11.3.2007 | 21:43
Vertu nú yfir og allt um kring...englatal.
Má tala um engla? Hitti eina nágranna konu mína sem er í kirkju og sækir hana stíft og elur upp sín börn vel eftir boðskapnum. Bauð henni einu sinni inn í vöfflur og rjóma og við áttum áhugavert spjall um heima og geima. Henni fannst sonur hennar frekar óþægur og baldinn, stríðinn og strákalegur eins og 7 ára guttar eiga til að vera. En sagði mér að hún hefði alveg tök á þessum ólátum. Segði stráknum litla að hann myndi örugglega og pottþétt lenda hjá djöflinum og brenna í helvítislogum um alla eilífð léti hann ekki af þessari hegðun. Og hann væri orðinn svo hræddur að hann varla svæfi svefni hinna réttlátu vegna ótta og örvilnunar og fannst það bara gott á hann. Þannig myndi hann læra sína lexíu. Mér fannst þetta algerlega hræðilegt og sagði henni að ég segði bara mínu krökkum frá englum og góðmennsku sem þau ættu stöðugt aðgengi að og að börn væru bara börn að læra á heiminn og upplifa og uppgötva. Konan saup hveljur og horði illilega á mig.
Sagði að ég væri klárlega útsendari djöfulsins sem ætti ekki tilveru rétt í heimi Guðs. Það væri rangt að tala um engla...og manni yrði harðlega refsað fyrir slíkt þar sem englar væru þeirrar gerðar að eiga ekkert samneyti við þetta skítuga og synduga mannfólk. Við værum öll syndug og ljót og yrðum að vinna fyrir himnaríkisvist með ótta og guðshræðslu. Þessi kona hræddi mig ekki.....en það sem hræddi mig var hvernig sumir geta umsnúið öllu því fallegasta yfir í ömurleika, ótta og fáfræði.
Stundum held ég að sum trúarbrögð séu hreinlega ekki af ljósinu komin. Hvernig er hægt að afskræma og hræða fólk svona mikið? Ég er handviss um að englar eru allt um kring og mjög virkir í að aðstoða okkur..og að þeir hafi ekki bara kærleika í miklu magni heldur og mikinn húmor og skilning. Og að þeir eru til í alls konar gervum Ekki bara hvítklæddir með fjaðravængi, Jafnvel getur þú mætt einum á morgun án þess að vita að þar var engill á ferð. Ég held með englum..sama hvað hver segir.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- September 2013
- Júní 2010
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Myndaalbúm
Bloggvinir
- gurrihar
- ibbasig
- zordis
- ipanama
- hugarfluga
- poppoli
- skessa
- vilborg-e
- gudnyanna
- vikingurkr
- sarcasticbastard
- landsveit
- asthildurcesil
- jenfo
- svalaj
- halkatla
- matthildurh
- jahernamig
- katlaa
- svavs
- kiddirokk
- ludvik
- heiddal
- jonaa
- arh
- palmig
- leifurl
- mediumlight
- bjarkitryggva
- 810
- haukurn
- amason
- heringi
- emmgje
- hk
- zoa
- steingerdur
- hronnsig
- holi
- steina
- alla
- malacai
- almaogfreyja
- kruttina
- arikuld
- arnaringvarsson
- agbjarn
- asgerdurjona
- gammon
- baldvinj
- barafridriksdottir
- bardurorn
- kaffi
- storyteller
- birgitta
- bjarnihardar
- lubbiklettaskald
- salkaforlag
- gattin
- skordalsbrynja
- tilfinningar
- brandarar
- diesel
- draumur
- einarborgari
- einari
- gustichef
- elinarnar
- zoti
- happy-dog
- evabenz
- utlit
- finni
- stjornarskrain
- lucas
- gudmundurhelgi
- gudnym
- glostrup
- zeriaph
- gullvagninn
- silfri
- gylfigisla
- handtoskuserian
- iador
- heidistrand
- latur
- hlf
- helgatho
- hehau
- drum
- himmalingur
- hinrikthor
- ringarinn
- ingahel
- ingasteinajoh
- jara
- astromix
- kreppan
- jensgud
- josira
- jogamagg
- jax
- islandsfengur
- jonsnae
- nonniblogg
- jonthorolafsson
- juliusvalsson
- kjartanis
- leifur
- kreppualki
- kreppukallinn
- kerla
- lauola
- larahanna
- liljabolla
- astroblog
- markusth
- manisvans
- methusalem
- misskilningur
- neo
- oktober
- olijon
- olofannajohanns
- svarthamar
- skari60
- ljosmyndarinn
- perlaoghvolparnir
- ragnar73
- ragjo
- salka
- pensillinn
- sjos
- meyjan
- amman
- sigrunsigur
- siggi-hrellir
- sigurgeirorri
- sylviam
- slembra
- athena
- must
- sunnadora
- svatli
- saethorhelgi
- tinnaeik
- nordurljos1
- kreppuvaktin
- valgerdurhalldorsdottir
- vertu
- eggmann
- what
- vigga
- perlan
- zeitgeistonair
- tsakalis
- steinibriem
- thorsteinnhelgi
- tothetop
- icekeiko
- thorsaari
Athugasemdir
Jamm ótrúlegt. Ég man eftir forstöðukonu á leikskóla hér, sem sagði börnunum að djöfullinn sæti á öxlinni á þeim, og segði þeim að gera ljóta hluti. Foreldrar urðu að vonum reiðir. En henni fannst þetta bara allt í lagi. Hún var í Hvítasunnusöfnuðinum. Ótrúlegt hve sumt trúað fólk getur verið forpokað og á mála hjá þeim svarta.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.3.2007 kl. 21:55
Við erum öll englar en ákváðum að undirgangast það að geyma því þegar við vildum endilega koma inn í þetta jarðvistarhandrit okkar til að upplifa þennan þéttleika sem þessi tilvist hefur ein upp á að bjóða. Svo, takk fyrir þetta engilinn minn!
Vilborg Eggertsdóttir, 11.3.2007 kl. 21:57
+Eg er EKKI engill
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 11.3.2007 kl. 22:15
Ég held með englunum og tala um þá eins og allt það fallega sem gefur lífinu gildi! Það er með ólíkindum hvernig fólk blandar hræslunni inn í það sem á að vera umvafið fegurð alheimsins ..........
www.zordis.com, 11.3.2007 kl. 22:16
Fólk, sem stjórnar með ótta og skelfingu ætti til tilbreytingar að lesa orð Krists og halda sig við þau. Það er eins og sumum sé algerlega hulið hvað felst í hugtökunum umburðarlyndi, kærleikur og von. Ágætis samantekt á þessum orðum er í fyrsta koritubréfi nr. 13, þótt það sé ekki bein tilvitnun í Krist, þá er það ágætis vitrun á boðskap hans.
Jón Steinar Ragnarsson, 11.3.2007 kl. 22:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.