26.3.2007 | 14:05
Sjálfsrækt og vökvun mannsins
Hvað gerir þú til að rækta sjálfa/n þig?
Hvað veldur vexti og þroska mannsins? Er það eitthvað sem kemur að sjálfu sér í gegnum lífið og reynsluna eða er það eitthvað sem við þurfum að gera meðvitað og stunda vel til að ná árangri og vaxa í okkur sjálfum? Kannski bara góða blanda af báðu?
Hvernig sjálfsrækt stunda bloggarar?
Mælið þið með einhverjum góðum aðferðum sem hafa virkað vel fyrir ykkur, námskeið eða hugleiðslutækni?
Góðar og gefandi bækur??
Stunda menn og konur sjálfsrækt daglega eða sjaldnar...aldrei?
Þarf að stunda sjálfsrækt og þá af hverju?
Bara nokkrar spurningar sem leita á konu á mánudegi
Hvað nærir sálina þína og andann best?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 311441
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- September 2013
- Júní 2010
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Myndaalbúm
Bloggvinir
- gurrihar
- ibbasig
- zordis
- ipanama
- hugarfluga
- poppoli
- skessa
- vilborg-e
- gudnyanna
- vikingurkr
- sarcasticbastard
- landsveit
- asthildurcesil
- jenfo
- svalaj
- halkatla
- matthildurh
- jahernamig
- katlaa
- svavs
- kiddirokk
- ludvik
- heiddal
- jonaa
- arh
- palmig
- leifurl
- mediumlight
- bjarkitryggva
- 810
- haukurn
- amason
- heringi
- emmgje
- hk
- zoa
- steingerdur
- hronnsig
- holi
- steina
- alla
- malacai
- almaogfreyja
- kruttina
- arikuld
- arnaringvarsson
- agbjarn
- asgerdurjona
- gammon
- baldvinj
- barafridriksdottir
- bardurorn
- kaffi
- storyteller
- birgitta
- bjarnihardar
- lubbiklettaskald
- salkaforlag
- gattin
- skordalsbrynja
- tilfinningar
- brandarar
- diesel
- draumur
- einarborgari
- einari
- gustichef
- elinarnar
- zoti
- happy-dog
- evabenz
- utlit
- finni
- stjornarskrain
- lucas
- gudmundurhelgi
- gudnym
- glostrup
- zeriaph
- gullvagninn
- silfri
- gylfigisla
- handtoskuserian
- iador
- heidistrand
- latur
- hlf
- helgatho
- hehau
- drum
- himmalingur
- hinrikthor
- ringarinn
- ingahel
- ingasteinajoh
- jara
- astromix
- kreppan
- jensgud
- josira
- jogamagg
- jax
- islandsfengur
- jonsnae
- nonniblogg
- jonthorolafsson
- juliusvalsson
- kjartanis
- leifur
- kreppualki
- kreppukallinn
- kerla
- lauola
- larahanna
- liljabolla
- astroblog
- markusth
- manisvans
- methusalem
- misskilningur
- neo
- oktober
- olijon
- olofannajohanns
- svarthamar
- skari60
- ljosmyndarinn
- perlaoghvolparnir
- ragnar73
- ragjo
- salka
- pensillinn
- sjos
- meyjan
- amman
- sigrunsigur
- siggi-hrellir
- sigurgeirorri
- sylviam
- slembra
- athena
- must
- sunnadora
- svatli
- saethorhelgi
- tinnaeik
- nordurljos1
- kreppuvaktin
- valgerdurhalldorsdottir
- vertu
- eggmann
- what
- vigga
- perlan
- zeitgeistonair
- tsakalis
- steinibriem
- thorsteinnhelgi
- tothetop
- icekeiko
- thorsaari
Athugasemdir
Ég stunda sjálfsrækt alla daga. Það er bannað með lögum (mínum) að gera það ekki. Sjálfsræktin felst í því að sofa vel, borða reglulega og einbeita mér að jákvæðum hugsunum. Ég þarf reyndar ekki að einbeita mér svo mikið lengi, eftir ákveðin tíma í æfingabúðum jákvæðninnar kemur þetta nokkuð af sjálfum sér. Ekki að ég detti ekki reglulega niður í að vera smásálarleg í skoðunum, að halda að ég viti best og allt þetta sem fylgir því að vera neikvæður en ég er nokkuð fljót að átta mig.
Takk fyrir pistilinn.
p.s. það er sagt að ef þú farir alltaf í vi. sokk fyrst á morgnanna þá taki það um 300 skipti að verða að vana þegar þú byrjar á þeim hæ. Svona er vald vanans máttugt.
Jenný Anna Baldursdóttir, 26.3.2007 kl. 15:52
Það sem nærir mína sál mest og bezt er að fara á fjöll, hlusta þar á kyrrðina, horfa á útsýnið og eiga góða stund með sjálfri mér
Hrönn Sigurðardóttir, 26.3.2007 kl. 16:40
Takk fyrir pistilinn. Ég þarf að rækta sál mína betur.
Kristín Katla Árnadóttir, 26.3.2007 kl. 16:53
Sjálfrækt er svo mikilvæg í þessu blessaða lífi!! Ég er svo heppin að eiga frábæra vini og fjölskyldu sem mér finnst best í heimi að umgangast. og svo var mér bent í voða næs bók um lífreglurnar 4, indíánaspeki, mjög fínt að hafa hana á náttborðinu.
Sigga Hrönn, 26.3.2007 kl. 17:02
Allt vex sem vel er að hlúð segir einhversstaðar og það á eflaust líka við um okkur og sálina. Sigga Hrönn..ég lánaði einhverjum lífsreglubókina mína. Ekki værir þú til í eða einhver annar sem hér lítur inn og á bókina að skrifa bara inn grunnreglurnar fjórar bara rétt svo ég geti rifjað þær upp. Ég er alltaf með hauga af bókum í kringum mig..ég elska bækurnar mínar og les þær aftur og aftur. Eins og Jenný segir þá tekur tíma að breyta vananum og maður þarf að æfa sig og líka að lesa sumt aftur og aftur.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 26.3.2007 kl. 17:09
Þegar er er komin með upp í kok af sjálfri mér og öðrum, fer ég út í moldina og grufla svolítið. Eða upp í gróðurhús ef snjór er ennþá, eða bara í góðan göngutúr.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.3.2007 kl. 18:21
Ég rækta garðinn á sumrin. Það gefur mér mikið. Líka blómin mín á sólsvölunum. Já og mála náttúrulega. En ég þarf samt að taka mér tak og rækta sjálfa mig betur.
Svava frá Strandbergi , 26.3.2007 kl. 18:30
Besta ræktunin var að flytja í himnaríkið mitt. Ég hlakka svo til að koma heim alltaf. Horfa út á sjóinn ... og bara vera til!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 26.3.2007 kl. 20:45
Himnaríki er heldur engu líkt....skil vel að þér líði svona rosalega vel þarna.Núna hljóta íbúðirnar þarna að rjúka upp í verði því þær eru orðnar svo eftirsóttar af mögrum eftir svona frábæra umfjöllun. Allir vilja vera í Himnaríki ekki satt. En sjálfsræktin hjálpar kannski við að framkalla himnaríki innra með sér...ókeypis.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 26.3.2007 kl. 21:00
He he...nú kemur Gurrí og spyr.....Ertu að segja að ég sé feit?
Skrifaði óvart ....eftirsóttar af mögrum en ekki mörgum...
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 26.3.2007 kl. 21:03
Jákvæðni í daglegu amstri - sjá glasið fremur hálffullt en hálftómt, sjá tilgang í litlum "venjulegum" hlutum, lesa inspírerandi bókmenntir, gleðjast með glöðum og syrja með sorgmæddum (hefur EKKERT með svokallaða meðvirkni að gera), spekúlera í tilgangi lífsins og finna einhvern til að leita hans með sér og ræða um það, vera með þeim sem manni þykir vænst um, lifa, syngja, drekka kaffi.
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 26.3.2007 kl. 22:10
Ég dey Katrín! Ertu að segja að Gurrí sé feit? Mér varð það á óvart um daginn líka. Hún trylltist.
Ég er sammála Gurrí að heyra til á rétta staðnum hvar sem hann nú er fyrir hvern og einn, er besta tilfinning í heimi. Í fyrsta skipti frá því ég var barn finnst mér ég vera komin heim og ég er svo happy að það er allt að því væmið.
Jenný Anna Baldursdóttir, 26.3.2007 kl. 23:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.