Leita í fréttum mbl.is

Bara svo skringileg

 

kona hvílir sigÞetta orð er mér kært. Að vera skringileg. Hef svo oft heyrt að ég sé skringileg.Thats me. Sé hlutina bara öðruvísi. Kaupi ekk almenningsraddir. Ekki eftir það sem ég hef verið að læra. Að við séum svo viljug að taka okkur far með öllum hinum. Og útiloka okkar eigin reynslu sem eitthvað mikilvægt sem á erindi. Hver sem við erum. Að reynsla okkar og upplifun skipti máli. Að við verðum hvað sem það kostar..jafnvel geðheilsu og hamingju að falla í kramið. Ég vil ekki falla í kramið....bara fá frið til að hugsa mitt og mynda mér skoðun út frá því og vera talin með. Engar fjöldahugsjónir hér. Þessvegna er ég skringileg. Þegar ég komst inn í flottan háskóla í OxFORD og fékk leyfi til að vera eins skringileg og ég gat...gerðust undur og stórmerki.

Ég fór í gegnum allan óttan við að vera ekki venjuleg... og það að hugsa öðruvísi væri gott og jafnvel bara mjög gott. Fyrir mig og aðra. Þessi ótti við að falla ekki í kramið hvarf og upp reis tilfinning að stundum þarf einhver að segja eitthvað annað en það sem er viðtekið...og láta sig hafa það þó einhverjir vilji láta mann finna að það eigi ekki að gera svoleiðis. En það var vegna þess að ég fann kennara sem voru á allt annari bylgjulengd en flestir aðrir. Sem skildu og vissu hvað skipti máli.

Sögðu...Hey...við erum ekki hér til að troða neinu í þig..heldur til að ná út því sem býr innra með þer og á erindi. Svoleiðis finnst mér að menntastefnur eigi að vera. Ná því besta fram hjá hverjum og einum. Þannig leysast svo mörg verkefniaf sjálfu sér. Að leysa úr fjötrum það besta sem býr í hverjum og einum. Og finna farveg til að virkja það. Sama hversu skringilegt það kann að virðast.

Verum skringileg. Og tökum við fæðingarrétti okkar til að vera við. Og koma okkar hæfileikum til skila á hvaða sviði sem það kann að vera. Leyfum fólki að vera það sjálft.

regnbogi fangaður

VERUM

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilborg Eggertsdóttir

" Að leysa úr fjötrum það besta sem býr í hverjum og einum." Flott hjá þér Katrín mín, já og leyfa okkur að vera við sjálf, þurfum ekki lengur að falla í hópinn og viðhalda gömlum siðum og hefðum sem við bjuggum til sjálf. Nú eru við að upplýsast. Held endilega að Alheimsvitundin sé að endurskapa og upplifa sjálfa sig í okkur ÖLLUM, þvílíkt hugmyndaflug!

Vilborg Eggertsdóttir, 12.3.2007 kl. 01:10

2 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Vilborg takk fyrir öll þín góðu komment....alltaf gott að sjá þig!!!!!

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 12.3.2007 kl. 01:31

3 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Það er svo sannarlega gott að geta verið maður sjálfur. Þá er maður frjáls. Takk fyrir gott blogg.

Svava frá Strandbergi , 12.3.2007 kl. 04:59

4 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

Frá mínu hjarta, alheimssálin! steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 12.3.2007 kl. 06:37

5 Smámynd: Gerða Kristjáns

Heimurinn væri leiðinlegur ef að væru allir eins.........takk fyrir að vera til eins og þú ert

Gerða Kristjáns, 12.3.2007 kl. 07:49

6 Smámynd: www.zordis.com

Skál fyrir því á besta degi vikunnar!  Ég er röndótt í dag í þeirri fyllstu meiningu undirmeðvitundar.  Hlakka til dagsins, það er lítil vera sem skríður á undan mér, leiðir mig áfram, ég í fararbroddi.  Hún ég sem er svo mikilvæg fyrir mitt og mína!  Þú og Ég, skringilegar, hvað er betra!  Það eru mörg orð sem hitta í hjartastað og orðið skringilegur er eitt af þeim!

www.zordis.com, 12.3.2007 kl. 07:53

7 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Ekki skamma mig ... ég fór að skammast hér neðar yfir böggi þar sem einhver reyndi vísvitandi að snúa út úr orðum þínum, mér fannst það svo ósanngjarnt og hallærislegt, að ég varð að svara. Eyddu því bara  ef þú vilt. Ekki móðgast ég yfir því og fer að hrauna yfir þig!  

Annars, góðan dag, elskan mín og velkomin á fætur!!!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 12.3.2007 kl. 07:57

8 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Góður punktur inn í daginn. Leyfum fólki að vera það sjálft og okkur líka Kær kveðja úr vorblíðunni í DK

Guðrún Þorleifs, 12.3.2007 kl. 10:03

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Jamm skringileg, skemmtilega að orði komist.  Ég er ein af þessum skringilegum.  Ég man að mig dreymdi oft sem krakka að ég stóð við biðröð en komst aldrei inn í röðina, var alltaf einhvernveginn utan við hana.  Og þennig er það enn, ég fer víst ekki altaf troðnar slóðir, en í dag er það minn styrkleiki.  Og mér þykir altaf svo vænt um að kynnast svoleiðis manneskjum.  Og þær eru þónokkrar hér í þessum bloggheimi sem betur fer.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.3.2007 kl. 10:49

10 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Guðrún hér er sko líka vorblíða..bara yndislegt sólksin og blómstrandi tré og pákaliljur um öll tún. Jóna..ég var að stúdera Social skulpture og taka master í því í Oxford. Rosalega spennandi fag..art and humanity. Þar sem maður reynir að finna nýjar lausnir á öllu sem viðkemur samfélögum og manninum,,plánetunni og framtiðinni í gegnum djúpa listræna hugsun..skapandi hugsun til að sjá öðruvísi flöt á málum. Losna ur viðjum vanahugsunar og fordóma.Og gera svo verkefni á listrænan skapandi hatt til að hjálpa öðrum að upplifa eða skynja nyja tilfinningu eða ölaðst breiðari sýn. Mjög spennandi þar sem ekkert er óviðkomandi í þessu fagi...og einn kennarin minn er einmitt listakona sem er að mynda tengslanet um allan heim milli ólíkra sérfræðigreina og fá menn til að tala saman og skilja hvorn annan betur og deila hugmyndum og framtíðarsýnum...taka höndum saman. Við erum bara nokkur útskrifuð hér í bretlandi..vorum fyrstu nemar sem höfum tekið masterinn í þessu fagi hér...tiltölulega nytt nám skilst mér. Þetta var eitt það skemmtilegasta og markverðasta sem ég hef komist í kynni við og algerlega sniðið utan um min áhugasvið. Segi stundum í grini að þarna hafi ég tekið master í sjálfri mér...því þetta er rosalega personulegt nám og byggir algerlega á að virkja það besta í þér sjálfum og ná því fram og út. Gengið út frá því að hver manneskja hafi eitthvað svo mikilvægt til brunns að bera innra með sér og það sé búið að troða nægilegri þekkingu í okkur..nú þurfi að ná henni út.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 12.3.2007 kl. 11:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Snæhólm Baldursdóttir
Katrín Snæhólm Baldursdóttir

 Maddama kerling fröken frú Katrín Snæhólm. Hef áhuga á öllu milli himins og jarðar og telst þá hvoru tveggja með. Himinn og jörð.

 

kbaldursdottir@gmail.com

 

 

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.2.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Nýjustu myndir

  • ...xoqlinc
  • ...x-o-
  • ...katrin_mynd
  • ...peru_3
  • ...peru_2
  • ...peru_786202
  • ...peru
  • ...usturv_llur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband