Leita í fréttum mbl.is

Í sól og sumarbyl....

í blóma

Svona er nú dýrðin hérna megin við hafið. Trén þung af blómum sínum og páskaliljur sperra sig framan í heiminn og brosa til sólar og ljúfrar golu. Ég get ekki íslenskan vetur. Hann er of langur og of kaldur og drungalegur fyrir mig. Ég er sólarvera og lifna við í sólskininu og helst vildi ég líka eiga heima við hafið. Er að hugsa um það þegar ég verð aðeins eldri að eiga kofaskrifli í fjöruborði með bakgarði og stórum trjám. Víst er hægt að hafa allt.  Sendi ykkur sól og yl heim. Vona að þið séuð ekki eins og ég verð í kuldanum. Eins og samanherpt rúsína með viprur í kringum munninn og geðill með afbrigðum. Brrr....Íslendingar eru náttla hetjur að geta lifað og starfað í svona erfiðri veðráttu. Held að það sé samt það sem gerir íslendinga að íslendingum. Þessi elja og úthald.Það sér maður ekki víða. Vona að vorið fari að koma til ykkar.....er nokkuð bylur?

blómstrandi

Gullkorn dagsins kemur svo frá Jón Ruskin

Ég óska yður dálítils af ferskri gleði yfir fegurð og svolitlu meiri gleymsku á vonbrigði og dálitlu meira stolts yfir hrósi og örlitlu meiri friðar fyrir asa og umstangi og svolitlu þéttari skjólveggjar gegn áhyggjum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Hahahah, jú, við erum hetjur. Við erum restin, þessi sterkustu. Ég er ekki jafnmikið fyrir sólina og þú. Mér verður ómótt í of miklum hita og vil þá vera í skugga og helst drekka sjeik! Elska veturinn, svona yfirleitt, og fíla kalda, góða sumrið hérna. Lýsingin þín hljómar þó ansi vel, verð að viðurkenna það!  Sé þig fyrir mér eins og herptan handavinnupoka á íslenskum vetri. hehheheheheeh

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 12.3.2007 kl. 11:37

2 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

 Velkominnn heim Guðmundur minn. Iss ég er nú vissum að það hefur verið funheitt í kringum ykkur hjónin í skotlandi þó lofthitinn hafi kannski ekki verið mikill!

Var að koma heim úr bænum. Hitinn 17 stig og vorilmur. Tímabært að taka fram sumarfötin og fara að ganga um í mjúkum pilsum og sandölum. Pakka trömpurunum og lopapeysunni. Svona á lífið að vera.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 12.3.2007 kl. 14:39

3 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

Gullkorn , gullfallegt

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 12.3.2007 kl. 19:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Snæhólm Baldursdóttir
Katrín Snæhólm Baldursdóttir

 Maddama kerling fröken frú Katrín Snæhólm. Hef áhuga á öllu milli himins og jarðar og telst þá hvoru tveggja með. Himinn og jörð.

 

kbaldursdottir@gmail.com

 

 

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.2.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Nýjustu myndir

  • ...xoqlinc
  • ...x-o-
  • ...katrin_mynd
  • ...peru_3
  • ...peru_2
  • ...peru_786202
  • ...peru
  • ...usturv_llur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband