Leita í fréttum mbl.is

Húsmóðir leggur land undir fót og verður eitt með öllu.... og kemur svo aftur heim.

Ohhh ég er svo spennt!!!

Er að þvo gallabuxurnar mínar og taka til það sem ég ætla að taka með mér uppeftir.

 "Uppeftir" þýðir að ég er að fara upp eftir landakortinu..í norðurátt. Fyrst bruna ég í bíl með dóttur og kærastanum hennar til Stafford þar sem ég ætla að gista eina nótt á vindsæng. Svo vakna ég í fyrramálið og tek lestina til Birmingham sem er ekki langt frá Stafford og fer að sjá Neal Donald Walsch rithöfundinn sem skrifar bækurnar Conversations with God...Samræður við Guð.

Þetta er mitt litla einakahúsmæðraorlof.

Mér finnst skemmtilegt að fara ein og kynnast nýju fólki og upplifa spennandi stemmningu. Þegar fyrirlestrinum er lokið tekur svo við tónlistarhátíð sem stendur til hálfellefu um kvöldið og þá brunar húsmóðir aftur með lestinni til Stafford og sefur aðra nótt á vindsæng í stofunni. Væntanlega með heilmikið nýtt í kollinum til að dreyma um og tóna sem syngja hana í svefn. Svo keyrum við hingað suðureftir...sem sagt niður eftir landakortinu.... á miðvikudag og mamman kemur heim endurnærð á sál og líkama og til í allt!!!

gyðja jafnvægis

Jæja best að gá hvort þvottavélin er búin og klifra upp á háaloft eftir fínu svörtu töskunni sem er svo tilvalin í svona styttri ferðir. Passar akkúrat utan um náttföt, tannbursta, kremin mín ásamt snyrtivörum sjampói og greiðu..hehe nei engar greiður eða hárburstar því ég greiði mér aldrei. Og það er dagsatt!!! Svo þarf ég föt til skiptanna og bækurnar sem ég er að lesa og mitt fína ferðaskap. Ég hef sérstaka tilfinningu fyrir þessari ferð. Þegar ég sá þesssa uppákomu auglýsta fékk svona innri tilfinningu og gæsahúð..og sterka ætlun um að koma mér þangað. Alltaf þegar það gerist...bíður eitthvað merkilegt og spennandi fyrir húsmóður.

uppskerugyðjan

Við heyrumst svo síðar þegar ég er komin aftur heim í heiðardalinn.

Veðrið er meiriháttar,23 stiga hiti og sól...og ég segi ykkur allt um hvernig kærleiksbyltingin gengur.

Lengi lifi allt það góða og skemmtilega.

 í tilefni þess að þessi fundur sem ég er að fara á er undir yfirskriftinni.."Við erum öll eitt" set ég hér inn klausu um lögmál einingar úr bókinni Lögmál andans eftir Dan Millman.

Við birtumst á jörðinni

sem einstaklingar með ólík örlög

en eins og hluti af hafinu

erum við á sama hátt hluti

af vitundarhafi og

líkama Guðs.

Finndu kærleika og frið

djúpt í þeim æðsta sannleika

að við erum öll ein stór fjölskylda.

Losaðu þig við klyfjar

ótta, öfundar og gremju

fljúgðu á vængjum skilnings

 inn í land ótakmarkaðs umburðarlyndis

fingraför

Við erum öll einstök hvert á okkar hátt.

Þannig á það að vera og þannig má það vera.

Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Góða ferð og góða skemmtun, njóttu þess í botn Katrín mín.  Og endilega segðu okkur svo frá sem heima sitjum.  Gott hjá þér stelpa.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.4.2007 kl. 10:34

2 Smámynd: Björg K. Sigurðardóttir

Góða ferð og hafðu það dásamlega gott í fríinu þínu. 

Björg K. Sigurðardóttir, 9.4.2007 kl. 11:44

3 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Góða ferð elskan og hafðu það gott.

Kristín Katla Árnadóttir, 9.4.2007 kl. 12:35

4 Smámynd: bara Maja...

Við bíðum spennt hérna megin og hámum í okkur ferðasöguna þegar þú kemur aftur, góða ferð !!!

bara Maja..., 9.4.2007 kl. 13:10

5 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Góða ferð og skemmtu þér vel. Segðu okkur svo ferðasöguna.

Svava frá Strandbergi , 9.4.2007 kl. 13:52

6 Smámynd: Ibba Sig.

Gallabuxur!!! Kona á þínum aldri?

Ibba Sig., 9.4.2007 kl. 15:57

7 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

dásamlegt, og við erum öll eitt!!! hlakka til að heyra hvernig var.

góða ferð og ég er með, því við erum eitt,  

ljós og friður til þín

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 9.4.2007 kl. 16:03

8 Smámynd: Lúðvík Bjarnason

Frábært! Verð með þér í anda! :)

Lúðvík Bjarnason, 9.4.2007 kl. 18:19

9 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Ertu ekki að koma?

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 11.4.2007 kl. 19:09

10 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Habbðu það gott kæra vina og passaðu þig nú að renna ekki alveg saman við grasið.  Ég vil fá þig aftur hingað.  Raggi bróðir biður að heilsa.

Jón Steinar Ragnarsson, 11.4.2007 kl. 20:17

11 Smámynd: Hugarfluga

Sakna þín, Katrín ... koddu attur!!!

Hugarfluga, 11.4.2007 kl. 21:53

12 Smámynd: www.zordis.com

Hlakka til að heyra frá ferðinni þinni...........þú ert kanski bergnumin

www.zordis.com, 12.4.2007 kl. 16:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Snæhólm Baldursdóttir
Katrín Snæhólm Baldursdóttir

 Maddama kerling fröken frú Katrín Snæhólm. Hef áhuga á öllu milli himins og jarðar og telst þá hvoru tveggja með. Himinn og jörð.

 

kbaldursdottir@gmail.com

 

 

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 311442

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...xoqlinc
  • ...x-o-
  • ...katrin_mynd
  • ...peru_3
  • ...peru_2
  • ...peru_786202
  • ...peru
  • ...usturv_llur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband