29.3.2007 | 17:14
þroski stráka og manndómsvígslur
Ég er að lesa bók sem heitir Raising boys en hún fjallar um af hverju drengir eru -öðruvísi og hvernig hægt er að hjálpa þeim að verða hamingjusamir og glaðir menn í góðu jafnvægi. Menn sem eru fullir sjálfstrausts og gæsku. Hvernig strákar læra nærgætni gagnvart kynlífi og samböndum og hvernig skólar þurfa að breytast svo þeir verði góðir staðir fyrir fjörmikla stráka. Testosteronið breytir hegðuninni þegar það eykst svona mikið og heilinn í strákum virðist virka öðruvísi líka.
Þarna er líka talað um manndómsvígsluna sem er víst mjög mikilvæg fyrir unga drengina..og verið lögð mikil áhersla á hana í mörgum menningarsamfélögum þó hún fyrirfinnist ekki í vestrænum samfélögum. Bókin er skrifuð af Steve Biddulph og ég er að lesa mér til þar sem strákurinn minn er einmitt að fara af stað í gegnum umbreytinguna að vera strákur yfir í að vera ungur maður. Skrifa kannski meira þegar ég er búin að lesa meira..ef ég rekst á eitthvað merkilegt sem á erindi. Er bara rétt búin að renna í gegn og kíkja yfir kaflaheiti og svona. Staldra samt við þetta með manndómsvígsluna...hef einhvernveginn á tilfinningunni að hún sé mikilvæg en sé ekki fyrir mér hvernig hún ætti að vera í þessum samfélögum sem við lifum í í dag...?
Þetta eru nefninlega oft erfiðir tímar að fara í gegnum bæði fyrir unglinginn og foreldrana. Ég á tvær dætur sem eru núna orðnar ungar konur, svo eina litla og svo strákinn og verð að viðurkenna að mér finnst ég öruggari að fylgja dætrunum í gegnum svona prósess en stráknum . Örugglega bara vegna eigin reynslu sem kona. En mig langar að gera vel..og skilja betur þennan umbreytingarprósess og geta miðlað því sem hjálpar. Auðvitað er pabbinn frábær og eyðir góðum tíma með stráknum en mig langar að skilja betur þennan heim strákanna.
Annars er þetta svo fínn strákur og góður..að ég held að hann sigli bara með stæl í gegnum þessi þroskaár.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- September 2013
- Júní 2010
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Myndaalbúm
Bloggvinir
- gurrihar
- ibbasig
- zordis
- ipanama
- hugarfluga
- poppoli
- skessa
- vilborg-e
- gudnyanna
- vikingurkr
- sarcasticbastard
- landsveit
- asthildurcesil
- jenfo
- svalaj
- halkatla
- matthildurh
- jahernamig
- katlaa
- svavs
- kiddirokk
- ludvik
- heiddal
- jonaa
- arh
- palmig
- leifurl
- mediumlight
- bjarkitryggva
- 810
- haukurn
- amason
- heringi
- emmgje
- hk
- zoa
- steingerdur
- hronnsig
- holi
- steina
- alla
- malacai
- almaogfreyja
- kruttina
- arikuld
- arnaringvarsson
- agbjarn
- asgerdurjona
- gammon
- baldvinj
- barafridriksdottir
- bardurorn
- kaffi
- storyteller
- birgitta
- bjarnihardar
- lubbiklettaskald
- salkaforlag
- gattin
- skordalsbrynja
- tilfinningar
- brandarar
- diesel
- draumur
- einarborgari
- einari
- gustichef
- elinarnar
- zoti
- happy-dog
- evabenz
- utlit
- finni
- stjornarskrain
- lucas
- gudmundurhelgi
- gudnym
- glostrup
- zeriaph
- gullvagninn
- silfri
- gylfigisla
- handtoskuserian
- iador
- heidistrand
- latur
- hlf
- helgatho
- hehau
- drum
- himmalingur
- hinrikthor
- ringarinn
- ingahel
- ingasteinajoh
- jara
- astromix
- kreppan
- jensgud
- josira
- jogamagg
- jax
- islandsfengur
- jonsnae
- nonniblogg
- jonthorolafsson
- juliusvalsson
- kjartanis
- leifur
- kreppualki
- kreppukallinn
- kerla
- lauola
- larahanna
- liljabolla
- astroblog
- markusth
- manisvans
- methusalem
- misskilningur
- neo
- oktober
- olijon
- olofannajohanns
- svarthamar
- skari60
- ljosmyndarinn
- perlaoghvolparnir
- ragnar73
- ragjo
- salka
- pensillinn
- sjos
- meyjan
- amman
- sigrunsigur
- siggi-hrellir
- sigurgeirorri
- sylviam
- slembra
- athena
- must
- sunnadora
- svatli
- saethorhelgi
- tinnaeik
- nordurljos1
- kreppuvaktin
- valgerdurhalldorsdottir
- vertu
- eggmann
- what
- vigga
- perlan
- zeitgeistonair
- tsakalis
- steinibriem
- thorsteinnhelgi
- tothetop
- icekeiko
- thorsaari
Athugasemdir
Ég skil hvað þú ert fara. það er sama hjá mér ég á 3 dætur og 1 strák ég þekki ekki eins mikið um stráka hann er komin í mútur en stelpurnar þekki ég betur það verðu fróðlegt að fylkjas með Katrín mín.
Kristín Katla Árnadóttir, 29.3.2007 kl. 19:08
'Eg ætla að láta ykkur stelpurnar um að finna út úr þessu, fyrst þið hafið ekki fattað það enn. Hehehe.
Eitt get ég sagt ykkur um stráka. Þeir hafamiklaþörf fyrir að finna út úr þvíhvernig allt virkar og er samsett. Sýnið því umburðarlyndi. Það þýðir ekki að þykjast eða vera yfirborðskenndur við stráka. Þeir sjá í gegnum holt og hæðir í því tilliti. Ekki skamma stráka. Aldrei!
Jón Steinar Ragnarsson, 29.3.2007 kl. 19:55
Heyrðu góði minn..ef þú veist leyndardóminn um strákana áttu auðvitað að segja okkur hann og leggja þar með strákum framtíðar lið sem og mæðrum þeirra....Auðvitað erum við ekkert búnar að finna út úr þessu enn. Verkefnið er rétt að hefjast..og ég vil svo reyna að gera vel. Ég skammast aldrei..nema tvo daga í mánuði en Það er fullur skilingur á þeim óhemjuskap hjá mínum..hehe. Þar er hann allavega búinn að læra smá um hvernig konur geta verið á fullu tungli!...eða á ákveðnum stað í tíðahringnum sínum.
Svona Jaón Steinar..ef það getur einhver kennt okkur og leyft okkur aðvita smá leyndó ertu bara að gera góðverk darling. Og það hvarflar ekki að mér að skamma þig þarna skömmin þín!
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 29.3.2007 kl. 20:08
Ég á stelpu og strák. Mér finnst það hafa skipt höfuðmáli að sýna þeim elsku og hlýju og ekki síður traust. Svara því sem spurt er um, tala við bæði kynin án allra fordóma. Það er alveg hreinar línur að þau finna það besta út úr lífinu, höfum við gefið þeim það besta.
Hulda Elma Guðmundsdóttir, 29.3.2007 kl. 20:08
Þúhefur nú kannski séð eitthvað um hugi strákaí pistlunum mínum. Annars er ekki víst að ég hafi verið eins og fólk er flest. Strákar eru samt afar forvitnir og miklir vísindamenn í sér. Það er ekki affarasælt að segja þú skilur það,þegar þú verður eldri eða ég veit það ekki. Leggstu í að finna svörin. Ég vildi ekki fermast, vegna þess að ég botnaði ekkert í hvað blessaður presturinn var að bulla. Fyrst hélt ég að ég væri bara svona tregur en í dag sé ég að presturinn vissi jafn mikið og ég og að spurningarnar áttu fullan rétt á sér. Svo kalla kennarar og foreldrar þessa áráttu uppreisn og berja niður með valdi.
Strákar þurfa prívat herbergi og algera friðhelgi með sig og sína þanka. Það er mikið að ske í þessum kolli og hann þarf hvíld og frið inn á milli.
Jón Steinar Ragnarsson, 29.3.2007 kl. 20:43
Já hvort það veitir ekki innsýn í koll stráks að lesa pistlana þína Jón Steinar. Alveg ómetanleg ferðalögin sem maður fær að fara með þér þar. Svo hafa strákar bara eins og stelpur mismunandi persónuleika og skoðanir...en samt eru strákar alltaf strákar og stelpur stelpur. Það er munur. Sem betur fer..ég vil endilega hafa þennan mun og rosalega sterkt og mikið jafnrétti um leið.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 29.3.2007 kl. 20:52
Akkúrat, jafnan rétt til ólíkra þarfa.
Jón Steinar Ragnarsson, 29.3.2007 kl. 21:50
Mundu bara þetta.
Jón Steinar Ragnarsson, 30.3.2007 kl. 03:06
ég er alveg sammála ! kynin eru að mörgu leiti ólik, það geta stúlkur verið líka, þannig að best er að hlusta á hvern einstakling fyrir sig og gera ráðstafanir út frá hverjum og einum.
ljós héðan
stein
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 30.3.2007 kl. 05:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.