Leita í fréttum mbl.is

Guðar á glugga forvitin og forn kona.

kona að kíkja

Þegar ég kíkti út um gluggann minn í morgun sá ég mann sem labbaði framhjá og flautaði lag. Ég velti fyrir mér hvað kætti hann svo mjög. Kannski veðurblíðan og vorkoman eða hann gæti verið ástfanginn af hláturmildri sveitastelpu sem heldur mjúklegar í hendi hans en nokkur annar.

Sá ég tvo félaga tíu ára eða svo hjóla framhjá. Annar þeirra var með kött í körfu á bogglaberanum sínum og veiðistöng bundna við hjólið. Líklega að fara upp að litlu tjörn og setjast þar á bryggjusporð og fiska. Kötturinn eflaust alltaf glaður að fá gott að borða.

Gamla konu staulast hjá í göngugrind. Ýtti henni ofurrólega áfram og tók eitt skref í einu á skjálfandi visnum fótum sínum. Henni virtirt ekkert liggja á og orðin þessum ferðahraða sínum vön. Sér eflaust meira á ferðum sínum um litla bæinn en við hin. Og hefur eflaust meiri tíma og minni löngun til að tíminn líði hraðar. Þegar maður á lítið eftir af einhverju vill maður oft fara sparlega með rest.

Nýja skiltið yfir gömlu búðinni sem kenndi krökkum að gera potterý. Núna eru selda þar gómsætar pönnukökur og vöfflur. Og Krépés. Pönnukökur fylltar með hrísgrjónum, skinku, púrrulauk og valið stendur á milli hvítlaukssósu og sinnepssósu. Ég vil bæði. Gaman að vera búin að fá pönnukökuhús i litla bæinn okkar. Höfum svoleiðis í kvöldmatinn og styðjum starfsemina hjá pönnukökufólkinu.

Þegar ég kíkti út í morgun sá ég dag sem beið mín og spurði..Og hvað ætlar frúin að gera í mér?

Og ég svaraði um leið og ég hysjaði betur upp um mig köflóttu náttbuxurnar mínar.."Ekkert fyrr en ég er búin að lesa Vikurnar sem pósturinn kom með í morgun. Fréttir og sögur frá íslandi." Og meðan ég les Vikurnar hlusta ég enn og aftur á Óskastundina á netinu sem er á rás eitt alla föstudagsmorgna. Er orðin háð þessari tónlist og held að einhversstaðar innra með mér hljóti ég að vera miklu eldri en rétt rúmlega fertug. Kannski svona 85.

Svo kannski klæði ég mig og held út í daginn...algerlega tilbúin að láta hann leiða mig á vit ævintýra og framandi slóða.  Allavega ætla ég að eiga góðan dag með mínum.  Jafnvel fara á flóamarkaðinn í Lewis þar sem úrir og grúir af gömlu og spennandi dóti og gersemum í risastóru húsi á tveimur hæðum og mörgum dularfullum herbergjum. Og lykt sem er engu lík enda tilheyrir hún fortíðinni og öðrum tíðaranda. Já ég er eitthvað forn í mér en ég trúi samt ekki á tímann sem er blekking mannsins. Maður hefur bara eins mikinn tíma og mann langar. Punktur. Góðan laugardag bloggarar.

time


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haukur Nikulásson

Góðan dagin Katrín, alltaf eru fallegar myndirnar þínar!

Haukur Nikulásson, 17.3.2007 kl. 11:20

2 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Hér í DK verður dagurinn gerður góður ( þrátt fyrir hret frá Íslandsströndum) og farið á fimleikasýningu, kíkt á góða vini og svei mér ef það verður ekki eitthvað ljúfengt hér í kvöldmatinn

Góða skemmtun! 

Guðrún Þorleifs, 17.3.2007 kl. 11:23

3 identicon

Hér á Amtsbókasafninu á Akureyri verður vinjettusíðdegi, þar sem nokkrir aðilar koma saman og lesa upp úr vinjettum Ármanns Reynissonar. Veðrið er hvítt og bjart og fallegt. Maður verður jú lengi inni í dag, en gleðin í hjarta verður bara því yfirsterkari.

Maður stjórnar alltaf deginum - að mestu leyti - sjálfur, er það ekki?

Eigðu góðan og yndislegan dag!

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 17.3.2007 kl. 12:13

4 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Alveg væri ég óð í að eiga vinjettudag í snjó!!!

En nú verð ég að fara að klæða mig og punta smá í keingum mig. Það eru víst að koma gestir...svona fólk sem þarf kaffi og samtal. Guð hvað á eg eiginlega að tala um? Maður arf örugglega að svara og allt. Miklu betra að blogga bara og þurfa ekkert að svara nema þegar manni dettur í hug og er í stuði. Gengur víst ekki við borðstofuborðið með fólkið beint á móti sér.

Sjáumst!!!

p.s  Þetta er dularfull heimsókn. Venjulega er fólk búið að gera boð á undan sér a.m.k 1o dögum áður...hmmm!!! Læt ykkur vita.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 17.3.2007 kl. 12:17

5 Smámynd: Hugarfluga

Skemmtileg pæling og fær mann til að staldra við og draga andann. Andsk ... asi á manni alltaf hreint. Eins og maður sé alltaf í kapphlaupi við sjálfan sig. Minnir mig á ágæta línu í lagi John Lennon: "Life is what happens to you when you're busy making other plans."

Hugarfluga, 17.3.2007 kl. 13:15

6 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Hafðu góðan dag Katrín mín

Kristín Katla Árnadóttir, 17.3.2007 kl. 13:20

7 Smámynd: bara Maja...

Það færðist ró yfir mig að lesa þessa færslu, ég sat hérna með samviskubit yfir að vera að "slóra" yfir blogglestri í staðinn fyrir allt sem þarf að gera... Takk fyrir fallegt blogg  kem oft á dag þó ég sé ekki alltaf dugleg við að kvitta !

bara Maja..., 17.3.2007 kl. 13:39

8 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Takk fyrir færslu.  Góð að venju.

Jenný Anna Baldursdóttir, 17.3.2007 kl. 14:11

9 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

yndislega myndrænt, sá með þér út um gluggann, sá köflóttu náttbuxurnar, fór með þér á flóamarkað, og fann lyktina, takk

Steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 17.3.2007 kl. 16:54

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já nú er dagurinn á enda, myrkrið færist yfir og það er ró yfir þessum degi, sem byrjaði hjá mér með sex svönum syndandi á pollinum, og þeir gáfu frá sér sitt vananlega Kuaaa, og horfðu á mig taka af þeim myndir.  Þeir vissu að ég myndi ekki gera þeim neitt. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.3.2007 kl. 19:24

11 Smámynd: www.zordis.com

ohhh. lífið er svooo spennandi!  Það besta er hvernig við horfum og sjáum það, hvernig við bregðumst við í einlægni með sjálfinu!  Stundum er betra að fá að vera einn án gesta þótt gleðigjafar séu!  Á laugardagskvöldi eftir strangan dag eru allir sáttir á mínu heimili!  Kveðjur yfir hafið og himingeima!

www.zordis.com, 17.3.2007 kl. 21:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Snæhólm Baldursdóttir
Katrín Snæhólm Baldursdóttir

 Maddama kerling fröken frú Katrín Snæhólm. Hef áhuga á öllu milli himins og jarðar og telst þá hvoru tveggja með. Himinn og jörð.

 

kbaldursdottir@gmail.com

 

 

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.2.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Nýjustu myndir

  • ...xoqlinc
  • ...x-o-
  • ...katrin_mynd
  • ...peru_3
  • ...peru_2
  • ...peru_786202
  • ...peru
  • ...usturv_llur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband