6.3.2007 | 21:16
Stígvél eru nauðsynleg...nema kannski í baði í London.
Það þurfa allir að eiga góð stígvél. Ég á engin stígvél og hef ekki átt í áratugi. En ætti kannski að fá mér rósótt bleik og græn svo ég geti farið í göngur á blautum engjum eða vaðið drullu og leðju í skóginum. Margt sem maður getur misst af ef maður á ekki góð stígvél.
Fór til London í dag í heimsókn og fékk að fara í bað og steinsofnaði. Húsráðandi hvatti mig eindregið að prófa nýja baðpúðann sinn sem væri svooo þægilegur . Maður smellir honum á baðið og hann lagar sig eftir höfðinu enda fylltur með frauðbaunum og maður getur bara slakað á og þarf ekki einu sinni að spá í að halda hausnum upp úr vatninu. Enda steinsofnaði ég og hafði ekki grænan grun um hvar ég var þegar ég vaknaði. Horfði bara út um gluggann og hvernig sólargeislarnir stirndu á hömruðu glerinu og allt var eitthvað svo rólegt og blautt og hlýtt og framandi og trén bærðust aðeins og vörpuðu skuggum á vaskinn.
Og ég vissi ekkert. Ekki hvar ég var eða hver ég var. Ekki hugmynd hvað ég væri að gera í baði og hvers vegna ég væri þarna yfir höfuð. Það er kannski ekki góð hugmynd að fara í bað þar sem maður þekkir ekki til. Og leggja sig í leiðinni. Tók mig töluverðan tíma að koma til sjálfrar mín og muna hvað var hvað. Það var Nivea dósin í glugganum sem kveikti á mér og ég fór að muna aftur. Að ég væri kona í baði í ókunnu húsi í London. Nývöknuð kona í baði í London.
Þetta var samt alveg indælt og draumkennt ástand. Að vera ekkert og hvergi í smá tíma.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- September 2013
- Júní 2010
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Myndaalbúm
Bloggvinir
-
gurrihar
-
ibbasig
-
zordis
-
ipanama
-
hugarfluga
-
poppoli
-
skessa
-
vilborg-e
-
gudnyanna
-
vikingurkr
-
sarcasticbastard
-
landsveit
-
asthildurcesil
-
jenfo
-
svalaj
-
halkatla
-
matthildurh
-
jahernamig
-
katlaa
-
svavs
-
kiddirokk
-
ludvik
-
heiddal
-
jonaa
-
arh
-
palmig
-
leifurl
-
mediumlight
-
bjarkitryggva
-
810
-
haukurn
-
amason
-
heringi
-
emmgje
-
hk
-
zoa
-
steingerdur
-
hronnsig
-
holi
-
steina
-
alla
-
malacai
-
almaogfreyja
-
kruttina
-
arikuld
-
arnaringvarsson
-
agbjarn
-
asgerdurjona
-
gammon
-
baldvinj
-
barafridriksdottir
-
bardurorn
-
kaffi
-
storyteller
-
birgitta
-
bjarnihardar
-
lubbiklettaskald
-
salkaforlag
-
gattin
-
skordalsbrynja
-
tilfinningar
-
brandarar
-
diesel
-
draumur
-
einarborgari
-
einari
-
gustichef
-
elinarnar
-
zoti
-
happy-dog
-
evabenz
-
utlit
-
finni
-
stjornarskrain
-
lucas
-
gudmundurhelgi
-
gudnym
-
glostrup
-
zeriaph
-
gullvagninn
-
silfri
-
gylfigisla
-
handtoskuserian
-
iador
-
heidistrand
-
latur
-
hlf
-
helgatho
-
hehau
-
drum
-
himmalingur
-
hinrikthor
-
ringarinn
-
ingahel
-
ingasteinajoh
-
jara
-
astromix
-
kreppan
-
jensgud
-
josira
-
jogamagg
-
jax
-
islandsfengur
-
jonsnae
-
nonniblogg
-
jonthorolafsson
-
juliusvalsson
-
kjartanis
-
leifur
-
kreppualki
-
kreppukallinn
-
kerla
-
lauola
-
larahanna
-
liljabolla
-
astroblog
-
markusth
-
manisvans
-
methusalem
-
misskilningur
-
neo
-
oktober
-
olijon
-
olofannajohanns
-
svarthamar
-
skari60
-
ljosmyndarinn
-
perlaoghvolparnir
-
ragnar73
-
ragjo
-
salka
-
pensillinn
-
sjos
-
meyjan
-
amman
-
sigrunsigur
-
siggi-hrellir
-
sigurgeirorri
-
sylviam
-
slembra
-
athena
-
must
-
sunnadora
-
svatli
-
saethorhelgi
-
tinnaeik
-
nordurljos1
-
kreppuvaktin
-
valgerdurhalldorsdottir
-
vertu
-
eggmann
-
what
-
vigga
-
perlan
-
zeitgeistonair
-
tsakalis
-
steinibriem
-
thorsteinnhelgi
-
tothetop
-
icekeiko
-
thorsaari
Athugasemdir
Örugglega kærkomið afslappelsi fyrir þig Katrín mín. Gott að fara í bað og slaka á sama þótt það sé í "ókunnugu húsi í London"
Jenný Anna Baldursdóttir, 6.3.2007 kl. 21:25
Þetta hlýtur að hafa verið hinn eini sanni draumur í dós![](/js/tiny_mce/plugins/emotions/images/LoL.png)
![](/js/tiny_mce/plugins/emotions/images/Heart.png)
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.3.2007 kl. 21:41
Frábært að ná að slaka svona á ... Guð hefur legið á glugganum og sent þér geisla inn, hann hefur gefið þér tíma og rúm til að losa þær þúsundir hugsanan sem elta þig á röndum.
Ég hef ekki átt stígvél í áraraðir, gekk berfætt í sandölum í snjónum og það á vel við mig að vera berfætt Spáni á![](/js/tiny_mce/plugins/emotions/images/Heart.png)
www.zordis.com, 6.3.2007 kl. 21:51
Ummmm, yndislegt, verð að fá svona púða í nýja baðið og bjóða þér í nuddbaðbombubað hjá mér þegar þú kemur í næsta mánuði til að montrassast með barnabarnið! Hehhehe, mikið verður gaman að sjá þig.![](/js/tiny_mce/plugins/emotions/images/InLove.png)
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 6.3.2007 kl. 22:43
Já af hverju heldur fólk að ég sé að koma í heimsókn til þeirra. Kaffi og spjall???
Ó nei. Almennilegt bað og lítill lúr er allt sem ég sækist eftir. Láttu renna Gurrí og bombur eru alltaf góðar nema þær sem eru fullar af glimmeri.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 6.3.2007 kl. 23:02
Frábært að heyra þetta, Katrín. Hins vegar á ég enga svona vini sem ég get stundað baðferðir til ... og ég er bara með sturtu ... en mikið rosalega skil ég þig vel, (öfunda pinku lítið líka), ... þessi tilfinning er æðisleg: að vera ekkert og hvergi í smá tíma.
Hlýjar kveðjur frá Akureyri, D.
Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 6.3.2007 kl. 23:20
Gott að þú náðir að slaka svona vel á í baðinu. Ég fer yfirleitt í sturtu en mér finnst yndislegt að setja stundum slökunarolíu í baðvatnið. Helst að slökkva ljósin líka og hafa kveikt á kertum og svo rólega músík á.
Svava frá Strandbergi , 6.3.2007 kl. 23:26
Já, Aqua Vitale. Lífsvatnið, sem endurnærir sál og líkama. Ekki ættu svona bombur og baunapokar að spilla. Ég get bara boðið upp á sturtu og það er stórvarasamt að sofna í þeim.![](/js/tiny_mce/plugins/emotions/images/Grin.png)
Annars fyllist ég öfund yfir allri þessari munúð, sem hér flýtur um síðuna. Eitt sinn fór ég í svona baðkar á jammárunum, eftir erfiðan vinnudag og með afar afar afar ódýrt hvítvín með. Ég ætlaði á ball en vaknaði einhverjum tímum seinna í ísköldu vatni með kvef og fílshúð. Ég fór því bara í rúmið og horfði á þjáningarbróður minn fílamanninn á videó.
Jón Steinar Ragnarsson, 6.3.2007 kl. 23:58
Elsku Katrín á ekki að fara að kíkja við hjá sinni? Sakna þín![](/js/tiny_mce/plugins/emotions/images/Heart.png)
Jenný Anna Baldursdóttir, 7.3.2007 kl. 13:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.