Leita í fréttum mbl.is

Speglanir

Speglunin.

auga í hendi 

Mig langar að biðja bloggvini mína að spegla svolítið fyrir mig. Mig nefninlega dreymdi svo merkilegan draum síðastliðna nótt. Ég var að hengja upp spegla af öllum stærðum og gerðum með mismunandi römmum og mismunandi skýrri mynd í hverjum og einum. Og meðan ég var að gera það var ein spurning ráðandi. Hvað spegla myndirnar mínar og hvernig. Um hvað eru þær og hvernig tala þær til fólks?

í galleríinu mínu eru myndir frá því áður en ég lærði nokkuð að mála..myndir frá því tímabili þegar ég var að læra að mála og myndir eftir að ég lærði að mála. En þær koma allar frá sama stað. Innra með mér og innri tilfinningu. Aldrei neitt ákveðið fyrirfram en tilfinningin látin ráða ferðinni.

Núna langar mig..þar sem ég er að byrja að mála fyrir nokkuð stóra sýningu hérna..að biðja ykkur að segja mér og gefa mér álit ykkar á hvað ykkur finnst. Galleríið mitt er hér...og flestar myndirnar mínar. Tala þær til ykkar og þá um hvað? Það að mála og setja verkin sín upp á vegg er fyir mér að hengja sjálfa sig upp og bíða álits. Ef þið vilduð vera svo væn og vera einlæg og segja mér hvað ykkur finnst og hvers vegna væri þörf innsýn í að skilja betur hvert ég er að fara sem listakona. Viljið þið vera speglarnir mínir? Og segja mér á hreinskilin hátt hvernig þær virka á ykkur?

speglun

Þætti vænt um það og ég lofa að verða ekki fúl eða leið ef þær höfða ekki til ykkar. Vil bara sjá hvað er hvað. Hvort ég er á þeirri leið sem ég held að ég sé á.Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: www.zordis.com

Það sem er svo dásamlegt við allt sem heitir sköpun er að við erum að snerta tilfinningar annara, oft óútskýranlega óviðjafnanleg viðbrögð með einni lítilli tilfinningu sem læðist frá sálinni og heim til sín!  

Allar myndir rata heim, það er mín einlæga trú!  Ég á verk eftir 7 ólíka listamenn, lærða og ólærða, lifandi sem látna svo og fullan bílskúr af allskyns myndum eftir eðalsjálfið.

Það yndislegasta eru viðbrögðin hvort sem þau eru neikvæð eða jákvæð.  Það að framkalla viðbragð sem einhver lætur sér máli varða það sem þú hefur fram að færa er meiri sigur en margt annað!

Mitt uppáhald eru tvíburarnir og myndu sóma sér vel innan um uppáhaldsmyndirnar mínar.  Spurning hvort hún sé án heimilis ??

Tvíburar eru mitt uppáhald.  Þú hefur ótrúlega góða blöndunn í olíunni!  Nú bíð ég eftir boðskorti og línu um Tvíburakonurnar

www.zordis.com, 28.3.2007 kl. 21:33

2 Smámynd: halkatla

"draumkennt" er orðið sem mér dettur fyrst í hug, næsta er "fallegt". Ég er ekki mikill listagúru en ég kommentaði á myndina sem mér finnst flottust

halkatla, 28.3.2007 kl. 21:38

3 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Þú ert andlega þenkjand og næm það sýna bláu og fjólubláu litirnir í myndunum, fáguð eins og yfirbragð myndanna,  en jafnframt ástríðufull það sýnir rauði liturinn mér. þú elskar náttúruna eins og trjámyndirnar sýna og flest allt fólk líka því listamenn eru upp til hópa gott fólk. þú ert samt leitandi og átt eftir að uppgötva hlið á sjálfri þér sem þú þekkir ekki nógu vel ennþá og sem mun koma þér á óvart Það sé ég á konumyndunum þínum. 

Svava frá Strandbergi , 28.3.2007 kl. 21:44

4 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Áhugaverður draumur um speglana. Þú ert greinilega að spegla þig í heiminum með myndsköpun þinni; kannski gera það allir listamenn. Það sem ég sé í heildina: Leitandi, þroskaður, húmoristískur listamaður, þorir að gera tilraunir, en er samt hikandi við ákvarðanir. Kýs fremur óvissu en vissu.  - Til að geta "dæmt" myndirnar þarf ég að sjá þær augliti til auglitis, - ertu aldrei með sýningar hér heima?

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 28.3.2007 kl. 23:21

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þetta er nú bara augljós myndlíking fyrir bloggið.  Cyberspeglasalurinn.

Jón Steinar Ragnarsson, 29.3.2007 kl. 00:19

6 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Góðann daginn Frábært framtak hjá þér að halda sýningu!!!

Mér finnst myndirnar þínar heillandi. Ég hef ekki faglega myndlistarþekkingu og get því ekki tjáð mig med loren ippsum bla bla blai En sem  "sauðsvartur almúgi" leyfi ég mér að segja að mér finnst myndirnar þínar heillandi. Það er æfintýrablær í þeim sem samt speglar raunveruleika. Tvær myndir finnst mér öðrum fremur spennandi og vildi sjá þær, það er stóra bláa myndin og olímyndin þar sem litirnir eru gegnsæir eins og væru þetta vatnslitir.

Þér þarf ekki að finnast þú berskjölduð að sýna þessar myndir!

Hvar og hvenær er svo sýningin? 

Váá... hvað ég er búin að tjá mig um menningarlegt efni og dagurinn varla byrjaður! Kanski þetta sé nýpressaði appesínuguli safinn? 

Guðrún Þorleifs, 29.3.2007 kl. 05:46

7 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

kær kveðja og til hamingju með sýninguna. ég kommenteraði inni í galleríinu.

ljós til þín

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 29.3.2007 kl. 06:04

8 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Takk kærlega fyrir öll commentin..ég er búin að lesa í gegnum þau öll. Þarf við tækifæri að fá ljósmyndir af allra nýjustu verkunum sem er allt öðruvísi en ég hef áður gert..kraftmikil stór og sterk...hviss og bang dettur mér í hug um sum þeirra.

Svo verður fróðlegt að byrja aftur að mála þegar ég get sett upp trönurnar mínar úti í garði sem verður stúdíóið mitt til að byrja með. Allavega þegar vel viðrar. Verst hvað flugurnar fljúga beint í rauðan dauðan þegar þær stíma á fullu í olíuna og sitja þar fastar og dauðar og sem hlutar af eilífri list..hehe..

 Vona að Anna Karen lesi ekki um þessi flugumorð.

Spegill spegill herm þú mér...hvað sést núna best í þér???

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 29.3.2007 kl. 08:24

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég hef ekki tíma núna til að kommentera á myndirnar þínar Katrín mín, en ég skoðaði þær.  Mér finnst þær hverri annari betri, og það er sama yfirbragð yfir hvort sem er styttur brúður eða myndir, dulúð er það fyrsta sem kemur í hugann, annað er andleg reynsla og skynjun.  Þú talar við sálina í manni með þessum myndum þínum.  Og þær senda manni falleg skilaboð.  Þú kannst svo sannarlega að tala við hið andlega svið manns.  Takk fyrir að deila þeim með okkur. Ég á eftir að skoða þær oft, ef ég vil lyfta mínu andlega sjálfi aðeins. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.3.2007 kl. 08:31

10 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

myndirnar þínar eru dulúðugar, fallegir litir í þeim og þær bláu höfða sérstaklega til mín. Mér finnst satúrnus, sólin, marz, venus og andlegt ævintýri fallegastar. Á satúrnus get ég horft í óendanleikann og séð eitthvað nýtt í hvert sinn.

Hrönn Sigurðardóttir, 29.3.2007 kl. 08:40

11 Smámynd: bara Maja...

Takk fyrir að bjóða okkur á sýninguna og leyfa okkur að skyggnast inn í myndirnar þínar,

bara Maja..., 29.3.2007 kl. 10:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Snæhólm Baldursdóttir
Katrín Snæhólm Baldursdóttir

 Maddama kerling fröken frú Katrín Snæhólm. Hef áhuga á öllu milli himins og jarðar og telst þá hvoru tveggja með. Himinn og jörð.

 

kbaldursdottir@gmail.com

 

 

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...xoqlinc
  • ...x-o-
  • ...katrin_mynd
  • ...peru_3
  • ...peru_2
  • ...peru_786202
  • ...peru
  • ...usturv_llur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband