Leita í fréttum mbl.is

Gaman að glugga á glugga og glugga í bækur.

kona og gluggi

Haldiði ekki að ég sé bara með gluggaþvottamann í húsinu? Hann bara mætti í morgun og dinglaði og er búinn að þvo alla gluggana að utan og er núna í eldhúsinu að þvo eldhúsgluggann að innan. Mér líður eins og hefðarkonu. Einu sinni fylgdu líka tveir garðyrkjumenn einu húsi sem ég bjó í. Komu aðra hverja viku og voru að sperrast berir að ofan fyrir utan eldhúsgluggann hjá mér. Þess vegna er svo mikilvægt að hafa hreina glugga. Svo maður geti kíkt á veröldina þarna fyrir utan. Jafnmikilvægt og að pússa stundum gleraugun sín. Ég á það til að gleyma þvi....það er ekki fyrr en Lundúnarþokan skellur á hér að ég fatta að pússa gleraugun og voila! Veðrið snarbreytist og sólin fer aftur að skína...af því að þokan er alltaf bara á gleraugunum mínum.

Gluggar eru annars skemmtileg fyrirbæri. Mér finnst voða gaman að keyra framhjá húsum og rýna upp í gluggana hjá öðru fólki, spá og spekúlera hvernig gardínur þau eru með eða ljós og birtu. Ég er eins og drakúla..dey ef ég þarf að vera í hvítu ljósi..æpi og emja. Vil bara fölleita birtu eins og kertaljós. Maður lítur líka svo miklu betur út í "almennilegri"fölleitri birtu.  Svo er líka oft svo skemmtilegt að rýna í búðarglugga. Hanga fyrir utan og kíkja á hvað er til og hvað það kostar. Rölta svo rólega yfir í næsta búðarglugga og skoða meira. Láta sig langa í og dreyma um.

kerlingar kíkja í glugga

Núna ætla ég einmitt á bæjarrölt og kíkja í búðarglugga í góða veðrinu og jafnvel í bókabúðina. Það elska ég að gera . Hanga í bókabúðum og lesa aftan á bækur.Heart

bókakiljur

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Segjum tvær, ég elska bækur.

Kristín Katla Árnadóttir, 12.3.2007 kl. 16:54

2 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Ég meira að segja keypti mér tvær nýjar bækur en aldrei þessu vant er ég ekki búin að henda mér í sófann og byrja að lesa því ég er að heimsækja og líta til bloggvina minna. Ég hef sjaldan lesið eins mikið og undanfarið og á sama tíma sjaldan liðið svona langur tími á milli bóka hjá mér... Ég er líklega að umbreytast úr bókaormi í bandóðan bloggorm!

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 12.3.2007 kl. 17:01

3 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Mmmmm, maður er kominn í gönguferð með þér í huganum að skoða í bókabúðagluggana ...

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 12.3.2007 kl. 18:22

4 Smámynd: Hugarfluga

Það þarf bráðnauðsynlega að þrífa gluggana hjá mér. Sé varla út um gluggana fyrir drullu. Er líka með kámug gleraugu, þannig að ekki hjálpar það! Best að þrífa brillurnar ... babysteps, darling .. babysteps.

Hugarfluga, 12.3.2007 kl. 18:35

5 Smámynd: bara Maja...

Ég elska að glugga á glugga... elskaði það sérstaklega þegar við bjuggum í Danmörkinni, þá var svo margt spennandi í gluggunum, allskonar fjársjóðir sem sagði manni svo margt um innbúann...

bara Maja..., 12.3.2007 kl. 18:57

6 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

Ég elska líka bækur, og að kíkja í glugga, það er eins og að sjá pínu pínu lítið inn í líf fólks !

ljós héðan

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 12.3.2007 kl. 18:57

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Einu sinni hélt ég að lífið væri að hafa gott útsýni.  Og ég átti hús sem var svo sannarlega með stóra fína glugga og gott útsýni.  Svo fékk ég mér hús sem ekki sést neitt út um, nema út í garðskálan.  Nema á sumrin þegar snjórinn er ekki.  Og málið er að ég sakna þess ekkert að sjá lífið yfir utan gluggann, því það er svo sem nóg líf í garðskálanum mínum sérstaklega á vorin og fram á haust.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.3.2007 kl. 19:24

8 identicon

elsku katrín þú ert hefðarkona, hvort sem gluggaþvottamaðurinn kemur eður ei.

-bækur eru að mínu mati það sem hefur mest gildi fyrir mér af veraldlegum hlutum

Kleópatra Mjöll Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 12.3.2007 kl. 19:43

9 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Hefði nú aldeilis kunnað að meta það ef gluggaþvottur hefði fylgt með þegar ég keypti húsið mitt Finnst slíkt alger snilld! Gott þegar ekkert skyggir á vorfegurðina fyrir utan gluggann

Guðrún Þorleifs, 12.3.2007 kl. 20:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Snæhólm Baldursdóttir
Katrín Snæhólm Baldursdóttir

 Maddama kerling fröken frú Katrín Snæhólm. Hef áhuga á öllu milli himins og jarðar og telst þá hvoru tveggja með. Himinn og jörð.

 

kbaldursdottir@gmail.com

 

 

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.2.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Nýjustu myndir

  • ...xoqlinc
  • ...x-o-
  • ...katrin_mynd
  • ...peru_3
  • ...peru_2
  • ...peru_786202
  • ...peru
  • ...usturv_llur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband