Leita í fréttum mbl.is

Bókin sem enginn veit hver skrifaði

Ég á bók sem enginn veit hver skrifaði. Hún er svo full af fallegri visku og ég glugga reglulega í hana. Bókin heitir Kristur í oss.

við gluggann2

Formáli þýðandans.

Bók þessi sem hér kemur fyrir sjónir almenning er þýdd úr ensku og var fyrst gefin út í New York árið 1919. Þýðingin er gjörð í þeirri útgáfu. Í tuttugustu og fimmtu lexíu er þess hins vegar getið að hún hafi verið rituð á englandi 1907. Að öðru leyti en þessu er þýðandanum ókunnugt um uppruna bókarinnar og höfund hennar...en boðskapur sá, sem hún flytur verður að mæla með sér sjálfur.

Set hér með smá kafla fyrir þá sem vilja lesa en þar er komið inn á orkusveiflur og hversu mikilvægt það er að vera í samræmi og í sambandi við kjarna sinn. Núna er einmitt heimurinn að uppgötva þessi sannindi vísindalega.

Fjórða lexia. Bænin.

"Ég skal nú segja þér hvað gerist þegar þú talar út frá guðlegum miðdepli tilveru þinnar. Ósannar sveifluhreyfiingar missa algjörlega lífsmátt sinn fyrir krafti hinnar rólegu sannfæringar sem í  þér býr. Þau myrkradýpi eru ekki til að Guð sé þar ekki, og á sama augnabliki og þú sendir út hugsunina kemur þú sambandi á milli þess manns sem er í nauðumstaddur og Guðs.Þessu hefi ég oft verið vottur að. Þú getur ekki gjört þér í hugarlund hvers virði sönn bæn er. Frá oss að sjá, er eins og þér mennirnir séuð eins og börn sem eruð að leika ykkur inni í stórri rafmagnsstöð. Þið vitið ekki hvaða hnappa þið eigið að snerta, né heldur hvaða öfl þið setjið í hreyfingu með því að styðja á þennan hnappinn eða hinn hnappinn. Þið bíðið eftir að fá þekkingu á öflunum umhverfis ykkur en eruð oft eins og blind og heyrnarlaus"

við gluggann

Einhver spurði hvernig á að vera hægt að breyta öllum þessum heimi sem virðist vera hörmungar einar hvert sem litið er og engin takmörk fyrir vonsku og heimsku mannsins. Ég held að svarið liggi einfaldlega í því að taka til í sjálfum sér og laga brestina sem þar eru. Veröldin er einfaldlega að endurspegla okkar innri bresti í sjálfri sér.

Þetta var svona smá sunnudagshugleiðing. Sunnudagar eru einmitt fínir til að spá og spekúlera.

Eigið góðan og blessaðan dag öll sömul.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Góð áminning í erli dagsins mín kæra vinkona

Jenný Anna Baldursdóttir, 11.3.2007 kl. 18:33

2 Smámynd: bara Maja...

Mikið rosalega ertu með fallegt blogg!!! vona að þú samþykkir mig sem bloggvin.

bara Maja..., 11.3.2007 kl. 18:44

3 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Þakka þér fyrir þessa fallegu sunnudagshugleiðingu.

Svava frá Strandbergi , 11.3.2007 kl. 18:49

4 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Takk fyrir . Vertu bara velkomin María í þennan fríða hóp bloggvina minna. Þeir eru bara hver öðrum frábærari!!

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 11.3.2007 kl. 18:55

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hvaða bók er þetta?  Ég er líka að leita að b ók, sem gefin var út af íslensku rósinkrossreglunni hér fyrir nokkrum áratugum. Hún er þýðing á riti sem fannst á bókasafni í Lhasa í Tíbet og geymir mörg þúsund ára gamla speki, sem virðist eiga sér samhljóm í öllum trúarbrögðum. Við athugun á þessari bók, kom í ljós að hún átti sér uppruna í Egyptalandi á dögum fyrstu faraóanna.  Mörg þúsund ára gömul en þó svo krystaltær í hugsun.  Ég kíkti í þessa bók einu sinni en varð að skila henni. Hef leitað hennar síðan.  Bók, sem enginn hefur verið titlaður höfundur að.

Getur einhver hjálpað?? 

Jón Steinar Ragnarsson, 11.3.2007 kl. 18:56

6 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

°Bókin Kristur í oss...var gefin út í Reykjavík 1941. Það stendur ekkert meira um það. Ég fékk þessa bók gefins hjá Hallgrími Magnússyni lækni fyrir mörgum árum. Hann gæti vitað hvar hægt er að nálgast hana en hún er algert vizkustykki Ég vona að þú finnir bókina þína Jón Steinar. Ég er að hugsa um að hafa svona sunnudagshugleiðingu í hverri viku með spekibrotum úr þessari bók. Á svo margar flottar myndir sem passa við slíka pistla. Svo held ég að þeir geri fólki líka gott og þá er tilganginum náð.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 11.3.2007 kl. 19:07

7 Smámynd: Hugarfluga

Elsku Katrín. Þetta blogg þitt var það sem ég þurfti í dag. Er í erfiðri aðstöðu með náinn ættingja og ósköp bjargarlaus. Ég hef alltaf trúað á mátt bænarinnar, en á það til að gleyma að biðja, einmitt þegar ég þarf mest á því að halda. Í kvöld ætla ég að beina allri minni lífs- og sálarorku í bænina.

Hugarfluga, 11.3.2007 kl. 19:13

8 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

Ef það er friður í hjartanu þínu, þá er fríður í fjölskyldunni þínni, ef það er friður í fjölskyldunni þinni, þá er friður í bænum þínum, ef það er friður í bænum þínum, þá er friður í landinu þínu, ef það er friður í landinu þínu þá er friður á jörðinni.

Fallegt það sem þú hefur skrifað, og myndirnar yndislegar ! 

Kær kveðja frá Lejre

Steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 11.3.2007 kl. 20:01

9 identicon

Músíkin og hjartað bera mann já langa leið! Takk æðislega fyrir kveðjuna fallegu á blogginu mínu - gott að vita af góðum hugsunum og vinum hérna.

Kveðja frá Akureyri,
            Doddi trúlofaði

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 11.3.2007 kl. 20:20

10 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Góð speki. Hver gaf þessa bók út, Katrín? Hvílíkar myndir sem eru með þessari færslu. Líst vel á að þú verðir með sunnudagsspeki.

Ég veit hvaða bók þú ert að tala um Jón Steinar, ég fékk hana nefnilega einusinni í hendur líka og var alveg dolfallin. Svo glataðist hún sjálf, en ekki minningin um hana. Nafninu á henni hef ég gleymt. Merkilegt, að við skulum deila minningu um þessa mætu bók!

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 11.3.2007 kl. 20:33

11 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Takk fyrir þennan pistil Katrín mín Góð áminning í þessu.

Guðrún Þorleifs, 11.3.2007 kl. 21:04

12 Smámynd: www.zordis.com

Yndislegt að líta hér við á sunnudagseftirmiðdegi, eiginlega bara svona kvöldkaffi ..... Hlakka til næsta sunnudags innlits ....

www.zordis.com, 11.3.2007 kl. 21:14

13 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Þessi bók kemur utan úr fjarskanum og enginn veit hvaðan. Útgefanda er ekki getið. En það er svo merkilegt að það er talið að hún hafi verið skrifuð 1907. Árið 1909 var merkilegt ár. Steiner..Rudolf Steiner kom þá fram með þá kenningu að endurkoma Krists væri ekki eiginleg í þeirri merkingu sem í hana væri lögð að Kristur kæmi aftur til jarðar heldur að orkan hans kæmi til jarðar og finndi sér bólfestu í hjörtum manna og kvenna sem gætu veitt henni viðtekt. Á sama tíma bárust af því fregnir frá austurlöndum að gúrú einn þar kom fram með sömu skilaboð. Að við ættum að hætta að bíða eftir utanaðkomandi "björgun" heldur beina sjónum innávið og finna sjálf leiðina. Ein með almættinu og læra okkar eigið tungumál og skilja. Vera í okkur sjálfum allt sem við vildum sjá í öðrum. Þannig og bara þannig yrði þessum heimi breytt. Þegar við færum sjálf að breyta og framkvæma í orku sem skilur að við erum öll eitt. Mér fannst þetta merkilegur lærdómur.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 11.3.2007 kl. 21:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Snæhólm Baldursdóttir
Katrín Snæhólm Baldursdóttir

 Maddama kerling fröken frú Katrín Snæhólm. Hef áhuga á öllu milli himins og jarðar og telst þá hvoru tveggja með. Himinn og jörð.

 

kbaldursdottir@gmail.com

 

 

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.2.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Nýjustu myndir

  • ...xoqlinc
  • ...x-o-
  • ...katrin_mynd
  • ...peru_3
  • ...peru_2
  • ...peru_786202
  • ...peru
  • ...usturv_llur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband