Leita í fréttum mbl.is

Jæja....best að bretta upp ermar og vera með.

Alveg er það nú merkilegt hversu kona getur stundum pompað yfir alheimsfréttum og hörmungum. Fallast bara hendur og heldur að hún geti ekki neitt. Gleymir að hver einstök manneskja hefur sitt verkefni í þessari alheimssínfóníu og ber að brýna sína raust þó hún hljómi kannski ekki alveg í takt við hina. Leyfði andans mönnum að minna á sig og minna mig á ýmislegt í leiðinni!.

Tómas Guðmundsson sagði...

....meðan til er böl sem bætt þú gast

og barist var á meðan hjá þú sast

er ólán heimsins einnig þér að kenna.

gamalla ma[ur

Svo ég stend upp og bretti upp ermar og heiti því að gera mitt. Hef svo sem engin tök á því að telja Bush trú um að betra sé að hætta leik þá hæst stendur og fara bara heim og byrja hugsa leikinn upp á nýtt og á mannlegri forsendum fyrir framtíð..en get laumað hugmyndum í koll stráksins míns um hvað andofbeldi þýðir í raun. Og til að efla réttlætiskenndina spyr maður eins og Jóhannes úr Kötlum spurði...

Hvað er ég?  Hvað ert þú?  Hvað er hún? Hvað er hann?

Sama hönd, sama önd, sama blóð!

Að slá Skjaldborg um réttlætið, maður við mann,

það er menningin, íslenska þjóð.

steingervingar

Það þýðir ekkert að gefast upp þó á móti blási...finna sér bara eitthvað uppörvandi að hugsa um og heyra, og leyfa skuggunum að hverfa bakvið næsta húsahorn því bjartsýnin ýtir þeim þangað. Þórbergur Þórðarson sagði einhverju sinni...

Í þjóðfélagi því sem vér eigum við að búa er hinu meira fórnað fyrir hið minna, sálinni fyrir líkamann, þekkingunni fyrir fáfræðina, vitinu fyrir vitleysuna, gáfunum fyrir heimskuna, kærleikanum fyrir grimmdina, siðferðinu fyrir spillinguna, réttlætinu fyrir ranglætið, mannorðinu fyrir peningana, sannleikanum fyrir lygina, andanum fyrir andleysið og himnaríki fyrir helvíti.

Jæja við vitum allavega hverju við þurfum að byrja á að snúa við og breyta. Ég hjá mér og þú hjá þér. Bara fínt plan..ekki satt?

sko....

Takk fyrir mig þið gáfumenni. Orð ykkar lifa og eru enn að tala til okkar hérna megin. Það er nú soldið!!!Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: halkatla

þú ert mikil draumamanneskja, í bestu merkingu þess, því þetta eru engir órar og ég held að það hafi alltaf áhrif að tjá sig og hugsa um það sem maður vill breyta. Æðislegar þessar tilvitnanir!

halkatla, 14.3.2007 kl. 20:00

2 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Þú ert frábær bloggari Katrín og færð mann alltaf til þess að hugsa.

Svava frá Strandbergi , 14.3.2007 kl. 21:06

3 Smámynd: Vilborg Eggertsdóttir

Takk fyrir þessa fallegu, ljúfu hvatningu ljósið mitt!

Vilborg Eggertsdóttir, 14.3.2007 kl. 22:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Snæhólm Baldursdóttir
Katrín Snæhólm Baldursdóttir

 Maddama kerling fröken frú Katrín Snæhólm. Hef áhuga á öllu milli himins og jarðar og telst þá hvoru tveggja með. Himinn og jörð.

 

kbaldursdottir@gmail.com

 

 

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.2.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Nýjustu myndir

  • ...xoqlinc
  • ...x-o-
  • ...katrin_mynd
  • ...peru_3
  • ...peru_2
  • ...peru_786202
  • ...peru
  • ...usturv_llur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband