákveðna strengi í mér Katrín, og þetta ljóð þitt gerir það líka. Setningin: "líf vertu gott " framkallar hins vegar sterkari tilfinningaviðbrögð en ljóðið, þó það sé býsna gott líka Takk, kæra kona.

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 3.3.2007 kl. 21:58

2 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Þín verður saknað, elskan mín. Gangi þér vel að flytja og megi þokuskömmin fjúka langt í burtu!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 3.3.2007 kl. 22:05

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég mun sakna þín sárt

Jenný Anna Baldursdóttir, 3.3.2007 kl. 22:22

4 Smámynd: Gerða Kristjáns

Gangi þér vel með flutningana og góða helgi   Hlakka til að sjá frá þér þegar samband kemst á á ný

Gerða Kristjáns, 3.3.2007 kl. 23:00

5 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Gangi þér vel að flytja Katrín mín og megi þokan svífa á braut. Þegar ég las ljóðið skaust fram minning frá því að ég var lítil og mamma sat á rúmstokknun að lesa með mér bænirnar.

Svava frá Strandbergi , 3.3.2007 kl. 23:04

6 Smámynd: www.zordis.com

Flutningar eru skemmtilegir þegar lífið er gott!  pakka niður, pakka upp kanski ekki jafn skemmtilegt en ég sendi þér hlýja strauma og yndislega drauma....mig dreymdi þig um daginn

www.zordis.com, 3.3.2007 kl. 23:14

7 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Sofðu vina, sofðu blítt

Svífðu í draumsins þýðu.

Vorið senn mun verma hlýtt,

vekja blóm og blíðu.

 Kannski ein teskeið af litlum sálmi eða vögguvísu af blogginu mínu, sé gott við þessu mín kæra.....

 Ef um dimman dal þú ferð

og dauðinn sverð sitt reiðir.

Gættu að, þá gjarnan sérð

að Guð við hönd þig leiðir.

Ótastu ekki.  Það er ekkert nema gæskan í boði.  Við vinirnir sendum þér hlýja strauma eins og þú sérð.  Þú vakir aldrei ein.

Jón Steinar Ragnarsson, 3.3.2007 kl. 23:46

8 Smámynd: Björg K. Sigurðardóttir

Gangi þér vel með allt Katrín mín.

Björg K. Sigurðardóttir, 4.3.2007 kl. 01:05

9 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Æ þið eruð öll svo sæt..ég er að fara að taka tölvuna úr sambandi og flytja hana í nyju heimkynnin þar sem við komumst ekki í samband fyrr en í næstu viku. Vildi bara þakka fyrir góðar kveðjur og segja að flutningarnir ganga frábærlega vel..við erum líka flinkasta flutningafólk á norðurhjara og þó víða væri leitað...og húsið er farið að taka á sig hlýlega mynd og ég sé alveg að þarna geti ég búið til alveg meiriháttar heimili fyrir familien! Galdurinn'

Bækur og blóm, litir og kertljós,ábreiður og púðar og svo auðvitað við.

Svo þegar ég stóð á haus í draslinu í fataskápnum mínum fékk ég brilliant viðskiptahugmynd. Það er sko margt sem leynist í skúmaskotunum..hehe.

Bless.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 4.3.2007 kl. 11:07

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Gott gengi mín kæra með allt.  Stóran knús færðu frá mér. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.3.2007 kl. 12:25

11 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Fallegt...takk!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 4.3.2007 kl. 15:13

12 Smámynd: Killer Joe

Af veikum mætti reynir fátæka leikhúsið að vekja athygli á sér, ég vona að tilraunum okkar verði vel tekið af Bloggurum....

Sjáumst í leikhúsinu!!!

Killer Joe, 4.3.2007 kl. 17:49

13 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Gangi þér vel að flytja og takk fyrir frábært blogg Hafði mikið að lesa þegar ég kom frá Pólandi

Guðrún Þorleifs, 4.3.2007 kl. 22:13

14 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Gleðilega flutninga!!

Heiða B. Heiðars, 5.3.2007 kl. 23:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Snæhólm Baldursdóttir
Katrín Snæhólm Baldursdóttir

 Maddama kerling fröken frú Katrín Snæhólm. Hef áhuga á öllu milli himins og jarðar og telst þá hvoru tveggja með. Himinn og jörð.

 

kbaldursdottir@gmail.com

 

 

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • ...xoqlinc
  • ...x-o-
  • ...katrin_mynd
  • ...peru_3
  • ...peru_2
  • ...peru_786202
  • ...peru
  • ...usturv_llur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband