15.3.2007 | 16:31
Jæja..best að virkja hugvit bloggvina sinna!!!
Kæru bloggvinir og aðrir gestir sem hér rekið inn nefið. Nú vantar konu ráð og aðstoð. Mig vantar vinnu. Vinnu sem er hægt að gera hérna handan við hafið og getur nýtt alla mína stórkostlegu hæfileika sem eru svo margir að þið mynduð ekki nenna að lesa allan listann svo langur væri hann... svo ég sleppi bara að skrifa hann svo þið verðið ekki orðin örþreytt þegar að því kemur að virkja hugvit ykkar. Hvað dettur ykkur sniðugt í hug fyrir frú að starfa við í útlöndum sem myndi hæfa henni vel?
Ég er búin að hugsa og hugsa..dettur helst í hug að sækja um styrki og bloggbætur en langar mun frekar að gera verðug verkefni sem eru bæði spennandi, skemmtileg, þörf og challenging! Mega líka vera hryllilega vel borguð og laun bara sett beint á reikninginn minn. Má vera svona starf sem skilur eftir svolítinn lausan tíma fyrir að mála og höggva í stein og skrifa og semja og annað smálegt sem ég dunda mér við.
Bíð spennt eftir frábærum hugmyndum og tillögum sem ég mun svo vinna vel úr í kvöld.
Með fyrirfram þakklæti og virðingu fyrir hugviti ykkar sem mér finnst stórkostlegt og get ekki beðið eftir að það verði sett í askana.
Sé fyrir mér bloggvini sitja í reykfylltum bakherbergjum og virkja hugvit..og hlakka til að heyra niðurstöðuna og fá yfir mig flæði af brilliant hugmyndum.
p.s það er fátt sem ég ekki kann og get.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- September 2013
- Júní 2010
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Myndaalbúm
Bloggvinir
- gurrihar
- ibbasig
- zordis
- ipanama
- hugarfluga
- poppoli
- skessa
- vilborg-e
- gudnyanna
- vikingurkr
- sarcasticbastard
- landsveit
- asthildurcesil
- jenfo
- svalaj
- halkatla
- matthildurh
- jahernamig
- katlaa
- svavs
- kiddirokk
- ludvik
- heiddal
- jonaa
- arh
- palmig
- leifurl
- mediumlight
- bjarkitryggva
- 810
- haukurn
- amason
- heringi
- emmgje
- hk
- zoa
- steingerdur
- hronnsig
- holi
- steina
- alla
- malacai
- almaogfreyja
- kruttina
- arikuld
- arnaringvarsson
- agbjarn
- asgerdurjona
- gammon
- baldvinj
- barafridriksdottir
- bardurorn
- kaffi
- storyteller
- birgitta
- bjarnihardar
- lubbiklettaskald
- salkaforlag
- gattin
- skordalsbrynja
- tilfinningar
- brandarar
- diesel
- draumur
- einarborgari
- einari
- gustichef
- elinarnar
- zoti
- happy-dog
- evabenz
- utlit
- finni
- stjornarskrain
- lucas
- gudmundurhelgi
- gudnym
- glostrup
- zeriaph
- gullvagninn
- silfri
- gylfigisla
- handtoskuserian
- iador
- heidistrand
- latur
- hlf
- helgatho
- hehau
- drum
- himmalingur
- hinrikthor
- ringarinn
- ingahel
- ingasteinajoh
- jara
- astromix
- kreppan
- jensgud
- josira
- jogamagg
- jax
- islandsfengur
- jonsnae
- nonniblogg
- jonthorolafsson
- juliusvalsson
- kjartanis
- leifur
- kreppualki
- kreppukallinn
- kerla
- lauola
- larahanna
- liljabolla
- astroblog
- markusth
- manisvans
- methusalem
- misskilningur
- neo
- oktober
- olijon
- olofannajohanns
- svarthamar
- skari60
- ljosmyndarinn
- perlaoghvolparnir
- ragnar73
- ragjo
- salka
- pensillinn
- sjos
- meyjan
- amman
- sigrunsigur
- siggi-hrellir
- sigurgeirorri
- sylviam
- slembra
- athena
- must
- sunnadora
- svatli
- saethorhelgi
- tinnaeik
- nordurljos1
- kreppuvaktin
- valgerdurhalldorsdottir
- vertu
- eggmann
- what
- vigga
- perlan
- zeitgeistonair
- tsakalis
- steinibriem
- thorsteinnhelgi
- tothetop
- icekeiko
- thorsaari
Athugasemdir
Mun að sjálfsögðu svipast um.
Jenný Anna Baldursdóttir, 15.3.2007 kl. 16:44
Þýðingar eru ekki það vitlausasta sem ritfært fólk tekur að sér...
Ár & síð, 15.3.2007 kl. 16:46
vildi ég gæti hjálpað...
Kleópatra Mjöll Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 15.3.2007 kl. 16:49
Katrín arg, það vantar myndirnar og líka hjá Ásthildi, dem, dem. Hlýtur að vera bilun í gangi.
Jenný Anna Baldursdóttir, 15.3.2007 kl. 17:16
Jenný mín..gleymdirðu ekki bara að setja í þig augun í morgun???
Guðmundur minn..ég held bara að ég sé ekki nægilega flink í enskunni til að geta notið mín í leik með orð. Maður þarf að hafa innsýn og skilning í alls konar orðaleiki og orðtök sem ég hef ekki enn. En ég gat komist í gegn að gera akademískar ritgerðir í háskólanum og þar voru sko notuð erfið orð. Bara nenni ekki að vinna við það. Nóg að reyna að gera útaf við sjálfan sig nokkrum sinnum á ári.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 15.3.2007 kl. 17:29
Hux Hux... læt þig vita ef mér dettur eitthvað í hug. En þýðingar er alls ekki svo vitlaus hugmynd.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.3.2007 kl. 18:01
Ehhh...ég er búin að eiga í mesta basli með að þýða mína eigin bók yfir á ensku og mig langar í vinnu eins og Jóna Ingibjörg á..sem hún elskar út af lífinu. Er að leita af einhverju svoleiðis sem fær mig til að fara á fætur fimm þrjátíu af eintómum spenningi.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 15.3.2007 kl. 18:09
Uppskriftin: Eldfast mót fyllt í botninn með niðursneiddum sætum kartöflum, heill pakki af spínati ofan á það, þvínæst er kjúklingabringum raðað ofan á og saltað örlítið. Fetaosti (og olíunni af honuum) sáldrað yfir allt saman. Herlegheitunum er stungið inn í ofn í klukkutíma. Snætt með góðu brauði.
Kveðja, bjargvætturinn sem mundi hvar kjúllinn var!!!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 15.3.2007 kl. 18:36
Oh takk elsku Gurrí mín..hlakka svo til að prófa þessa gómsætu uppskrift.
And by the way I am a fantastic kokkur! Getið pantað mig til að elda fyrir ykkur..sendið bara einkaþotuna eftir mér. Ég get líka bara verið svona hugmyndafræðingur og fólk keypt hjá mér góðar hugmyndir?? Það væri prýðisgóð vinna fyrir mig. Gæti meira að segja unnið í baði því þar fæ ég allar bestu hugmyndirnar...frábært!!! Hugmynd til sölu..kostar eina tölu!
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 15.3.2007 kl. 18:55
Já ég er nú þegar að semja og hanna og búa ýmislegt til sem verða auðæfa-æðarnar mínar en vantar smá pening til að koma þessu í framkvæmd sko...og datt í hug að eitthvert sniðugt verkefni væri svarið. Helst fyrir íslenskan auðkýfing sem finnst milljón á mánuði ekkert mikið.! En takk...þið eruð bara frábærir bloggvinir með fínt umtalað íslenskt hugvit!
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 15.3.2007 kl. 19:00
Finndu þér gott lén og tryggðu þé það. Safnaðu öllum tenglum við matartengdar verslanir og byrgja. Allt, potta og bækur og tuskur ofl. endalaust hægt að telja upp. Svo tekur þú við pöntunum allstaðar að. Leggur á vöruna og sendir svo pöntun beint til byrgjans, með greiðsl.u. Byginn sendir svo beint á kaupanda. Þú hirðir álagninguna og þarft bara tölvu, nettengingu og visareikning.
Þú gætir t.d. líka opnað slíka síðu fyrir sjálfshjálparrit og námskeið og annað tengt dulfræði. Kristalla, náttúrulyf, snyrtivörur, umhverfisvæn þvottaefni ofl. tengt. Þú getur lært um þetta af bókum og netsíðum og verið komin í bullandi bissness á einni viku. Engin áhætta, lítil fjárfesting. Promise.
Jón Steinar Ragnarsson, 15.3.2007 kl. 20:56
Ok Jóna sagði það á meðan ég skrifaði athugasemdina. Finndu bara gott concept. Það getur bara verið hvað sem er, tónlist, myndlist, sjálfshjálp, handverk, íslenskt eitthvað jafnvel. Þú ert bara að búa til safnsíðu fyrir fjölmarga aðra og hirða sölulaun. Þú getur svo auglýst með krókum á fjölförnum síðum eða á Google t.d.
Svo kaupirðu fyrir mig herragarð í enskri sveit þegar þú ert orðin skrilljóner.
Jón Steinar Ragnarsson, 15.3.2007 kl. 21:01
Iss þú getur bara fengið eins marga herragarða og óðalssetur og þú vilt elskan...hví að takmarka það ótakmarkaða?
Jussumía hvað ég verð flottur skrilljóner. Mér líst voða vel á margt hérna og mun sofa á þessu og sjá hvað ég geri næst. Eitthvað verður það nú skemmtilegt. En best væri ef maður fengi aura fyrir að blogga því það er svo rosalega skemmtilegt. Hvað finnst ykkur um að borga mér einn þúsara í hvert skipti sem þið lesið nýtt blogg? Er það gasalega ósvífið???
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 15.3.2007 kl. 21:20
Hreinskilni er kostur, ekki ósvífni! Það yrðu bara dyggustu lesendurnir eftir. Sennilega svipað og með þessa ektavini sem hverfa þegar á móti blæs! Jóna og Jón komu með hugmyndina þína
www.zordis.com, 15.3.2007 kl. 21:44
Kannski sjáum við ekki tækifærin af því að við erum alltaf að einblína á eitthvað, sem við teljum okkur vilja. Þau fara því ósnert hjá garði. Slökum á, verum í augnablikinu og leyfum færibandi lífsins að leiða þau fyrir okkur og þá...Carpe Deum!
Prófaðu að skrifa niður hvað þú vilt í lífinu og reyna að skynja þín veraldlegu markmið. Hvað myndirðu sætta þig við? Er krafan botlaus eins og hjá Grenouille í Ilminum. Hann fékk ekki næga ást og aðdáun fyrr en hann var étinn af því hann ilmaði svo vel. (svona eins og þegar maður borðaði ilmstrokleðrin sín í gamla daga)
Jón Steinar Ragnarsson, 15.3.2007 kl. 21:55
Kæru Katrín og Gurrí, ég vildi bara geta þess að uppskriftin var á síðunni minni en það er sama hvaðan gott kemur.
Verði ykkur að góðu
Guðrún Eggertsdóttir, 15.3.2007 kl. 22:08
Ég vissi að ég hafði séð hana einhversstaðar en mundi bara ekki hvar og að Gurrí kom þar eitthvað við sögu. Þetta var alveg frábær máltið...þúsund þakkir og kveðjur til New York!!!!
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 15.3.2007 kl. 22:10
Já...ég er búin að skrifa niður og veit alveg hvað ég vil...hef bara skrítna tilfinningu að eitthvað ætli að koma mér mjög á óvart. Lífið hefur einstakt lag að bíða handan við hornið og vera með óvæntar og frábærar útkomur á draumunum. Stundum allt öðruvísi og betri en maður hafði sjálfur getu til að ímynda sér.
p.s Allir að kíkja við hjá skessu sem er að standa fyrir frábæru framtaki á síðunni sinni og það væri gustukaverk og góðverk að þið leggðuð málinu lið. Skessa er á bloggvina listanum hérna til hægri.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 15.3.2007 kl. 22:14
Þú átt alla vega von á pínulitlum pakka frá mér ... A4 þunnur ... en samt innihaldsríkur!
Dreif uppskriftina inn á síðuna þína og mér bara láðist að segja hvaðan hún kom, auðvitað frá geggjuðu Washington-skvísunni! Sorrí, Guðrún!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 15.3.2007 kl. 22:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.