6.4.2007 | 10:55
Páskahænur og ofursnöggir hanar
Í gær fórum við í yndislega göngu í góða veðrinu og röltum framhjá bóndabænum þar sem hamingjusamar hænur hoppa og skoppa út um öll tún og rogginn hani reygir sig og galar yfir púdduhópinn. Þær eru gestrisnar og glaðar hænurnar þegar þær fá heimsókn og þyrpast að girðingunni og gagga hver í kapp við aðra. Þær sem eru lengra í burtu engjast um í forvitni og koma á harðahlaupum gaggandi og kjagandi og ætla sér ekki að missa af neinu. Mér finnnst voða gaman að heilsa upp á þær. Þegar það var kominn álitlegur hópur fyrir framan girðinguna og gaggandi púddum tók haninn sig til og rigsaði stórstígur og rogginn í miðjan hópinn. Skyndilega tróðst hann upp á eina hænuna og stóð keikur á bakinu á henni!!!!!
....Innri feministinn í mér varð bara hneykslaður yfir svona framkomu. "Hva...hvernig dettur hanabjánanum að standa bara á bakinu á hænugreyinu"??? spurði ég í heilagri skírdagsvandlætingu.
Borgardaman náttla alveg græn fyrir því hvernig páskaeggin og páskaungarnir verða til....og gerði sér enga grein fyrir að þetta var alvöru hanadráttur sem þarna fór fram á þremur komma sjö sekúndum heilum. Svo vippaði haninn sér af og spígsporaði rogginn um svæðið og hænan virtist bara sæl með sitt. Og komin með páskaegg í framleiðslu á skírdegi.
Borgardama lærði sem sagt ýmislegt um náttúruna á göngu sinni um náttúruna..hehe.
Mér fannst þetta samt frekar snaggaraleg skemmtun fyrir hænuna verð ég að segja. Takk Guð fyrir að hafa ekki verið púdda í þessu lífi. Væri hreint ekkert sæl með það held ég. En svona hugsa ekki dömur á löngum degi og ekki má láta sér stökkva hér bros fyrr en um miðjan dag á morgun.
Gleðilega páska!
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- September 2013
- Júní 2010
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Myndaalbúm
Bloggvinir
-
gurrihar
-
ibbasig
-
zordis
-
ipanama
-
hugarfluga
-
poppoli
-
skessa
-
vilborg-e
-
gudnyanna
-
vikingurkr
-
sarcasticbastard
-
landsveit
-
asthildurcesil
-
jenfo
-
svalaj
-
halkatla
-
matthildurh
-
jahernamig
-
katlaa
-
svavs
-
kiddirokk
-
ludvik
-
heiddal
-
jonaa
-
arh
-
palmig
-
leifurl
-
mediumlight
-
bjarkitryggva
-
810
-
haukurn
-
amason
-
heringi
-
emmgje
-
hk
-
zoa
-
steingerdur
-
hronnsig
-
holi
-
steina
-
alla
-
malacai
-
almaogfreyja
-
kruttina
-
arikuld
-
arnaringvarsson
-
agbjarn
-
asgerdurjona
-
gammon
-
baldvinj
-
barafridriksdottir
-
bardurorn
-
kaffi
-
storyteller
-
birgitta
-
bjarnihardar
-
lubbiklettaskald
-
salkaforlag
-
gattin
-
skordalsbrynja
-
tilfinningar
-
brandarar
-
diesel
-
draumur
-
einarborgari
-
einari
-
gustichef
-
elinarnar
-
zoti
-
happy-dog
-
evabenz
-
utlit
-
finni
-
stjornarskrain
-
lucas
-
gudmundurhelgi
-
gudnym
-
glostrup
-
zeriaph
-
gullvagninn
-
silfri
-
gylfigisla
-
handtoskuserian
-
iador
-
heidistrand
-
latur
-
hlf
-
helgatho
-
hehau
-
drum
-
himmalingur
-
hinrikthor
-
ringarinn
-
ingahel
-
ingasteinajoh
-
jara
-
astromix
-
kreppan
-
jensgud
-
josira
-
jogamagg
-
jax
-
islandsfengur
-
jonsnae
-
nonniblogg
-
jonthorolafsson
-
juliusvalsson
-
kjartanis
-
leifur
-
kreppualki
-
kreppukallinn
-
kerla
-
lauola
-
larahanna
-
liljabolla
-
astroblog
-
markusth
-
manisvans
-
methusalem
-
misskilningur
-
neo
-
oktober
-
olijon
-
olofannajohanns
-
svarthamar
-
skari60
-
ljosmyndarinn
-
perlaoghvolparnir
-
ragnar73
-
ragjo
-
salka
-
pensillinn
-
sjos
-
meyjan
-
amman
-
sigrunsigur
-
siggi-hrellir
-
sigurgeirorri
-
sylviam
-
slembra
-
athena
-
must
-
sunnadora
-
svatli
-
saethorhelgi
-
tinnaeik
-
nordurljos1
-
kreppuvaktin
-
valgerdurhalldorsdottir
-
vertu
-
eggmann
-
what
-
vigga
-
perlan
-
zeitgeistonair
-
tsakalis
-
steinibriem
-
thorsteinnhelgi
-
tothetop
-
icekeiko
-
thorsaari
Athugasemdir
Þær virðast vera bara ánægðar með þetta blessaðar
En svona til að laga stöðu hans, þá er hann kurteis þegar kemur að matargjöf, hann bíður eftir að þær fái sér, eins og herramaður, sem sagt herrahani. Hann hugsar vel um hænurnar sínar.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.4.2007 kl. 11:04
Náttúran er söm við sig
þó sértu borgardama.
Eiginmaðurinn óður í þig
því engan viltu hana.
Gleðilega páska.
Svava frá Strandbergi , 6.4.2007 kl. 12:27
Hér sit ég borgarbarnið og drekk í mig orðin þín, *fnuss* þrjár komma sjö sek. *fnuss* nei bannað að brosa... aumingja hænan og þó
Gleðilega páska.
bara Maja..., 6.4.2007 kl. 12:36
Síðan koma mennirnir og hirða ávöxt þessara 7 sekúndna á enn meiri mettíma... Hvað hafa púddurnar eiginlega fyrir sig, greyin?
Engin furða að þær séu sígaggandi. :)
Maja Solla (IP-tala skráð) 6.4.2007 kl. 20:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.