Leita í fréttum mbl.is

Að halda jafnvægi innra og ytra...orð dagsins.

Ég vaknaði eitthvað svo úthvíld og hress í sinni. Dreymdi að ég var í partýi með gömlum bekkjarfélögum í barnaskóla og enginn vildi tala við mig og ég vissi að það var út af blogginu mínuPouty  Bara rétt kinkuðu til mín kolli og héldu svo áfram með sitt. Ég var frekar leið yfir þessu því ég hafði hlakkað til endurfundanna. 

Ég fór þá bara að sinna ungabörnum sem virtust vera skilin eftir eða að bíða eftir heimsóknartíma foreldra sinna á einhvers konar stofnun eða kaffihúsi. Mundi að þetta kaffihús hafði verið velsótt vegna heimilislegrar hlýju og góðra veitinga en núna var bara ódýrt sælgæti í hillum og ég man að ég hugsaði af hverju ætli þetta góða og nærandi þurfi alltaf að víkja og fólk alltaf að skipta út gæðum fyrir drasl?.  Svo snéri ég mér aftur að litlu börnunum. Breiddi yfir þau og gaf þeim að drekka og í einni barnakörfunni var barn og svo annað barn svona 15 centimetrar. Kúrði í hlýjunni í handarkrika hins barnsins. Pínu agnar lítið. Og ég handfjatlaði það með svo mikilli nærgætni því það var eitthvað svo viðkvæmt og lítið.

Svo var ég allt í einu komin aftur í partýið og var mjög upptekin að hreinsa einhvern vökva í vél sem sigtaði og síaði ákveðin efni frá og út kom alveg tandurhreinn vökvinn án allra aukaefna. Brasaði við þetta hálfa nóttina og vaknaði svo bara í góðu formi.  Jafnvægi.  Jafnvægi er orð dagsins.

jafnvægi

Draumheimar eru góðir heimar heim að sækja. Finnst líklegt að flokkunin og hreinsunin sem ég er að gera í öllu í ytra lífinu sé líka að gerast í undirvitundinni. Allsherjar vorhreingerning bæði að utan sem innan. Svo finnst mér líklegt að það sé komið að því að hreinsa líkamann. Detoxa.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hulda Elma Guðmundsdóttir

Draumar hafa oft miklu meira að segja en við gerum okkur grein fyrir. Hafðu þennan í huga og skoðaðu hvort hann á sér svo ekki stoð í þínu daglega lífi.

Hulda Elma Guðmundsdóttir, 20.3.2007 kl. 09:15

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Mér finnst þú vera að lýsa bloggheiminum. Vinirnir, hið holdlega tengslaleysi. Börnin, umhyggjan, vináttan. Hugsunin, sem skýrist og sigtast gagnvart fólki. Þegar grugg hins daglega amsturs er sigtað frá eru allar manneeskjurnar hreinar og tærar og samar.  Kannski er bloggið ákveðið andlegt hreinsunarferli út af fyrir sig.

Jón Steinar Ragnarsson, 20.3.2007 kl. 10:15

3 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

skemmtilegur draumur, og vorhreingerning er alltaf gód á líkama og sál !

ljós til thín frá mér í vinnunni 1

Steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 20.3.2007 kl. 11:47

4 Smámynd: bara Maja...

Draumar eru svo dásamlega dásamlegir... ef ég vakna eftir draumlausa nótt finnst mér ég vera svikin og neita að fara framúr fyrr en mig hefur dreymt eitthvað almennilegt.  Óskir um áframhaldandi fallega drauma til þín

bara Maja..., 20.3.2007 kl. 14:35

5 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

kinka kolli til þín......

knús

Hrönn Sigurðardóttir, 20.3.2007 kl. 14:59

6 Smámynd: halkatla

mig er líka búið að vera að dreyma svo mikið undanfarið, það er eitthvað í loftinu, þetta er skemmtileg saga

halkatla, 21.3.2007 kl. 14:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Snæhólm Baldursdóttir
Katrín Snæhólm Baldursdóttir

 Maddama kerling fröken frú Katrín Snæhólm. Hef áhuga á öllu milli himins og jarðar og telst þá hvoru tveggja með. Himinn og jörð.

 

kbaldursdottir@gmail.com

 

 

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 311442

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...xoqlinc
  • ...x-o-
  • ...katrin_mynd
  • ...peru_3
  • ...peru_2
  • ...peru_786202
  • ...peru
  • ...usturv_llur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband