3.4.2007 | 16:41
Fyndið flækjulíf
Ha ha ha...ég hef bara ekkert að gera akkúrat núna nema hlægja að allri þessari vitleysu.
Og ég hlæ hátt og dátt.
Halla mér aftur svo það strekkist smá á mallanum og brjóstin leka aðeins til hliðanna og leita auðvitað suður af því að þau eru alvöru og hlæ að því hvað mér finnst gott að geta hlegið innilega í stað þess að láta hluti og sumt fólk pirra mig. Er reyndar svo gæfusöm að þessa dagana er bara yndislega skemmtilegt og gott fólk í kringum mig og svo heppilega vill til að þetta eru fjölskyldumeðlimirnir mínir...maður getur ekki valið sér familís bara vini...svo mér finnst ég rosalega heppin með mitt fólk. Og líka vini mína. Og ekki undanskil ég bloggvini mína frá þessari kátínu.
Já nú get ég glaðst og skelllihlegið. Svo dásamlega glöð með nýju hvítu sportsokkana mína. Mér er alltaf svo kalt á hnjánum en ekki lengur!
Það er líka lítill pjakkur í heimsókn sem fInnst allt skemmtilegt og allt sniðugt. Bara ef það hreyfist og það heyrist eitthvað hljóð með þá ljómar litli kútur og gefur himneskt tannlaust bros yfir heiminn.
Já það er gott að hlægja stundum og lengja lífið og leikinn sem það er. Því þetta er bara leikur...kannski bara leikrit þar sem við erum aðalleikarinn sem þarf ekki að læra neina rullu heldur hefur fullt skáldaleyfi til að skálda jafnóðum hvernig hann vill hafa sitt leikrit.
Hvort það á að vera mikið og magnað drama, tragedía og táradalur eða gamanleikur troðfullur af skopi og skondnum atburðum. Kannski bara allt af þessu í mismiklum hlutföllum.
Lífið er kannski bara ein furðuleg flækja sem er svo okkar að leysa úr með tíð, tíma, þroska og visku.
En samt held ég að það sé mikilvægast að muna að hafa bara gaman í sínum bekk og hlægja dátt þegar flækjan verður hvað mest. Hlægja hátt og taka hreinlega bakföll af hlátri yfir þessu bráðfyndna lífi sem er að drepa flesta úr alvöruleikanum. Sem eru búnir að gleyma að þeir sjálfir eru höfundurinn. Og að það má endurskrifa, stroka út og betrumbæta allt..eða ekkert.
Tjallið fellur.
Og nú má klappa því nú vita allir sem hér voru að þetta var bara enn eitt leikritið og höfundurinn situr uppi í höfðinu á sjálfum sér og brosir kumpánlega til ljósameistarans. Þeir vita fyrir hverju er klappað.
Takk fyrir komuna kæru meðleikendur.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 311442
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- September 2013
- Júní 2010
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Myndaalbúm
Bloggvinir
- gurrihar
- ibbasig
- zordis
- ipanama
- hugarfluga
- poppoli
- skessa
- vilborg-e
- gudnyanna
- vikingurkr
- sarcasticbastard
- landsveit
- asthildurcesil
- jenfo
- svalaj
- halkatla
- matthildurh
- jahernamig
- katlaa
- svavs
- kiddirokk
- ludvik
- heiddal
- jonaa
- arh
- palmig
- leifurl
- mediumlight
- bjarkitryggva
- 810
- haukurn
- amason
- heringi
- emmgje
- hk
- zoa
- steingerdur
- hronnsig
- holi
- steina
- alla
- malacai
- almaogfreyja
- kruttina
- arikuld
- arnaringvarsson
- agbjarn
- asgerdurjona
- gammon
- baldvinj
- barafridriksdottir
- bardurorn
- kaffi
- storyteller
- birgitta
- bjarnihardar
- lubbiklettaskald
- salkaforlag
- gattin
- skordalsbrynja
- tilfinningar
- brandarar
- diesel
- draumur
- einarborgari
- einari
- gustichef
- elinarnar
- zoti
- happy-dog
- evabenz
- utlit
- finni
- stjornarskrain
- lucas
- gudmundurhelgi
- gudnym
- glostrup
- zeriaph
- gullvagninn
- silfri
- gylfigisla
- handtoskuserian
- iador
- heidistrand
- latur
- hlf
- helgatho
- hehau
- drum
- himmalingur
- hinrikthor
- ringarinn
- ingahel
- ingasteinajoh
- jara
- astromix
- kreppan
- jensgud
- josira
- jogamagg
- jax
- islandsfengur
- jonsnae
- nonniblogg
- jonthorolafsson
- juliusvalsson
- kjartanis
- leifur
- kreppualki
- kreppukallinn
- kerla
- lauola
- larahanna
- liljabolla
- astroblog
- markusth
- manisvans
- methusalem
- misskilningur
- neo
- oktober
- olijon
- olofannajohanns
- svarthamar
- skari60
- ljosmyndarinn
- perlaoghvolparnir
- ragnar73
- ragjo
- salka
- pensillinn
- sjos
- meyjan
- amman
- sigrunsigur
- siggi-hrellir
- sigurgeirorri
- sylviam
- slembra
- athena
- must
- sunnadora
- svatli
- saethorhelgi
- tinnaeik
- nordurljos1
- kreppuvaktin
- valgerdurhalldorsdottir
- vertu
- eggmann
- what
- vigga
- perlan
- zeitgeistonair
- tsakalis
- steinibriem
- thorsteinnhelgi
- tothetop
- icekeiko
- thorsaari
Athugasemdir
klapp klapp klapp
bara Maja..., 3.4.2007 kl. 18:48
klapp klapp klapp
Hmmm..það má líka halda virðulegar þakkarræður eða skrifa sitt eigið leikrit hér ef fólk er í stuði....eða bara hreinlega hneygja sig og skrifa svo hörkulega gagnrýni í Moggann yfir þessu lífsleikriti sem allir eru þátttakendur í. Hvort sem þeim hugnast það eður ei.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 3.4.2007 kl. 19:07
Til hamingju með lífið. :)
Maja Solla (IP-tala skráð) 3.4.2007 kl. 19:52
það er alltaf gott hlæja og hlæja
Kristín Katla Árnadóttir, 3.4.2007 kl. 20:02
Hringleikhús hugans er yndislegt! Ég tek þátt í þínu og set á mig hattinn ... þarf að skjótast og ná í edik fyrir salatið .... Klappa fyrir ljósameistara, búningahönnuði og leikstjóra.
www.zordis.com, 3.4.2007 kl. 20:08
Það var gaman að leika í þessu leikriti. Takk fyrir mig og mína rullu.
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 3.4.2007 kl. 20:38
Við erum einmitt búin að liggja í hláturskasti hér yfir einhverjum dæmigerðum og ófyndnum prumpbrandara. Ég endaði með að þurfa að þvo mér í framan. Ahhh ... það er gott að hlæja!!
Hugarfluga, 3.4.2007 kl. 22:08
Hláturinn lengir lífið, og svo er alltaf svo gott að líta hér við. Það er einhver heilun í gangi, ef til vill myndirnar eða gullkornin sem frá þér koma mín kæra. Takk fyrir að fá að vera með. Og auðvitað KLapp klapp klapp.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.4.2007 kl. 10:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.