Leita í fréttum mbl.is

Fötin skapa konuna...eða hvað?

jakkafötin

Má til með að segja ykkur þegar ég fór í skólann fannst mér ég voða kúl og vildi endilega falla svolítið inn í hópinn og upplifa að vera frjáls stúdent en ekki örþreytt húsmóðir eins og ég var búin að vera í nokkur ár. Þarna voru nemar frá yfir 40 löndum og flest allir mjög hippó og mjög mikill stíll á þeim á sinn hátt. Ég gerði alveg í því að vera hipp og kúl líka. Hætti að greiða mér og lét hárið vaxa í allar áttir, meikuppið var ósnert og mín náttúrulega fegurð fékk bara að njóta sín. Þetta var ferlega gott og þægilegt og svo fór ég að færa mig uppá skaftið og ganga í rifnum gallabuxum stórum skyrtum og gömlum gráum frakka sem var alltof stór á mig. Brúnum tramparaskóm og með klút um hálsinn. Mér fannst ég eiginlega bara frekar velhannaður og velheppnaður hippi þó ég segi sjálf frá.

hippamamma

Eitt kvöldið fórum við á Fönk tónleika í stórri hlöðu lengst úti í sveit þar sem grúví hljómsveit kom frá London til að skemmta okkur sveitalufsunum. á leiðinni heim fengu nokkrar stelpur far með okkur sem voru að vinna í eldhúsinu í skólanum. Þar vildu endilega fá að vita hvað ég gerði. Mér fannst það augljóst. Ég var kona á listabraut. Nei þær vildu fá að vita hvað ég gerði..við hvað ég hefði unnið og svona áður en ég kom. Ég vildi ekkert segja en sagði þeim að geta. Þær voru dularfullar í framan sögðu mér svo að það hefðu verið í gangi veðmál í eldhúsinu um það að ég væri rík lögfræðifrú sem greinilega væri að taka sér eitt ár í frí og upplifa eitthvað nýtt. Það væri bara svo augljóst á því hvernig ég liti út og klæddi mig og hvernig fasið á mér væri að ég væri pottþétt lögfræðingur!!!

Er nokkuð hægt að vera misheppnaðri hippi en svo að fólk heldur mann vera lögfræðing????Crying

Rosalega varð ég móðguð..ha? Og ég sem lagði mig svo mikið fram um að vera hipp og kúl. Ég hef aldrei verið góð í þessu með stílinn. Hvað ætli fólk haldi sem sér mig í dag? Kannski er ég enn að misskilja illilega hvað er hvað og geng um eins og einhver furðufígúra án þess að hafa um það græna glóru. og er svo ekkki að passa í hópinn...hehe. Gott á mig að  þykjast vera eitthvað!

hippakella


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Já segðu Arna mín...svona getur maður nú verið hrikalega misheppnaður...híhí

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 15.3.2007 kl. 23:20

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Krúttlegt!  Ein ekki alveg að ná blæbrigðunum í átfittinu

Jenný Anna Baldursdóttir, 16.3.2007 kl. 00:55

3 identicon

Bara áður en ég gleymi því: neðsta myndin er YNDISLEG!!! Ég vil svona í mitt brúðkaup (2008? 2009?)

Ég held að hippar hljóti að líta ákveðnum hornaugum á lögfræðinga, þannig að jú ... þetta hlýtur að hafa verið mesta móðgun! Maður á alltaf að vera maður sjálfur - og eftir að ég gekk í gegnum "Obsession"-snyrtivöruskeiðið (sem varaði í 3 mánuði eitt sumar fyrir 15 árum eða svo...), þá hef ég aldrei pælt í merkjum eða stíl ... heldur bara gengið í því sem mér finnst þægilegt. 

Ef þú ert furðufígúra í augum einhvers... þá ertu yndislegt furðufígúra. Miðað við vinskapinn hér á blogginu, þá finnst mér þú vera yndisleg!   og ég hef mikla trú á því að það endurspeglist í hinu daglega lífi líka.

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 16.3.2007 kl. 01:49

4 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Góðann daginn Þú hefur sennilega verið full "töff" hippi He he he... frekar fyndið. ( Sorry ) Gaman að byrja daginn á að brosa svona

Það er líklega farsælast að vera maður sjálfur í töffaraskap sínum.

Það er svo gaman að kíkja hér inn, maður rétt skreppur í næsta útland og vúpps...   allt fullt af spennandi bloggi hér til að lesa. Annað sem mér finnst líka skemmtilegt, er hvað síðan þín endurspelglar mikinn vinskap sem ekki sést annar staðar í mínum bloggheimi.  

Blogg knús frá DK

Guðrún Þorleifs, 16.3.2007 kl. 06:29

5 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

Kære Katrín hlakka alltaf til að lesa bloggið þitt. Þekki þessa tilfinningu, hafði hana sjálf þegar ég byrjaði í Mynd og hand, 28 ára fráskylin með fortíð ! Gerði mikið til að falla í kramið, fann svo út úr því að vera ég sjálf, sem var sennilega miðjan af tvennu, fortíð og nútíð. Hafðu fallegasta dag,

Ljós frá Lejre.

Steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 16.3.2007 kl. 06:35

6 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Alltaf jafn skemmtilegt bloggið þitt.    Líklega hefur þú verið einum of ýktur hippi til að geta talist trúverðug.

Svava frá Strandbergi , 16.3.2007 kl. 12:38

7 Smámynd: Ingi Geir Hreinsson

Æææi, að reyna að vera líbó og kúúl og alliar tengja við lögfræðing. Úff, samhryggist. Ég reyndar lenti í undarlegri uppákomu þegar ég fór í framhaldsnám, til bæjar sem heitir Guelph í Ontariofylki, Kanada. Það voru 16 einstaklingar að hefja framhaldsnám við sálfræðideildina, 15 konur, 15 íbúar Kanada... og ég. Við vorum að kynna okkur og fólk hélt misjafnlega langar tölur um sig. Ég stóð upp og sagði "My name is Ingi, I'm the Icelandic guy". Settist.

Ingi Geir Hreinsson, 17.3.2007 kl. 11:04

8 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

 Sá eini sanni bara?

 Sálfræði...og 15 konur? Ekki vond blanda fyrir The Guy!!

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 17.3.2007 kl. 11:26

9 Smámynd: Svala Jónsdóttir

Þú hefur verið svona lúxushippi!

Einu sinni sagði einhver maður við mig að ég liti út fyrir að vera heilbrigðisstarfsmaður - annað hvort hjúkka eða læknir. Ég var mjög móðguð (fannst það eitthvað svo lummó) en mörgum árum seinna sá ég könnun þar sem bæði þessi störf voru á toppnum sem mest sexí störfin fyrir konur að mati karla. Þannig að kannski var blessaður maðurinn bara að segja mér hvað ég væri flott. Það má alltaf vona.... he he.

Svala Jónsdóttir, 18.3.2007 kl. 00:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Snæhólm Baldursdóttir
Katrín Snæhólm Baldursdóttir

 Maddama kerling fröken frú Katrín Snæhólm. Hef áhuga á öllu milli himins og jarðar og telst þá hvoru tveggja með. Himinn og jörð.

 

kbaldursdottir@gmail.com

 

 

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.2.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Nýjustu myndir

  • ...xoqlinc
  • ...x-o-
  • ...katrin_mynd
  • ...peru_3
  • ...peru_2
  • ...peru_786202
  • ...peru
  • ...usturv_llur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband