27.3.2007 | 20:10
Ég er appelsínugul
Um daginn keypti ég mér appelsínugula mussu.
Þegar ég labbaði framhjá búðarglugganum kallaði hún á mig, hvíslaði svo til mín þegar maðurinn minn heyrði ekki og lokkaði mig svo inn til að kaupa sig. Mér finnst ég voða fín í henni.
Í gær gekk ég framhjá öðrum búðarglugga og þar voru litlir appelsínugulir skór. Úr rúskinni og flatbotna með lítilli appelsínugulri flauelislaufu á ristinni. Þeir söguð...hæ við viljum að þú gangir á okkur og takir okkur með þér hvert sem þú ferð. Ég fór ekki inn en lofaði þeim að koma og sækja þá næst þegar ég ætti pening. Þeir skríktu og brostu hvor til annars.
Svo fór ég á markaðinn í dag og keypti kíló af appelsínum. Safaríkum og sætum og ætla að búa mér til appelsínudjús í fyrramálið.
Ég er meira að segja að hugsa um að kaupa appelsínugul sumarblóm og hengja við útidyrnar.
APPELSÍNUGUL
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- September 2013
- Júní 2010
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Myndaalbúm
Bloggvinir
- gurrihar
- ibbasig
- zordis
- ipanama
- hugarfluga
- poppoli
- skessa
- vilborg-e
- gudnyanna
- vikingurkr
- sarcasticbastard
- landsveit
- asthildurcesil
- jenfo
- svalaj
- halkatla
- matthildurh
- jahernamig
- katlaa
- svavs
- kiddirokk
- ludvik
- heiddal
- jonaa
- arh
- palmig
- leifurl
- mediumlight
- bjarkitryggva
- 810
- haukurn
- amason
- heringi
- emmgje
- hk
- zoa
- steingerdur
- hronnsig
- holi
- steina
- alla
- malacai
- almaogfreyja
- kruttina
- arikuld
- arnaringvarsson
- agbjarn
- asgerdurjona
- gammon
- baldvinj
- barafridriksdottir
- bardurorn
- kaffi
- storyteller
- birgitta
- bjarnihardar
- lubbiklettaskald
- salkaforlag
- gattin
- skordalsbrynja
- tilfinningar
- brandarar
- diesel
- draumur
- einarborgari
- einari
- gustichef
- elinarnar
- zoti
- happy-dog
- evabenz
- utlit
- finni
- stjornarskrain
- lucas
- gudmundurhelgi
- gudnym
- glostrup
- zeriaph
- gullvagninn
- silfri
- gylfigisla
- handtoskuserian
- iador
- heidistrand
- latur
- hlf
- helgatho
- hehau
- drum
- himmalingur
- hinrikthor
- ringarinn
- ingahel
- ingasteinajoh
- jara
- astromix
- kreppan
- jensgud
- josira
- jogamagg
- jax
- islandsfengur
- jonsnae
- nonniblogg
- jonthorolafsson
- juliusvalsson
- kjartanis
- leifur
- kreppualki
- kreppukallinn
- kerla
- lauola
- larahanna
- liljabolla
- astroblog
- markusth
- manisvans
- methusalem
- misskilningur
- neo
- oktober
- olijon
- olofannajohanns
- svarthamar
- skari60
- ljosmyndarinn
- perlaoghvolparnir
- ragnar73
- ragjo
- salka
- pensillinn
- sjos
- meyjan
- amman
- sigrunsigur
- siggi-hrellir
- sigurgeirorri
- sylviam
- slembra
- athena
- must
- sunnadora
- svatli
- saethorhelgi
- tinnaeik
- nordurljos1
- kreppuvaktin
- valgerdurhalldorsdottir
- vertu
- eggmann
- what
- vigga
- perlan
- zeitgeistonair
- tsakalis
- steinibriem
- thorsteinnhelgi
- tothetop
- icekeiko
- thorsaari
Athugasemdir
Miðað við þetta held ég að þú verðir ólétt fljótlega. Appelsínugulur litur á víst að hafa áhrif á slíkt, heyrði ég einu sinni. Hvernig líst þér á að láta hana heita Guðríði? Gamalt og gott íslenskt nafn!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 27.3.2007 kl. 20:26
Appelsínugulur var "the color" á mínu heimili síðasta sumar ... ásamt lime grænum. Er að spá í að færa mig yfir í bleikt ... og lime grænt þetta sumarið. Gaman að leika sér að litum
Hugarfluga, 27.3.2007 kl. 20:31
hljómar fallega, sól í sinni sól í hjarta
sól bara sól.
frá mér
steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 27.3.2007 kl. 20:48
Frú Guðríð......þetta er ekki í fyrsta skipti se þú telur mig ætla að fara að fjölga mannkyni. Það er ekki á döfinni enda barnabörnin farain að týnast til jarðar og það er mér meira en nóg. Minn appelsínuguli litur er um annrs konar sköpun. Ég ætla að skapa nýja plánetu fyrir okkur appelsínugula fólkið og leyfa hinum sem endilega vilja vera apakettir að búa á þessari.
Lime grænn er líka æði..vantar smá sumarliti í stofuna og svo auðvitað bara að setja nægilega mikið að litríkum blómum i alla vasa.
Það er svo annarlega komið sumar hér...graslyktin og allt blómstrandi og bara hlýja. Appelsínugulur er líka litur orkustöðvar sem sér um að afla lífsorkunnar og svo er hann litur Búddanna og húmanista.
Já mér líst bara vel á að vera APPELSÍNUGUL og drekka appelsínudjús.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 27.3.2007 kl. 21:05
Æj hvað þetta er sætt hjá Guðríði .............. gott orkubúst að kíkja inn!
www.zordis.com, 27.3.2007 kl. 21:54
Sól í hjarta ferskur appelsínudjús hljómar vel núna...
bara Maja..., 27.3.2007 kl. 22:15
Þú ert bara hippi í appelsínugulri mussu Katrín!
Og ef frú Guðríður reynist sannspá þá vil ég benda þér á að Ingibjörg er agalega lekkert nafn á litla dömu.
Ibba Sig., 27.3.2007 kl. 22:28
Þú verður full af orku í appelsínugulu. Nú vantar þig bara eitthvað blátt með þá verðuru í öllum frumlitunum.
Svava frá Strandbergi , 27.3.2007 kl. 23:19
Passaðu þig bara að fá ekki appelsínuhúð af þessu öllu.
Appel China er uppruni orðsins eins og þú veist kannski, eða epli frá kína. Kannski veit þetta á einhver samskipti við Kína?
Jón Steinar Ragnarsson, 27.3.2007 kl. 23:32
Jamm og meira afónothæfum fróðleik. Vissirðu að það er ekki minnst á epli í Biblíunni? Granatepli jú, en það eru ekki epli í eiginlegum skilningi. Eva bauð Adam heldur aldrei epli. Ekki stafkrókur um það í Genesis. Þar er bara talað um ávöxt. The fruit of the tree.
Þessu geturðu skellt fram í næsta teboði og hlotið aðdáun fyrir.
Jón Steinar Ragnarsson, 27.3.2007 kl. 23:36
Góðan daginn hér Skemmtilegur pistill og gáfulegar athugasemdir Gott innlegg svona í morgunnsárið að fá svona fræðslu. Er að fara í bæinn á eftir og einhvernveginn yrði ég ekki hissa á að sjá fullt af appelsínugulum lit á ferð minni í dag Hver veit?
Ein pæling út frá því sem Jón Steinar kom með: Getur verið að Adam hafi fengið appelsínu?
Megi dagurinn færa ykkur mörg bros
Guðrún Þorleifs, 28.3.2007 kl. 05:45
Já sáuð þið ekki myndina af eplinu sem ég setti inn með færslunni um þegar ég fór að týna eplin??? Þegar ég skar það svo í sundur var það bara appelsína ínnan í sér!!!!Appelsína í eplagervi. Það er ekki allt sem sýnist í henni veröld.
Og bara svo þið vitið það þá er ekki fræðilegur möguleiki á að ég muni verða þyngri...því eftir að ég byrjaði að lesa pistlana hennar Jónu Ingibjargar bloggvinkonu hefur það bara verið meira en nóg fyrir mig og alveg uppfyllt mínar villtustu drauma og þarfir. Já svona eionföld kona er ég nebbla.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 28.3.2007 kl. 07:41
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 28.3.2007 kl. 23:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.