Leita í fréttum mbl.is

Sófakartafla og orkubúst handan við hornið.

sófakartafla Jæja..nú er maður bara sófakartafla

Það er að hellast í mig flensa eða eitthvað..er búin að vera að lullast áfram undanfarið en núna bara gefst ég upp og leggst.  Er með frunsu og kvef, hálsbólgu, magaverk og beinverk.

Og framsóknarverk. Lýsir sér með svima og tilfinningu fyrir að vera ekki alveg með sjálfum sér. Og vera ókurteis í tali. Stundum held ég að þeir sem eru að taka "framfararskref í nafni þjóðarinnar" séu með tærnar afturábak og hælana fram.  Það er sem ég segi...pólitíkin er heilsuspillandi og nú heiti ég sjálfri mér að hugsa ekki um hana meir og vera þannig með fyrirbyggjandi geðheilsuvarnir.  Er samt spennt að sjá listann hjá Íslandshreyfingunni sem á að koma fram á morgun. Skrítið..hélt ég væri löngu búin að skutla byltingarsinnanum í mér eitthvert útí hafsauga en svo hangir hann bara í hárinu á mér. Verð að fara að komast í almennilega klippingu.

í gær hitti ég mann sem ég er búin að heyra um í 7 ár. Við erum búin að vera á sama punktinum læra lifa og starfa í sama litla þorpinu allan þennan tíma og ég er alltaf að hitta fólk sem er að segja mér frá honum og að við ættum nú að hittast og vinir mínir þekkja hann og ókunnugt fólk sem ég rekst á hingað og þangað segir mér frá honum.

En það var ekki fyrr en í gær að við hittumst og getiði hvað? Hann býr hérna handan við hornið svona tveggja mínútna gangur á milli. Er íslenskur Reikimeistari sem hefur lifað hér og starfað í yfir 15 ár og kennt hundruðum manna reiki. Best ég hringi í hann á morgun og athugi hvort hann geti ekki gefið mér spá orkubúst og heilun. Hann er voða skemmtilegur og minnir mig á Leo Sayer söngvarann góðkunna.  maður og jörð 

Já Heimurinn er stundum lítill og stundum stór.

Jæja...nú tek ég mér hvíldartíma og safna kröftum fyrir næstu verkefni og hlakka til að stíga tvíefld á fætur aftur og taka þetta líf með trompi.

california

Þetta er örugglega bara sólarskortur að hrjá mig eftir langan og dimman vetur. California hljómar lokkandi núna fyrir kellu sem tekur sig einstaklega vel út í hælaskóm. Þeir eru frábærir til að sparka fast í rassg...á pólitíkusum sem....Úpps.!!!!Undecided  Muna eftir að panta mér klippingu sem fyrst og taka magnýl við þessum framsóknarverk.

Verð að fara núna. Gera nokkrar hugleiðsluæfingar og muna hvað ég vel og hverju ég hafna og af hverju.

Bæ elskurnar.Kissing.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Góðann bata

Guðrún Þorleifs, 21.3.2007 kl. 20:10

2 Smámynd: Björg K. Sigurðardóttir

Um að gera að kúra sig bara upp í sófa með teppi og heitt kakó þegar flensan sækir mann heim. Vonandi nærðu þessu úr þér sem fyrst.

Man ekki hvort ég hef einhvern tímann hrósað þessum dásamlegu flottu myndum sem skreyta bloggið þitt. Allavega geri ég það hér með. Fallegar myndir og fallega orðuð og skemmtileg blogg. Gerist ekki betra. 

Björg K. Sigurðardóttir, 21.3.2007 kl. 20:19

3 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Takk Svo gott að fá hrós...mér líður strax miklu betur og langar bara að blogga annan pistil Núna!!!!

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 21.3.2007 kl. 20:25

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þú ert alltaf flott mín kæra.  En það er gott að pústa og hugleiða. Nú bíð ég eftir hvort rafmagnið fer, það flöktir ískyggilega.  Veðrið hamast úti og stákarnir mínir fóru í sund. ´Búin að kveikja á kerti, bæði fyrir þig og mig. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.3.2007 kl. 20:29

5 Smámynd: www.zordis.com

Láttu þér batna ljúfust!  Það er engin tilviljun eða hending .... spennandi granni handan hornsins!

www.zordis.com, 21.3.2007 kl. 20:29

6 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Góðan bata ljósið mitt

Kristín Katla Árnadóttir, 21.3.2007 kl. 20:29

7 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Já það nefninlega fyndið Zordis þegar við fluttum hingað og ég var frekar ósátt því ég vildi hitt húsið...sem ég fékk ekki.... þá hrökk uppúr mér við manninn minn. "Kannski eignumst við svo bara nágranna sem á eftir að skipta miklu máli fyrir okkur að kynnast". Og ég hef einhvernveginn tilfinningu fyrir að það sé einmitt svo. Hann og konan hans eru í mjög svipuðum pælingum og við hjónin og þetta er bara skemmtilegt. Cesil mín..vona að rafmagnið fari ekki og takk fyrir kertaljósið.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 21.3.2007 kl. 20:39

8 Smámynd: Gerða Kristjáns

Láttu þér batna sem fyrst

Gerða Kristjáns, 21.3.2007 kl. 21:13

9 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Batakveðjur. Reiki er merkilegt. Góða skemmtun.

Jenný Anna Baldursdóttir, 21.3.2007 kl. 21:36

10 Smámynd: Hugarfluga

Batnitíbatnbatn!! Er sjálf hálfslöpp og langar mest að vera undir sæng í sólarhring. Knús!

Hugarfluga, 21.3.2007 kl. 22:09

11 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Hafðu það gott elskan og megi slæmskuskrattinn víkja á brott sem fyrst ... skemmtileg tilviljun þetta með góðu grannana ... eða var þetta kannski engin tilviljun?

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 21.3.2007 kl. 22:26

12 Smámynd: Vilborg Eggertsdóttir

Vorjafndægur og greinilegt að líkaminn þarf að aðlaga sig inn á nýju orkuna, ekki að ástæðulausu að margir eru örir og viðkvæmir núna. Vona að þú getir sofið vel, ferðast um aðrar víddir og endurnýjað þig. Takk, baráttukona

Vilborg Eggertsdóttir, 21.3.2007 kl. 23:41

13 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Sófakartöflur spíra í myrkrinu.

Það eru greinilega allir búnir að fá upp í háls af pólitík og vilja taka sér frí um leið og þingið.  Það er bara sanngjarnt að við gefum okkur það líka.  Ég skrifaði um vændisfrumvarpið og aðsóknin hrundi niður um helming. Undarleg þögn í kringum það. Annars er ekkert að marka aðsóknardropp,  því rassinn á henni Angelicu Jolie trekkti svo rosalega að það varð margfalt met. Kannski maður ætti að skrifa meira fyrir neðan mitti.

Jón Steinar Ragnarsson, 22.3.2007 kl. 06:22

14 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Láttu þér batna kelli mín. Ekki ónýtt að eiga orkubúst handan við horn....

smjúts

Hrönn Sigurðardóttir, 22.3.2007 kl. 09:18

15 Smámynd: bara Maja...

Mjúkar batnaðarkveðjur yfir hafið !

bara Maja..., 22.3.2007 kl. 09:29

16 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Var bara pakkað upp í rúm snemma og látin sofa út meðan heimilisfólkið vaknaði og fór í skólann i morgun. Vaknaði endurnærð þó svo að hlé hafi verið gert á hvídinni um miðja nóttina. Vaknaði með hljómsveitina Abba hoppandi og syngjandi um í hausnum á mér. Voru skrautlega klædd í bláum glitrandi búningum og sungu stanslaust sama lagið með tilfæringum og enduðu alltaf með uppstillingu beint fyrir framan mig og sungu og settu hendurnar svona jafnt út...tra la la la..Making your mind up!!!!

Ji hvað ég var að verða brjáluð á þessu..þar til eg sagði já já já undirvitund. Ég næ þessum skilaboðum..ég þarf að gera upp hug minn. Þá fóru þau  Agnetha, annifrid björn og hann þarna hinn loksins að fjara út og við tök fuglasöngur morgunsins. Magnað að heyra hvernig fuglasinfónían vaknar í döguninni......og með það sofnaði ég aftur. Vaknaði svo núna og á mig leitar spurningin..hvað nákvæmlega þarf ég einignlega að gera upp hug minn með sem er svona mikilvægt? Hmmmmmm.

Besti ég hugsi um það á að leið til London. Ætlum að bruna og sjá litlu ömmukrúsina. Eigið góðan dag......and make your mind up!!!!

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 22.3.2007 kl. 09:55

17 Smámynd: Ingi Geir Hreinsson

Farðu vel með þig, nóg af vökva og ekki fara of snemma af stað.

Ingi Geir Hreinsson, 22.3.2007 kl. 11:42

18 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

farðu vel með þíg ! allt hangir saman og hefur meiningu, það verður spennandi að sjá hver meiningin með þessum manni sé ! kannski verðuru bara besti reikimeistarinn !

ljós frá mér til þín

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 22.3.2007 kl. 15:10

19 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

skemmtilegt blogg!  Góðann bata

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 22.3.2007 kl. 16:07

20 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Sendingin skilaði sér með póstinum í dag! Takkkkk, hlakka ofboðslega til að horfa á myndina um helgina!!!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 22.3.2007 kl. 18:16

21 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Skemmtilegt bloggið þitt eins og alltaf. Láttu þér þú batna almennilega. 

Svava frá Strandbergi , 22.3.2007 kl. 18:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Snæhólm Baldursdóttir
Katrín Snæhólm Baldursdóttir

 Maddama kerling fröken frú Katrín Snæhólm. Hef áhuga á öllu milli himins og jarðar og telst þá hvoru tveggja með. Himinn og jörð.

 

kbaldursdottir@gmail.com

 

 

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 311442

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...xoqlinc
  • ...x-o-
  • ...katrin_mynd
  • ...peru_3
  • ...peru_2
  • ...peru_786202
  • ...peru
  • ...usturv_llur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband