Leita í fréttum mbl.is

ÁKALLIÐ....

us

Einu sinni eftir langa göngu og miklar rannsóknir á eðli karls og eðli konu..gerði ég verkefni sem framkallaði alls konar upplifanir og hugmyndir. Skoðaði í kjölinn hvað var hvað og hversvegna. Í gegnum söguna og gegnum orðin og tilfinningu. Sá að við værum kannski bæði..ég konan og þú karlinn á villigötum um hvað væri fólgið í jafnvægi okkar. Að ég þyrfti að læra og þú líka svo við gætum verið hér saman og notið þess sem er ólíkt með okkur og deilt á fallegan hátt því sem sameinaði okkur. Upphafið hvort annað. Og verið það besta saman. Að ég sæi þig og þú mig.

 Together you man

and I the woman

will become human

create the world

 together

in harmony with

each other

Shall we go?

us 2

Hef óbilandi trú á því að það er til leið fyrir okkur til að mætast á á jafnréttisgrundvelli þar sem við fáum bæði að skína okkar besta eðli saman  og það verði það okkur öllum til svo mikils góðs.Heart

Ég í þér og þú í mér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: www.zordis.com

Ég trúi því að við getum verið eitt í hvort öðru og samt verið við sjálf.  Við megum ekki einfalda né flokka alla hluti heldur njóta þeirra gjafa sem eru okkur ætlaðar.  Það er frelsi og forréttindi að vera maður sjálfur og þorfa því.

www.zordis.com, 14.3.2007 kl. 22:35

2 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Vonandi gerist þetta með tímanum ... því annars tapa allir!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 14.3.2007 kl. 22:40

3 Smámynd: Björn Heiðdal

Listin að lifa er fólgin í því að njóta og sofa vel.

Björn Heiðdal, 14.3.2007 kl. 22:57

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég hef þessa sömu trú. Jafnvel að í innsta kjarna höfum við náð þessu en á ytrabyrðinu er þetta enn karp um hégóma og veraldarvafstur.

Ef við leitumst við að skilja þetta og halda umræðunni á lofti, má vel vera að við getum fullkomnað verkið á svona 500 árum eða svo.

Jón Steinar Ragnarsson, 14.3.2007 kl. 23:18

5 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

500 árum...oh my god!!!!Jón Steinar hvað gerum við þá?

Er hindrunin á rænunni svo mikil? Sóla Sóla.....það hlýtur að var hægt að vekja fólk upp hraðar. Hvað þarf til?

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 14.3.2007 kl. 23:44

6 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Einu sinni heyrði ég fallega sögu um það að maðurinn og konan hafi í bókstaflegri merkingu verið eitt. Tvær sálir samtvinnaðar í sama líkama sökum elsku á hvorri annari.
En guð reiddist þessum verum þegar þær tóku upp á því að deila innbyrðis um ómerkilega hluti. Þess vegna aðskildi Guð sálir þeirra í  tvo ólíka líkama, manns og konu. 
Síðan hafa maðurinn og konan ekki getað orðið hamingjusöm fyrr en þau hafa fundið hvort annað á ný og orðið eitt aftur frammi fyrir Guði.

Svava frá Strandbergi , 14.3.2007 kl. 23:44

7 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Vita feministarnir þetta?

Hef lesið svo mikið af femnista bókum en nú virðist vera að gallhörðustu feministakonurnar séu að snúa frá þessu öllu og efast um að rétt hafi verið staðið að málum. Ég er sannfærð um að núna þurfum við að nætast. Hvernig eiga karlar að gefa eftir "karllega" valdið þegar þeir óttast bara refsingu frá konum' Ef ég væri karl myndi ég halda fastast í það svo ég yrði ekki bráð hinnar reiðu konu.

Það þaf miklu viturlegri umræðu um þessi mál öll. Og mun dýpri skilning um hvað er verið að ræða og gera. Finna flöt sem við getum mæst á.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 14.3.2007 kl. 23:50

8 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Guðmundur.....þú ert æði!!!!

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 14.3.2007 kl. 23:57

9 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Ég sé svo allt aðra hluti hjá mínum manni en að vilja eitthvað ekki jafnt fyrir hann og mig. Við erum saman í þessu öllu...ég sem kona og hann sem maður. En sem eining sem hefur kosti og galla..en við skiljum hvert annað.Ég fæ að vera kona og hann karl...en gildin eru þau sömu. Jafnrétti en eðlið fær sitt frelsi.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 15.3.2007 kl. 00:00

10 Smámynd: Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir

Katrín mín, ég er ein af þessum gallhörðu femínistum verð ég að segja að þetta með karlinn og konuna er alltaf svo flókið en þó svo einfalt.  Mín reynsla er sú að virðing, traust og jafnrétti er besta formúlan.  Það er svo gott að eiga sálufélaga en það fjarar fljótt undan ef eitthvað af þessu þrennu skortir.

ps. OK suma daga langar mig að vera einhleyp og barnlaus í friði með mitt kaffi....en þú segir það engum.

Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir, 15.3.2007 kl. 00:49

11 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Það fjarar fljótt undan öllum vinskap hvort sem er á milli kvenna eða karla þegar virðing, traust og jafnrétti er ekki til staðar. Það sem ég er að reyna að segja Mattta mín er að kannski er þetta ekki nedilega á milli kynja...heldur bara innan í okkur sjálfum. Hefurðu aldrei hitt karlmann se er efins með útlitið...hlutverið sitt eða sjálfsmynd? Hvar eiga þeir greyin að standa.....Mín kynni af körlum eru allskonar. Hef haft karla sem yfirmenn em voru agalegir....en einnig konur sem voru agalegar. Hitt dásemdar vini karlkyns og vondar vinkonur. Er ekki alveg að kaupa kyjamisbeitinguna í þessu öllu. Lannski vegna þess að stundum hef ég sjálf verið svo miklil karlremba í sjálfri mér. Ég kannast alveg við þetta hvorutveggja innra með mér...og þess vegna neita ég að kynskipta göllunum á milli kynja, Við sem fólk og menneskjur verðum að vinna á þeim hvert í okkar sjálfi. Það er ekket í mér sem vill vera fórnarlamb karla...og reyni eir bara að telja mér trú um að þeir séu á einvhern hátt mér æðri....ég hlæ að því....Því ég veit að við eigum jöfnun einhversstaðar innra með okkur. Og gef ekki kommu eftir í þeirri sannfæringu.

Verum öll og bæði flott.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 15.3.2007 kl. 01:18

12 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Eitt enn....þið verðið að standa með mér þrátt fyrir stórfellt skróp í vélritun í denn. Kann ekkert á lyklaborð án íhugunar, Sest bara og hamra og hitti sjladnast á rétta stafi.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 15.3.2007 kl. 01:23

13 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 15.3.2007 kl. 01:45

14 Smámynd: Vilborg Eggertsdóttir

Áður en ég fer að sofa, þegar ég man eftir því bið ég um að það sé unnið að því að koma á jafnvægi á minni kven og karlorku til að verða heil og sameina Faðir himinn og MÓÐIR jörð. LIFIÐ HEIL

Vilborg Eggertsdóttir, 15.3.2007 kl. 02:17

15 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

Við eru eitt í hvert öðru!

Steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 15.3.2007 kl. 06:49

16 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Við hjónin erum ólík, en við höfum alltaf náð að takast á við málin sameiginlega.  Nýta það besta frá hvort öðru.  Þannig virkar allt best.  Ég segi eins og svo margir ég er fyrst og fremst jafnréttissinni. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.3.2007 kl. 09:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Snæhólm Baldursdóttir
Katrín Snæhólm Baldursdóttir

 Maddama kerling fröken frú Katrín Snæhólm. Hef áhuga á öllu milli himins og jarðar og telst þá hvoru tveggja með. Himinn og jörð.

 

kbaldursdottir@gmail.com

 

 

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.2.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Nýjustu myndir

  • ...xoqlinc
  • ...x-o-
  • ...katrin_mynd
  • ...peru_3
  • ...peru_2
  • ...peru_786202
  • ...peru
  • ...usturv_llur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband