Leita í fréttum mbl.is

AthuGuN 12

think

Um hvað hugsar þú mest?

Um hvað hugsar þú oftast?

Um hvað hugsar þú best?

Um hvað hugsar þú helst aldrei?

Svör við þessari athugun eitt eða fleiri færist vinamlegast í athugasemdir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Börnin mín  ég hugsa um lífið.

Kristín Katla Árnadóttir, 22.3.2007 kl. 19:49

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég hugsa mest um kærleikann.

Jenný Anna Baldursdóttir, 22.3.2007 kl. 19:55

3 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Þú ert örugglega allavega oft að hugsa um kynlíf. Gætu fáir þorað að segja það hér án þess að roðna nema kannski þú..hehe Eðlilega svarar fólk bara því sem það vill opinbera.

Ég hugsa helst ekki um hræðilegar fréttir og get sagt að ég hugsi mikið um að reyna að vera meðvituð um hvað er hvað í lífi mínu og af hverju. Kynlíf hugsa ég svo um á 7 sekúndnafresti því ég er með gullfiskamynni og þarf alltaf að byrja upp á nýtt!!

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 22.3.2007 kl. 20:10

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég hugsa um margt og mikið og tímabundið, eins og núna hugsa ég mikið um sáningu og priklun, en alltaf um stubbinn og afa hans, hin börnin fá líkaslatta af umhugsun. Pólitíkin er oft í huganum líka núna.  Það sem ég reyni að hugsa ekki um eru neikvæðar hugsanir sem geta kallað einhver leiðindi yfir mig.  Ef slík hugsun kemur inn, reyni ég að dreyfa henni um leið með jákvæðum orðum. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.3.2007 kl. 20:20

5 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Já Jóna mín...þetta átti nú bara að vera smá jók...hugsaði um það þegar ég setti inn spurninguna að líklega myndi enginn segja kynlíf. En það hefði einmitt enginn lyft annarri augabrúninni yfir því ef þú hefðir svarað að þú hugsaðir mikið um kynlíf ..kannski því að þú ert starfandi kynfræðingur og að skrifa bók um efnið. Það sem ég held samt er að fólk er ekkert endilega mjög meðvitað um hvað það hugsar mest um..að sumar hugsanir séu mjög ómeðvitaðar þrátt fyrir að fólk sé kannski stöðugt að hugsa um viðkomandi efni þá taki það ekki eftir því.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 22.3.2007 kl. 20:32

6 Smámynd: Hugarfluga

Ég hugsa mest um það hvað mig langar að eyða meiri tíma með ástvinum mínum og minni tíma í vinnunni.  Ég hugsa oftast um það líka.  Ég hugsa best um manninn minn og syni. Ég hugsa helst aldrei um það að vera án þeirra.

Hugarfluga, 22.3.2007 kl. 20:40

7 Smámynd: www.zordis.com

Ætli maður hugsi ekki stærstan hluta dags um það sem fram fer í vinnunni, þegar maður vinnur rúmlega 100% starf.  Svo hugsar maður Quality time um börnin og makann!  Ég hugsa um mjög margt og það er ekki gott að henda reiður á neitt sérstakt fyrir utan starf og fjölskyldu.  Ekki magn heldur gæði sem gerir hugsun framúrskarandi!  

Ég hugsa aldrei um kornbændur í Ameríki (nema núna)

Ég hugsa aldrei um gróðurskilyrði Panama (nema núna)

Ég hugsa aldrei um undirfatnað starfsfélaga (nema núna)

                                  

www.zordis.com, 22.3.2007 kl. 21:09

8 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Ég hugsa mest um son minn

...minnst um ...hhhmmm get ekki hugsað um það! 

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 22.3.2007 kl. 21:32

9 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

I think Therefore I am, I think.

Hér er síða, sem mér fannst svo rosalega þú. 

Jón Steinar Ragnarsson, 22.3.2007 kl. 23:58

10 Smámynd: Kristján Kristjánsson

Um hvað hugsar þú mest?

Fjölskyldu og vini

Um hvað hugsar þú oftast?

Jáhvæða og skemmtilega hluti eins og áhugamálin og fjölskyldu pg vini

Um hvað hugsar þú best?

Ástvini

Um hvað hugsar þú helst aldrei?

Hugsa aldrei um það.

Kristján Kristjánsson, 23.3.2007 kl. 00:29

11 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Ég hugsa of mikið um það
sem ég má ekki hugsa
og hugsa um af hverju
ég hugsa svo mikið um það
ég hugsa að ég verði að
hugsa um að hætta að hugsa
 - eða - ég hugsa það.

Svava frá Strandbergi , 23.3.2007 kl. 01:31

12 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Ef maður myndi svara öllum liðum þessara spurningu heiðarlega... væri maður búin að opna allt upp á gátt. Veit að ég vil það ekki og er ekki viss um að ég gæti það bara si sona!

Heiða B. Heiðars, 23.3.2007 kl. 02:26

13 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

ég hugsa mest um hvað ég gert til að hjálpað til með að skapa þetta

"eina líf" við erum öll eitt, hluti af því sama,  hérna á jörðinni

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 23.3.2007 kl. 05:11

14 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

...er ekki viss um að ég kæri mig um að svara þessu svona opinberlega.....

En góðar spurningar samt sem áður sem ég kem til með að svara sjálfri mér

Hrönn Sigurðardóttir, 23.3.2007 kl. 11:18

15 Smámynd: Hulda Elma Guðmundsdóttir

When I think of angel I think of ...

Hulda Elma Guðmundsdóttir, 23.3.2007 kl. 12:13

16 Smámynd: bara Maja...

Hugsa mest, best og oftast um fjölskylduna, ástina, lífið, hamingjuna, framtíðina... hugsa helst aldrei um það sem ég hræðist mest -að missa...

bara Maja..., 23.3.2007 kl. 14:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Snæhólm Baldursdóttir
Katrín Snæhólm Baldursdóttir

 Maddama kerling fröken frú Katrín Snæhólm. Hef áhuga á öllu milli himins og jarðar og telst þá hvoru tveggja með. Himinn og jörð.

 

kbaldursdottir@gmail.com

 

 

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 311442

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...xoqlinc
  • ...x-o-
  • ...katrin_mynd
  • ...peru_3
  • ...peru_2
  • ...peru_786202
  • ...peru
  • ...usturv_llur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband