Leita í fréttum mbl.is

Vegbúi lýstu mér leið...

val

Hvort ætlar þú að velja þegar þú kemur að gatnamótunum í þínu lífi???

The Easy street eða the Hard road?

Vissiru ekki að þitt væri valið?

Hvað valdir/velur þú?

Alltaf spurning um hvað þú raunverulega vilt....erfiða leiðin eða sú auðvelda.

Og hvor er í raun betri og hvar lærir maður mest?

Bara einföld spurning en samt ferlega flókin ef grannt er skoðað.

Ég hef svo oft farið flóknar leiðir sem leiddu mig í þrot...líka flóknar leiðir sem leiddu mig á betri braut.

Og auðvelda leiðin er ekki alltaf auðveld þegar upp er staðið.

En hún getur samt verið svo góð.

Hvað er erfitt og hvað er létt...

og hver er leiðin þegar maður veit ekki neitt?

Hvað heldur þú?

lífsins tré

Ég  sé lífsins tré...á háum hól.

Og ég hugsa með mér...þetta er yndisleg jörð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Nóg af spekinni hér, mín leið er hinsvegar bara mín leið, leið sem enginn annar getur fetað, og enginn vill. Þannig er það hjá okkur öllum.

Sigfús Sigurþórsson., 5.4.2007 kl. 02:03

2 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

ég læt leiðarljósið vísa mér mér leið, krossa fingur og vona það besta

ljós til þín í dag og á orgun

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 5.4.2007 kl. 04:39

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég á bara eftir auðveldu leiðina, og hana tek ég hér eftir. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.4.2007 kl. 08:23

4 Smámynd: Ingi Geir Hreinsson

Mikið vildi ég að mér hefði boðist einhvern tíma auðvelda leiðin

Er alltaf einhvern veginn á skjön við það sem leiðir mann inn á þægilegar brautir.

Sé samt ekki eftir neinu, hef bara lært af þessu öllu saman, atvinnumissi, atvinnuleysi, ofbeldi á vinnustað og alles. Myndi ekki breyta nokkrum sköpuðum hlut, þó ég gæti það.

Tja, og þó... það var þessi kona

Ingi Geir Hreinsson, 5.4.2007 kl. 10:32

5 Smámynd: Hugarfluga

Hef reyndar ekki alltaf geta valið The Easy Street, en held samt að ég hefði ekki gert neitt öðruvísi hefði ég haft val. Það er nefnilega ekki alltaf kostur að fara auðveldu leiðina ef hjartað er ekki með í för.

Hugarfluga, 5.4.2007 kl. 13:06

6 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Ég fer auðvita erfiða leiðina.

Kristín Katla Árnadóttir, 5.4.2007 kl. 14:33

7 Smámynd: halkatla

ég veit ekki á leið ég er, stundum finnst mér ég bara vera kyrr og þá hugsa ég "hey, mig langar hvorteðer bara að sitja í rólegheitunum undir þessu skuggsæla tré" - það er ofmetið að vera alltaf á ferðinni

halkatla, 5.4.2007 kl. 14:53

8 Smámynd: Björn Heiðdal

Auðvelda leiðin: Ekki gera neitt.

Erfiða leiðin: Ekki gera ekki neitt. 

Björn Heiðdal, 5.4.2007 kl. 17:23

9 Smámynd: www.zordis.com

Ég reyni að hrista upp í fleygum vængjum sálarinnar og fer þá leið sem hentar hverju sinni.  Auðveld eða erfið það er almættið sem markar mín spor!  Í gær og í dag hefur verið erfiður dagur en samt svo notalegur þegar upp er staðið ....................

www.zordis.com, 5.4.2007 kl. 18:26

10 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Tek undir það sem Arna segir.

Svava frá Strandbergi , 5.4.2007 kl. 21:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Snæhólm Baldursdóttir
Katrín Snæhólm Baldursdóttir

 Maddama kerling fröken frú Katrín Snæhólm. Hef áhuga á öllu milli himins og jarðar og telst þá hvoru tveggja með. Himinn og jörð.

 

kbaldursdottir@gmail.com

 

 

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • ...xoqlinc
  • ...x-o-
  • ...katrin_mynd
  • ...peru_3
  • ...peru_2
  • ...peru_786202
  • ...peru
  • ...usturv_llur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband