Leita í fréttum mbl.is

Hef ekki hugmynd af hverju þessi mynd er eiginlega.

litir

Hvað er þetta eiginlega? Fannst bara vanta lit í tilveruna og fannst þessir litir alveg tilvaldir til að koma mér í góðan orkublús. Það er búið að vera svo mikið að gera hjá mér undanfarið að ég hef alveg steingleymt að naga neglurnar og nú eru þær bara að verða nokkuð langar. Veitir ekkert af er með svo stutta putta og neglur láta fingurna sýnast mjórri og lengri. Kannski að einhver af þessum litum væri smartur sem naglakk? Kveneðlið í mér fer vaxandi eftir því sém ég eldist svei mér þá. Verð líklega komin með hárlengingu og hælaskó um fimmtugt ef þetta heldur svona áfram. 

kona me[ varalit

Ein lítil saga um aðlöðunarlögmálið.

Ég é ekkert ilmvatn núna sem er synd því ég elska góða ilmi og get hreinlega týnt mér í verslunum sem selja ilmvötn. Hef ekki fundið neitt sem mig langar sérstaklega í en rámar í eitt sem var flott. Er búin að vera að hugsa um það undanfarna daga að mig langi í það ilmvatn.

Núna þegar ég var að taka upp úr einum kassa sem kom af háaloftinu hjá mér var þar veski sem ég hafði eignast fyrir svona tveimur árum. Ég opnaði veskið og kíkti...því ég er kona og forvitin og held alltaf að það séu fjársjóðir í öllu sem er lokað....og hvað haldiði að hafi ekki bara verið í veskinu? Auðvitað ilmvatnsglas. Æðislegi ilmurinn sem ég er búin að vera að hugsa um og greinilega laða að mér með hugarorkunni og hentar mér milljón prósent vel og mínum þokka.

 Og hvað heitir svo þetta vellyktandi?  Nú auðvitað Miracle enn ekki hvað?. Þetta er sko kraftaverkur...ha?

me and god


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já auðvitað en ekki hvað ? Þú lætur ævintýrin alltaf gerast elsku Katrín mín.  Það er það skemmtilegasta við þig.  Eitthvað svo glaðlegt og ævintýralegt.  Eins og að stíga inn í ævintýraland að koma hingað til þín.  Maður veit aldrei á hverju maður á von

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.3.2007 kl. 21:21

2 Smámynd: Hugarfluga

Merkilegt að þú skulir tala um kraftaverk. Mér sýnist þessi mynd einmitt vera af einu slíku. Sé ekki betur en þarna sé verið að frjóvga egg með tæknileiðum ... og þó þarna sé tæknin að verki finnst mér kraftaverk að hægt sé að hjálpa fólki að eignast fólk á þennan hátt.

Hugarfluga, 12.3.2007 kl. 21:22

3 Smámynd: Hugarfluga

Eignast börn, meinti ég. Þó börn séu auðvitað fólk.

Hugarfluga, 12.3.2007 kl. 21:22

4 Smámynd: bara Maja...

Ilmandi kraftaverk getur bara verið með svona fallegum litum

bara Maja..., 12.3.2007 kl. 21:28

5 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

He he Hugarfluga mín.

Ég vildi að börnin gengju að fæðast stærri, um ferminguna gæti látið nærri..tra la la

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 12.3.2007 kl. 21:31

6 Smámynd: www.zordis.com

Ljúfur verkur .... þú ilmar vel núna

www.zordis.com, 12.3.2007 kl. 21:31

7 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Þú ert kraftaverk, algjört kraftaverk. 

Svava frá Strandbergi , 12.3.2007 kl. 22:22

8 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

ok ...þetta er sprauta á leið inn í egg!!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 12.3.2007 kl. 22:31

9 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Æðislega flottar myndir! Ég hefði aldrei fattað þessa efstu ... Knús yfir hafið!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 12.3.2007 kl. 22:51

10 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég á litla frænku í noregi, sem heitir Rakel. Þegar litli bróðir hennar heyrði fyrst hvað hún ætti að heita þá tók hann andköf og ljómaði af gleði og sagði:"Aaah Mirakel!" Hún reyndist líka vera það blessunin. Algert kraftaverk.

TAkk fyrir skemmtilega pælingu Snætrýna mín.

Þetta er rétt hjá Önnu. Á myndinni er sogpípa úr gleri, sem heldur eggfrumu, sem verið er að frjóvga með örfínni sprautu. 

Jón Steinar Ragnarsson, 12.3.2007 kl. 22:52

11 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Aha.....ég sé það nú og þá eru fallegu litirnir auðvitað bara sálin að bíða spennt eftir næsta mannabústað.

Snætrýna er afskaplega geðugt nafn. Takk Jón Steinar minn. Greinilegt að Siglufjörður heldur sköpunargáfunni vakandi hjá þér

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 12.3.2007 kl. 23:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Snæhólm Baldursdóttir
Katrín Snæhólm Baldursdóttir

 Maddama kerling fröken frú Katrín Snæhólm. Hef áhuga á öllu milli himins og jarðar og telst þá hvoru tveggja með. Himinn og jörð.

 

kbaldursdottir@gmail.com

 

 

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.2.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Nýjustu myndir

  • ...xoqlinc
  • ...x-o-
  • ...katrin_mynd
  • ...peru_3
  • ...peru_2
  • ...peru_786202
  • ...peru
  • ...usturv_llur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband