Leita í fréttum mbl.is

Viltu faðma mig?

hug3

Ég skrapp á kaffihúsið mitt áðan og hitti þar kæra vinkonu. Meðan ég beið eftir henni kom askvaðandi vinur minn sem ég hef ekki sé lengi og hreinlega faðmaði mig í klessu. Knúsaði og kyssti á báðar kinnar eins og ég væri frönsk yngismær og ég furðaði mig á þessum innilegu móttökum.

Hann sagði mér að hann væri að koma af knús og faðmlagssamkomu og hann væri bara alveg í skýjunum eftir það. Það væri hér stödd dönsk kona sem ferðast um heiminn og faðmar fólk!!!

Er það ekki alveg frábært starf?? Þessi kona er bæði með einkafaðmlög og hópsamkundufaðmlög. Það þykir víst einstakt að fá faðmlag frá henni. Það er heilandi og kærleiksríkt og einstaklega gefandi. Fólk hreinlega endurnærist við að faðma þessa einstöku konu. Hún faðmar líka dýr og tré.

hug

Mér fannst þetta alveg frábært og hef í hyggju að fara og fá svona faðmlag eftir páskahelgina.

En þangað til ætla ég að faðma mitt fólk vel og vandlega og af öllu hjarta því þessi páskahátíð er um að minnast og muna það sem Kristur boðaði. Kærleikann í sinni öflugustu og fegurstu mynd. Kærleika á milli allra manna. Hvernig sem þeir eru á litinn, hvaða menningarheimi eða trúfélagi þeir tilheyra, ungir eða gamlir, góðir eða vondir, litlir eða stórir. Kærleikurinn er fyrir okkur öll og á valdi okkar allra að gefa.

friends in colour

Og nú ætla ég að senda þér huglægt og kærleiksríkt faðmlag kæri bloggvinur og lesandi og vona að þú finnir hvað ég faðma þig innilega og óska þér alls hins besta. Knúsa þig með kærleika og vona að þú látir þetta faðmlag ganga til allra sem í kringum þig eru. Þannig er fallegt að halda upp á þessa páska finnst mér. Og ég tek við öllum faðmlögum sem til mín koma með gleði og þakklæti fyrir að eiga svona fína handleggi og faðm sem passar fyrir hverja og eina einustu mannveru í þessari veröld.

loving the trees

FÖÐMUMST!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Takk, mér hlýnaði hreinlega um hjartarætur að lesa þetta. Þétt faðmlag til þín á móti!!!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 7.4.2007 kl. 16:48

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Faðmlag til þín og gleðilega páska elsku vina.

Jón Steinar Ragnarsson, 7.4.2007 kl. 17:05

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Stórt knús frá mér.  Það er æðislegt að knúsast. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.4.2007 kl. 17:19

4 Smámynd: www.zordis.com

Hjúts knús með rósrauðum hugsunum til þín um betir heim og falleg faðmlög  handa heimi okkar .... Faðmlag til þín!

www.zordis.com, 7.4.2007 kl. 17:44

5 Smámynd: bara Maja...

Ég elska að fá knús  Lokaðu augunum... hér kemur stórt knús tilbaka !!!

bara Maja..., 7.4.2007 kl. 18:03

6 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Takk!!!!

Þetta virkar svo um munar...ég er bara umföðmuð og glöð að finna þennan kærleika streyma alla leið hingað til Englalandsins míns. Kærleikurinn þekkir nefninlega engin landamæri..og þarf bara hugsun um faðmlag þá virkar hann.

KNÚS! Þetta er bara yndislegt!

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 7.4.2007 kl. 18:19

7 Smámynd: Hugarfluga

En knúsileg hugmynd! Hérna kemur stórt og innilegt faðmlag frá fluvunni (((((((((((( Katrín )))))))))))) og í kjölfarið stór koss á ennið !!

Hugarfluga, 7.4.2007 kl. 19:09

8 identicon

Elsku besta Katrín ... þú átt svo sannarlega skilið mikið og gott knús. Ég er mjög viss um færni mína í knúsinu og faðmlaginu og get sent þér votta um það, ef þú vilt Nei nei, segi svona ... en án gríns: yndislegt, innilegt og mikið knús og kossar til þín!!! Gleðilega páska, dúlla!

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 7.4.2007 kl. 19:26

9 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Þú ert dásamleg knús frá mér

Kristín Katla Árnadóttir, 7.4.2007 kl. 20:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Snæhólm Baldursdóttir
Katrín Snæhólm Baldursdóttir

 Maddama kerling fröken frú Katrín Snæhólm. Hef áhuga á öllu milli himins og jarðar og telst þá hvoru tveggja með. Himinn og jörð.

 

kbaldursdottir@gmail.com

 

 

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 311442

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...xoqlinc
  • ...x-o-
  • ...katrin_mynd
  • ...peru_3
  • ...peru_2
  • ...peru_786202
  • ...peru
  • ...usturv_llur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband