Leita í fréttum mbl.is

The house in the blue

house in the blue

Stundum veit maður ekkert hvar maður á heima. Flýtur bara í lausu lofti og á sér engan lendingarstað. Allt er bara í skýjunum og lífið heimsækir mann á þann hátt að maður vildi að það væri bara draumur. Að maður vakni og martröðin sé á enda. Dagurinn í dag var svoleiðis dagur. Martröð til að byrja með og óyfirstíganleg verkefni sem biðu...bretta upp ermar og ákalla allan kjarkinn og meðbyrinn sem bauðst. Og gera svo bara allt sem þurfti að gera og klára það tveimur mínútum fyrir tímann og vera stoltur af sjálfum sér að láta það takast. Vera örþreyttur og glaður í hjartanu. Flytja af einum stað á annan veraldlega og andlega. Fá góðar fréttir í kjölfarið af átökunum og geta núna bara trúað að allt fari vel.  Crying is not for me....hlusta ég á í spilaranum mínum..nothing is worrying me....Heart

Eftir langa og erfiða göngu sem gekk bara út á það eitt að halda með sjálfum sér...líka í gegnum ótta og brostna drauma kemur allt heim og saman..alveg eins og húsið í loftinu ..á himnum. Jamm. Treysta alla leið sama hvað og hversu það getur litið illa út um tíma. Svo gengur það upp. Svoleiðis var þessi dagur. Og ég fer glöð að sofa og þakka heitt. Að hafa skjól og hita og vini. Logandi kerti og fallegan blómvönd í eldhúsglugganum frá velgjörðarmanni. Kærleika og símtöl. Veit að ég vakna á morgun og get allt.  Og the house in the blue is mine forever.

tré og norðurljós

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Elsku Katrín, allt er gott sem endar vel.  Nú ert þú komin í nýja húsið, fréttirnar sem þú beiðst eftir voru góðar. Sofðu vel kæra vinkona í húsinu bláa

Jenný Anna Baldursdóttir, 6.3.2007 kl. 00:03

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Til lukku með nýja íverustaðinn.  Gott að þú ert komin heim

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.3.2007 kl. 00:03

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Jón Steinar Ragnarsson, 6.3.2007 kl. 00:09

4 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 6.3.2007 kl. 00:18

5 identicon

Vera örþreyttur og glaður í hjartanu ... mér finnst þetta svo fallegt og satt! Til hamingju með nýja staðinn! Húsið í bláa er þitt...

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 6.3.2007 kl. 00:36

6 Smámynd: Vilborg Eggertsdóttir

“I Am the light of the world.” This is true for Me and We Are One.

Vilborg Eggertsdóttir, 6.3.2007 kl. 01:15

7 Smámynd: Hulda Elma Guðmundsdóttir

Til hamingju með þetta allt.

Hulda Elma Guðmundsdóttir, 6.3.2007 kl. 11:14

8 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Ég skildi þetta allt í yfirfærðri merkingu, en ekki bókstaflegri. Held að þú hafir unnið sigur á sjálfri þér - og getað eitthvað sem þú hélst að þú gætir ekki. Til hamingju með það!

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 6.3.2007 kl. 16:04

9 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Æ mér finnst stundum gott að blúsa í bláu um lífið og tilveruna.  Veit ekkert hvort ég á taka stóru kóngulónna sem beið eftur okkur hér á miðju gólfi þegar við komum heim alvarlega..... eða láta bara eins og hún hafi aldrei verið. Bara svona til að sofa betur

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 6.3.2007 kl. 19:20

10 Smámynd: Gerða Kristjáns

Gerða Kristjáns, 6.3.2007 kl. 19:38

11 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Heyrðu góða!! Til hamingju með nýja heimilið... en stundum held ég ein af ástæðunum fyrir því að ég "kynntist" þér sé sú að kenna mér að anda með nefinu Þú ert stundum svo.....mikil álfakona þegar þú skrifar að mér líður eins og tíminn þinn gangi hundrað sinnum hægar en minn


Heiða B. Heiðars, 6.3.2007 kl. 20:44

12 Smámynd: Hugarfluga

Æ, þú ert svo mikil dúlla, Katrín. Takk fyrir póstana þína.

Hugarfluga, 6.3.2007 kl. 21:17

13 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Takk þið sömuleiðis fyrir allar þessar frábæru heimsókir. Þetta blogg væri ekkert án gestanna.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 6.3.2007 kl. 21:29

14 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Heiða...tíminn gengur hundrað sinnum hægar hérna megin við hafiðÞað er ekki óskhyggja heldur vísindalega sönnuð staðreynd sem ég uppgötvaði..hehe!

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 6.3.2007 kl. 21:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Snæhólm Baldursdóttir
Katrín Snæhólm Baldursdóttir

 Maddama kerling fröken frú Katrín Snæhólm. Hef áhuga á öllu milli himins og jarðar og telst þá hvoru tveggja með. Himinn og jörð.

 

kbaldursdottir@gmail.com

 

 

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.2.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Nýjustu myndir

  • ...xoqlinc
  • ...x-o-
  • ...katrin_mynd
  • ...peru_3
  • ...peru_2
  • ...peru_786202
  • ...peru
  • ...usturv_llur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband