Leita í fréttum mbl.is

Að vera sanngjarn.

handarband

Mikið held ég að þessi heimur væri betri ef við tileinkuðum okkur meiri sanngirni. Kæmum fram við hvert annað af sanngirni og kynnum að reka samfélagið út frá sanngirnissjónarmiðum. Það væri t.d sanngjarnt að þegar bankarnir sýna svona stóran og mikinn hagnað að viðskiptavinir nytu sanngjarnari kjara þar sem þeir eiga örugglega mikinn þátt í vexti bankanna.

Að þeir sem berjast gegn og fyrir alls konar málum sýni sanngirni þegar hinir eða svokallaðir andstæðingar gera vel og leggja til gott. Segi "já þetta er góð hugmYnd og fellur vel inn í að leysa málin. Við munum þess vegna ekki standa í vegi fyrir að hún nái fram að ganga því annað væri ósanngjarnt". 

Þegar við værum að keyra og sýndum sanngirni...myndi umferðin breytast. Ég ætla að hleypa þér hérna framhjá svo þú þurfir ekki að bíða lengi fastur og ég mun svo komast sjálfur rétt á eftir út á götuna. Það er bara sanngjarnt. Þegar við sýnum börnum okkar og samstarfsfólki sanngirni leysast góðir hlutir úr læðingi. Það hefur alveg gert kraftaverk að leggja mig fram um að vera sanngjörn móðir...viðurkenna þegar mér verður á og sjá þegar hinir gera vel. Vera sanngjörn og leyfa öðrum að koma sínu að. Og gefa stundum eftir þó ég sé gallhörð á að ég hafi rétt fyrir mér til að mæta á sanngjarnan hátt sömu tilfinningu hjá öðrum.

handtak

Komdu fram við aðra eins og þú vilt að komið sé fram við þig.

Að við spyrjum okkur þegar við eigum viðskipti við einhvern..hvernig getum við gert þessi viðskipti þannig úr garði að allir komi vel út úr þeim og fái sanngjarnan hlut? Það vill enginn vera beittur órétti og fá ósanngjarna meðhöndlun eða umfjöllun. Og það er svo merkilegt að þegar fólk finnur fyrir að það er verið að taka sanngjarnt á þeirra málum er það meira tilbúið að gefa smá eftir af sínu og vera með í að finna lausn sem hentar öllum. Sanngirnin felst í því að skilja og geta sett sig í spor annarra og taka ákvarðanir með það í huga hvað kemur öðrum líka vel jafnt eins og okkur sjálfum. Líka þegar það þýðir að stundum verði maður að gefa eftir og bakka..svo sanngirnin nái fram að ganga.

Hvar sjá bloggarar meira pláss fyrir sanngirni í samfélaginu og lífinu almennt?

beauty

Verum sanngjörn. Það breytir öllu!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haukur Nikulásson

Góð morgunhugleiðing Katrín - Takk!

Haukur Nikulásson, 14.3.2007 kl. 09:31

2 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

Komdu fram við aðra eins og þú vilt að komið sé fram við þig, ég er þú og þú ert ég !

Steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 14.3.2007 kl. 11:01

3 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Ég held að eitt stærsta mein mannsins í dag er þessi sterka tilfinning um aðskilnað og svo einmanaleikinn. Að geta ekki tengst öðrum djúpt eða náið.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 14.3.2007 kl. 11:47

4 identicon

ég held líka að við megum vera sanngjarnari í að dæma okkur sjálf ... erum oft ósvífin og hörð þegar það kemur að því að dæma sjálfið ....

flott skrif eins og venjulega hjá þér mín kæra

Kleópatra Mjöll Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 14.3.2007 kl. 12:45

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Steina vinkona þín hittir naglann á höfuðið. Get engu við það bætt. Tímalaus sannleikur.

Takk fyrir góða hugleiðingu. 

Jón Steinar Ragnarsson, 14.3.2007 kl. 13:57

6 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Mér finnst  það alveg hárrétt hjá þér Katrín að stærsta mein samtímans sé þessa sterka tilfinning um aðskilnað og svo einmanaleikinn.
Að geta ekki tengst öðrum djúpt og náið eins og þú segir.
Það eru svo ótalmargir sem búa einir af því þeir eiga erfitt með  að tengjast og aðlagaðst öðrum. Jafnvel hjón búa stundum í svokallaðri fjarbúð.
Það er eins og firringin sem fylgir nútímanum geri það að verkum að fólk á erfitt með eð tengjast öðrum. Það er svo mikill hraði á öllu og enginn virðist hafa tíma fyrir náungann.
Það er af sem áður var þegar stórfjölskyldan bjó öll undir sama þaki. Afar, ömmur, frænkur, frændar, pabbi, mamma og börn, jafnvel einnig einhver einstæðingur sem fékk að vera í horninu eins og kallað var. Eðlislæg félagsþörf mannsins virðist vera  á góðri leið með að úrkynjast á okkar tímum. Á það ekki við lengur að maður sé manns gaman?

Svava frá Strandbergi , 14.3.2007 kl. 23:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Snæhólm Baldursdóttir
Katrín Snæhólm Baldursdóttir

 Maddama kerling fröken frú Katrín Snæhólm. Hef áhuga á öllu milli himins og jarðar og telst þá hvoru tveggja með. Himinn og jörð.

 

kbaldursdottir@gmail.com

 

 

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.2.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Nýjustu myndir

  • ...xoqlinc
  • ...x-o-
  • ...katrin_mynd
  • ...peru_3
  • ...peru_2
  • ...peru_786202
  • ...peru
  • ...usturv_llur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband